fimmtudagur, mars 27, 2008

"Die musik fühlt stark in der Brust"

Þessi orð tilheyra Kaspar Hauser (Bruno S.) í þeirri ágætu kvikmynd Werner Herzogs; Jeder für sich und Gott gegn alle, sem ég horfði á rétt í þessu. Mæli með henni við lesendur. Fyrir þá sem ekki skilja þýskuna, myndi þetta útleggjast n.v. sem "tónlistin vekur sterka tilfinningu í brjóstinu". Í eftirminnilegu atriði í myndinni hljómaði hið íðilfagra tónverk Kanon í d dúr eftir Johann Pachelbel, sem hlýtur þann heiður að vera tónverk dagsins og má hlusta á hér.

Hið stórfenglega tónverk Ariel Ramirez, Misa Criolla, hefur líka verið þó nokkuð í spilun hjá mér. Ég mæli með útgáfunni þar sem Mercedes Sosa syngur einsöng. Til að gefa ykkur smjörþef af þeirri plötu er hér annar kafli verksins, Gloria dios. Það er raunar eini hluti verksins sem ég hef fundið á youtube.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.