miðvikudagur, mars 12, 2008

Af hverju þykir þetta fréttnæmt?

Af hverju er verið að reyna að halda áfram að tönnlast á Múhameðsteikningunum, og reyna að mikla mótmælin? Eru skilaboðin einhver önnur en að þessir múslimaterroristabrjálæðingaöfgasnar séu á móti málfrelsinu?
Þetta eru um 100 hræður í borginni Multan í Pakistan sem eru að mótmæla, skv. fréttinni. í Pakistan búa 162. 5 milljónir. M.ö.o. 0.00000062% íbúa Pakistan mótmælti. Sér er nú hver fréttin. 0.000000319% landmanna Íslands stendur reglulega með mótmælaskilti í strætóskýli á Langholtsvegi á degi hverjum án þess að það þyki fréttnæmt. Prósentið nefnist Helgi Hóseasson.

Sagt er í fréttinni að a.m.k. 50 manns hafi látið lífið að undanförnu í mótmælaaðgerðum. Auðvitað er hörmulegt þegar fólk lætur lífið í mótmælum. Það fylgir hins vegar ekki sögunni á hversu löngum tíma þetta muna hafa gerst, hvar það mun hafa gerst, hverjir dóu (mótmælendur eða vandsveinar valdsins) og hverjir drápu hverja. Við erum engu nær um upptökin.
Nema að þessir múslimar eru nottla kreisí, maar.

Til frekari staðfestingar þessa getur fréttin líka þess að heil 0.00000598% fleiri en Helgi mótmæltu í Bangok í Taílandi. 400 af rúmlega 62, 8 milljónum landsmanna.

En ef við miðum við hlutfall í borgarbúa í Bangkok og Reykjavík þá mótmælir 0.0000084% borgarbúa, Helgi Hóseasson, á hverjum degi við Langholtsveg gagnstætt 0.00000637% borgarbúa í Bangkok. Í Bangkok búa rúmlega 8,2 milljónir manns, og mótmæltu 400, í Reykjavík e-ð í kring um 118.000 manns og mótmælir einn reglulega á Langholtsvegi. Hvað áðurefnda Multan í Pakistan varðar búa þar ca. 3083000 manns og 100 mótmæltu. Sumsé 0,00003244% borgarbúa í Multan. Hefur því Helgi vinninginn í báðum tilfellum.

...

Í spilaranum:Blood Red Skies með Judas Priest.

1 ummæli:

Vésteinn sagði...

Helgi er líka maðurinn!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.