þriðjudagur, mars 04, 2008

Goal Dreams sýnd í Alþjóðahúsinu í kvöld, þriðjudaginn 4. mars

Hvernig getur fótboltalið, sem hefur ekki viðurkennt heimaland, engan stað til að þjálfa á og býr við hörmulegar aðstæður, keppt í knattspyrnu á alþjóðavettvangi? Félagið Íslands-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu. Að þessu sinni verður á boðstólum heimildarmyndin 'Goal Dreams - A Team Like No Other'.
Í myndinni er fylgst með landsliði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið (World Cup) í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. The Palestinian Football Association (PFA) var stofnað árið 1928 og er eitt elsta knattspyrnusamband í Arabaheiminum. Eftir að Alþjóðknattspyrnusambandið FIFA viðurkenndi PFA árið 1998 hefur Palestínska liðið hækkað um 70 sæti á styrkleikalista sambandsins.
Hernám Palestínu hefur þó haft sín áhrif á landsliðið og liðsmenn þess. Í lok síðasta árs urðu möguleikar Palestínu um að komast á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku árið 2010 að engu þegar hernámsyfirvöld neituðu landsliðsönnunum um leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum og Gaza til að leika í undankeppni mótsins í Singapore. Síðan heimildarmyndin var gerð hefur einn liðsmaður liðsins fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna á meðan hús annars hefur verið lagt í rúst.
---------------------------------------------------------
Goal Dreams - A Team Like No Other (86 min)
Þriðjudagurinn 4. mars, klukkan 20.00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis!
---------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------
Vefsíða:

http://www.goaldreams.com/

Um Palestínska landsliðið: http://en.wikipedia.org/wiki/Palestine_national_football_team
---------------------------------------------------------

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.