15. mars - Stríðinu verður að linna
Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur gegn stríði og verður útifundur á Ingófstorgi. Þann dag verða jafnframt liðin 5 ár frá innrás Bandadíkjamanna í Írak. Enn er Ísland í hópi stuðingsþjóða við hernámið í Írak og Afghanistan. Sjá meira á friði.is.
Mér hefur annars þótt afar sorglegt hversu Afghanistan hefur almennt orðið út undan í umræðunni um stríðsrekstur Bandaríkjanna og stuðning ríkisstjórnarinnar við hann. Ég mæli eindregið með því að lesendur horfi á afbragðs heimildamynd John Pilgers: Breaking The Silence: Truth & Lies in the War on Terror. Hún er um 52 mínútur. Sú ágæta síða freedocumentaries.org býður upp á hana og u.þ.b. hundrað aðrar til áhorfs endurgjaldslaust á netinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli