þriðjudagur, mars 04, 2008

Útifundur á morgun, miðvikudag, vegna Gaza

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á miðvikudag 5. mars kl 12:15 til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd.

Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza.

Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður.

Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína.


Fjölmennum og látum boðin berast!

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.