mánudagur, mars 31, 2008

"Oss vantaði ekki viljann, þótt verkið reyndist lakt"

Ég þakka Kristínu Svövu kærlega fyrir að rifja upp gamla góða McGonnagall fyrir mér í nýjustu færslunni sinni og fyrir að varpa hlekk á síðu þar sem ég skemmti mér konunglega við að lesa fleiri skrif mannsins.

Línan hér að ofan er sótt í ljóð Steins Steinarr, Til minningar um misheppnaðan tónsnilling. Mér varð óneitanlega hugsað til þess þegar ég las McGonnagall. Fyrr yrði hann kallaður misheppnaður en snillingur, svo vægt sé til orða tekið, en hann vantaði sannarlega ekki viljann, og var sannfærður um ágæti eigin kveðskapar. Verst að hann var einn um það. McGonnagall er sumsé þekktur fyrir að vera "versta ljóðskáld í enskri tungu".

Mín fyrstu kynni af yndislega ömurlegum kveðskap hans var þegar ég las The Vile Victorians í þeirri ágætu seríu Horrible Histories, þar sem ég kútveltist af hlátri yfir frægasta ljóðinu hans; The Tay Bridge Disaster.

Að sama skapi langar mig mikið að sjá leikritið hans, Jack' O The Cudgel (or The Hero of a Hundred Fights). Þar kemur m.a. þessi dásamlega lína frá kónginum:

“Sir Jack, I give thee land to the value of six hundred marks
In thine own native county of Kent, with beautiful parks
Also beautiful meadows and lovely flowers and trees
Where you can reside and enjoy yourself as you please.”


Kallinn er óttalega tragikómískur en það er hreinlega hættulegt heilsunni að reyna að bæla niður í sér hláturinn þegar verk hans þegar rísa hæst/lægst. Flatneskjan getur verið alveg yfirþyrmandi. Mér varð hugsað til Oscars Wilde, sem hafði þetta að segja um tiltekna sögu Charles Dickens: „One must have a heart of stone to read the death of little Nell without laughing".

Á McGonnagall-síðunni er m.a. hlekkur á grein e. David nokkurn Lister hjá Scotland Correspondent sem skrifar nánar um leikritið og tiltekur nokkur klassísk dæmi um arfaslakan kveðskap Mc Gonnagall, sem ég má til með að deila með ykkur:

Ye sons of Great Britain, I think no shame
To write in praise of brave General Graham!
Whose name will be handed down to posterity without any stigma,
Because, at the battle of El-Teb, he defeated Osman Digna.

Úr The Battle Of El-Teb

Oh! it was a most fearful and beautiful sight,
To see it lashing the water with its tail all its might,
. . . Then the water did descend on the men in the boats,
Which wet their trousers and also their coats.

The Famous Tay Whale

Oh, mighty city of New York, you are wonderful to behold -
Your buildings are magnificent - the truth be it told -
They were the only thing that seemed to arrest my eye,
Because many of them are thirteen storeys high.

Jottings of New York

I must now conclude my lay
By telling the world fearlessly without the least dismay,
That your central girders would not have given way,
At least many sensible men do say,
Had they been supported on each side with buttresses,
At least many sensible men confesses,
For the stronger we our houses do build,
The less chance we have of being killed.

The Tay Bridge Disaster

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.