mánudagur, mars 03, 2008

Árið var 1969...



... og Jefferson Airplane lék á Woodstock. Þessi frábæra sveit flytur hér White Rabbit eftir söngkonuna, Grace Slick. Grace Slick tel ég einhverja mögnuðustu söngkonu rokksins og sem heyra má er hún líka afbragðs lagasmiður. Þar fyrir utan var hún forkunnarfögur og heillandi flytjandi.
Það er eins og ég sé að e-u leiti farinn að skilja Lögfræðinginn í Fear And Loathing in Las Vegas, sem lá útúrstónd í baðkarinu og heimtaði að Rael Duke varpaði brauðristinni ofan í baðkarið í hápunkti lagsins. Ég meina, ef maður ætlar að gera svona á annað borð, þá getur maður allt eins gert það með stæl.
...hins vegar er svo sem auðvitað ekkert "töff við það í snöru að hanga", eins og Bubbi sagði, hvað þá að liggja örendur í vatni og eigin úrgangi í baðkari. Þannig að... þúst... do not try this at home. :P

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.