þriðjudagur, desember 30, 2008

Gamla árið að líða...

...og ekki úr vegi að benda á óskalista John Pilger fyrir 2009; The good news for 2009, a seasonal wishlist

Lag dagsins: Gamlárspartý með Baggalút


Uppfært 13:16

Og því ekki að láta The Gun með Lou Reed fljóta með líka?

Stöðvið blóðbaðið á Gaza - Yfirlýsing frá FÍP


Hér á eftir fer yfirlýsing samþykkt af stjórn Félagsins Ísland-Palestína sunnudaginn 28. desember. Yfirlýsingin var birt daginn eftir og send til fjölmiðla, stjórnmálaflokka og félagasamtaka.


Grimmdarlegt framferði Ísraelshers gagnvart varnarlausum íbúum herteknu svæðanna á Gaza hefur náð nýju hámarki í fjöldmorðum síðustu daga. Með loftárásum árásarþyrla, orrustu- og sprengjuflugvéla hafa nú þegar 300 manns verið myrtir og árásirnar halda áfram. Um sjö hundruð manns hafa særst og búast má við að tala fallinna og særðra eigi eftir að hækka eftir því sem tekst að grafa fólk upp úr rústum heimila sinna og annarra bygginga. Konur og börn hafa ekki verið undanþegin í þessum grimmilegu árásum. Skortur er á lífsnauðsynjum, lyfjum og lækningatækjum, rafmagni og vatni. Aðstæður þessar sem fara stöðugt versnandi vegna umsáturs Ísraelshers um Gazaströnd gera hjálparstarfi og heilbrigðisþjónustu erfitt fyrir.

Samkvæmt yfirlýsingum ísraelskra ráðamanna er þetta aðeins byrjunin á nokkurra vikna herferð sem hefur lengi verið í undirbúningi og því fráleitt að skella skuldinni á fórnarlambið eins og reynt hefur verið í öðrum yfirlýsingum Ísraelsstjórnar. Heimasmíðaðar Qassam-flaugar andspyrnuhópa sem skotið hefur verið frá Gaza og inn í Ísrael eru tylliástæða fyrir þeim miskunnarlausu fjöldamorðum sem heimurinn horfir nú uppá. Það hafa 1-2 manns fallið á ári fyrir heimasmíðuðu flaugunum sem geta sannarlega valdið hræðslu í þeim byggðum sem þær ná til en eru, í samanburði við ísraelsku vígvélina, lítið meira en máttvana viðbrögð við ofurefli.

Hlé hafði verið í nokkra mánuði á skotum Qassam-flauga þegar gripið var til þeirra aftur i kjölfar árása Ísraelshers á Gaza kosninganóttina sem úrslit urðu kunn í forsetakosningum Bandaríkjanna og augu heimsbyggðarinnar beindust að. Það var einum og hálfum mánuði áður en vopnahléð rann út. Ísraelsstjórn hafði hvorki virt hernaðarhluta vopnahléssins og enn síður þann hluta þess sem átti að vera að aflétta umsátrínu. Þessu vopnahléi var því sjálfhætt.

Það var kaldranalegt að heyra utanríkisráðherra Íslands í Ríkisútvarpinu leggja fórnarlömb stríðsins og árásaraðalann að jöfnu með því að tala um deiluaðila sem báðir beri ábyrgð. Þó hafði hún áður lýst árásum Ísrelshers á Gazasvæðið sem óverjanlegum. Nær hefði verið að lýsa eindreginni samúð og stuðningi við hrjáða íbúa Gazasvæðinsins en helmingur íbúa þess eru flóttafólk sem mátt hefur bíða lausnar á sínum vanda í 60 ár. Íslenskum stjórnvöldum ber að krefjast þess af Ísraelsstjórn að hún láti af árásarstefnu sinni og fjöldamorðum á Gazasvæðinu, ella verði samskiptum við Ísraelsríki slitið þar til stjórnvöld þar í landi sýni vilja í verki til að fara að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna og hætti þegar í stað öllu árásum á palestínska íbúa herteknu svæðanna.

Við krefjumst þess að Ísraelstjórn stöðvi fjöldamorðin á Gaza þegar í stað

Við krefjumst þess að umsátrinu um Gaza verði nú þegar aflétt

Við krefjumst þess að hernámi Ísraels á palestínsku landi linni

Við krefjumst þess að réttur palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar verði virtur

Við krefjumst þess að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur verði virtur í samræmi við alþjóðalög um mannréttindi og mannúð.

Við krefjumst þess að samskiptum við Ísraelsstjórn verði slitið þar til Ísrael lætur af árásarstefnu sinni.
- Stjórn Félagsins Ísland-Palestína

Lag dagsins er hið ágæta It's a Shame með Mugison, af plötunni Mugiboogie. Læt textann fylgja hér, sem Mugi tileinkar baráttu Amnesty International:


Shame..
- on us thinking freedom of speech means
you can act like bitch
- on hope, a dangerous word, cause it can
take you beyond your reach
- on the Israelis for building that
ridiculous wall
- on us the fortunate ones for feeling so small
- on sexual terror against women, no matter
the excuse stop the abuse
- being so numb on all that suffering - just
try to put yourself in their shoes

Don't let those suckers play that game
doing bad things in your name
they want to try
to kill ... and then cry

Don't let them drag you into shame
doing bad things in your name
cause they want to try
to kill ... and then cry

Shame..
- on Americans for not being responsible for
the things they do
on the fundamentalists for not admitting
they really don't have a clue
- on those who promote fear and insecurity
just to stay in power
- on those killing in the name of humanity -
man you're a coward
- on the economy that's driving this world -
for it's fueled by slaves
- on those making weapons not realizing -
they're really digging somebody's grave

Don't let those suckers play that game
doing bad things in your name
they wanna try
to kill ... and then cry

Don't let them drag you into shame
doing bad things in your name
cause they wanna try
to kill ... and then cry


Ef þið eigið ekki plötuna, þá mæli ég með henni. Hún er æðisleg.

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16



Kröfur dagsins eru:
Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ræðumenn verða:
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Ögmundur Jónasson, alþingismaður
Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur



Fundarstjóri:
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands



Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka
Fjölmennum! Sendum áfram á fjölskyldu & vini!

Látum erindið berast á Facebook.

sunnudagur, desember 28, 2008

Letter from Gaza

er mögnuð smásaga í bréfsformi eftir palestínska skáldið Ghassan Kanafani sem ég las fyrir nokkrum árum í smásagnasafninu hans; Men in the Sun og snart mig djúpt. Hún skírskotar því miður jafn mikið til dagsins í dag og þess tíma þegar hún var rituð, 1956. Þið getið lesið hana hér.

Af stríðinu á Gaza

They are bringing out the dead now
It's been a strange, strange day

--Nick Cave, Messiah Ward

It's Alright Ma (I'm Only Bleeding)
-- Bob Dylan


"Óverjandi aðgerðir" segir Ingibjörg Sólrún í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneytinu um hernað Ísraelshers á Gaza.

Nú þykir mér fagnarefni í sjálfu sér að Ingibjörg Sólrún fordæmi árásirnar. Það geri ég líka. Ég verð þó að spyrja: Er von að Hamas "segi sig frá vopnahléi" þegar Ísraelar virða það ekki?
Þvílíkur hryllingur. Hátt í 300 manns manns drepnir og 700 særðir á Gaza á EINUM SÓLARHRING. Eftir því sem kyrkingarólin er hert á Gaza mun róttækum öflum aðeins vaxa ásmegin. Með þessu áframhaldi munu aðeins fleiri falla á Gaza og Sderot í nágrenni.
Þó verður að segjast eins og er að enn hefur einn fallið af völdum eldflaugar versus 200 á einum degi á Gaza. Hlutföllin eru ekki sambærileg hjá andspyrnunni og hernámsliðinu. Að því sögðu myndi ég ekki óska neinum slíks, hvorki því sem fólkið á Gaza þarf að þola né í Sderot og nágrenni. Við myndum ekki vilja búa við hættu af eldflaugum, að vera drepin eða að húsunum okkar væri rústað eða einhverra sem við þekktum. Það sama má segja um fólkið á Gaza. Við myndum ekki vilja búa innikróuð í herkví, svipt nauðsynjum á borð við fullt og óheft aðgengi að vatni, rafmagni og matvælum og sæta sífelldum loft-og landárásum af hendi hernámsliðsins.
Það þarf vopnahlé en það þarf líka einbeittan friðarvilja, alvöru umræður en ekki innihaldslaust hjal. Það þarf að afnema hernámið, Palestínumenn þurfa að fá landsvæði fyrir sjálfstætt og lífvænlegt Palestínuríki (landamærin '67 eru lágmark, engin hreyfing Palestínumanna gæti farið fram á minna, Hamas hafa lýst sig reiðubúna að fallast á þau), nú, eða að allt landið væri eitt ríki þar sem allir væru jafn réttháir, leggja þarf niður landtökubyggðir og það þarf að virða rétt palestínskra flóttamanna.

Hér er yfirlýsing frá ísraelsku friðarsamtökunum Gush Shalom:

Bloodshed and suffering on both sides of the border could have been avoided.

It is possible to return immediately to the ceasefire, make it stronger and firmer.

The war in Gaza, the bloodshed, killing, destruction and suffering on both sides of the border are the vicious folly of a bankrupt government. A government which let itself be dragged by adventurous officers and cheap nationalist demagoguery, dragged into a destructive and unnecessary war which will bring no solution to any problem – neither to the communities of southern Israel under the rain of missiles nor to the terrible poverty and suffering of besieged Gaza.

On the day after the war the same problems will remain; with the addition of many bereaved families, wounded people crippled for life, and piles of rubble and destruction.

The escalation towards war could and should have been avoided. It was the State of Israel which broke the truce, in the ‘ticking tunnel’ raid on the night of the US elections two months ago. Since then the army went on stoking the fires of escalation with calculated raids and killings, whenever the shooting of missiles on Israel decreased.

The cycle of bloodshed could and should be broken. The ceasefire can be restored immediately, and on firmer foundations. It is the right of Israel to demand a complete end to shooting on its territory and citizens – but it must stop all attacks from its side, end completely the siege and starvation of Gaza’s million and half inhabitants, and stop interfering with the Palestinians’ right to choose their own leaders.

Ehud Barak’s declaration that he is stopping the elections campaign in order to concentrate on the Gaza offensive is a joke. The war in Gaza is itself Barak’s elections campaign, a cynical attempt to buy votes with the blood and suffering in Netivot and Sderot, Gaza and Beit Hanun. Also so-called peace seekers such as Amos Oz s who give this offensive their support and encouragement could not afterwards shrug off responsibility.


Palestínskar mannréttindahreyfingar fordæma einnig árásirnar

Uri Avnery, friðaraktívisti og meðstofnandi Gush Shalom skrifar stórgóða grein um frambjóðendurna í kosningunum til ísraelska þingsins, Knesset, hvað sameinar þá og hvað skilur að; Spot the Difference.

Lag dagsins: Messiah Ward með Nick Cave and The Bad Seeds af plötunni Abbatoir Blues, fyrri plötu tvíleiksins Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus.

Ljóðskáldið Adrian Mitchell lést nýlega og ég held að ég mnui rétt að við höfum lesið eitthvað eftir hann í ensku, að hann hafi verið eitt af mörgum beat-skáldum sem við lásum. Ég fann upplestur hans á hinu magnaða ljóði sínu "To whom it may concern" á netinu, fannst það í senn kunnuglegt og sýnist það eiga jafn vel við í dag og þá, í raun tel ég að það mætti eins skipta orðinu "Vietnam" út fyrir hvaða svæði sem er þar sem stríðsátök eiga sér stað:

Svipmynd úr Þorláksmessusöfnun

Klukkan er e-ð milli 17 og 18:00 á Þorláksmessu, ég er í neyðarsöfnun fyrir Palestínu ásamt 2 félögum. Kona nokkur kemur að og lítur yfir varninginn.

Kona (fýlulega): Hvað eruð þið að gera?
Við: Við erum safna til styrktar hjálparstarfi í Palestínu, og erum með margvíslegan varning í boði ( tökum fram einn kassann), þessi sápa hérna hefur t.a.m. verið að seljast mest hjá okkur, framleidd í flóttamannabúðum í Nablus á Vesturbakkanum, lyktar mjög vel og góð fyrir húðina...
Konan bíður þess ekki að við klárum setninguna heldur gengur burt án þess að kveðja og skilur okkur eftir hálf hvumsa.
Ég: Það var aldeilis að þessi strunsaði burt.
Hin jánka.
Þögn.

Ég: Hún var áreiðanlega zíonisti.


Blessunarlega skilst mér að það hafni safnast ágætlega þetta kvöld. Ekki veitir nú af.

föstudagur, desember 26, 2008

"But aren't we forgetting the true meaning of Christmas? The Birth og Santa?" -- Bart Simpson

Ég fór að spá í það hversu auðveldara er fyrir börn að trúa á jólasveininn en Jesú. Fyrir það fyrsta hafa þau SÉÐ jólasveininn/sveinana. Það hjálpar svona pínulítið með trúverðugleikan. Í öðru lagi eru það kostirnir og gallarnir. Jesú vill að maður sé góður og trúi á hann, og mér sýnist sveinki vilja það líka. Jesús lofar þeim himnasælu sem taka á móti fagnaðarerindunu og haga sér vel, en vantrúum og syndurum verður kastað í brennandi loga helvítis hvaðan óma grátur og gnístan tanna. Jesú var aldrei sérlega materealískur nema síður væri. Jólaveininn hins vegar móti sælgæti og leikföngum, þó ekki geti hann toppað Jesú með himavistina. Aftur á móti er versta refsing jólasveinsins (allav. Santa Claus) að gefa ekki gjöf.
Staðan er því sú að ef barnið trúir á Jesú getur það mögulega grætt meira en frá jólasveininum. Kúrfan rís þar hærra hjá Sússa. Geri það það hins vegar ekki er það í djúpum skít, eða réttara sagt logum. Kúrfan myndi þá vísa niður. Á hinn bóginn þá versnar staða barnsins ekki við að fá ekki gjafir. Það heldur s.s. þvert á móti bara áfram á sömu beinu línunni á kúrfunni; óbreytt ástand, hefur hvorki meira né minna í höndunum en það hafði fyrir. Myndi ég því telja að það væri heilladrýgra að trúa á Sveinka. Maður hefur engu að tapa, en mögulega eitthvað að vinna.
Á hinn bóginn hafa íslensku jólaveinarnir auðvitað barnaát á ferilsskránni, þó þeir séu mögulega óvirkar barnaætur núna. Það er samt aldrei að vita nema að þeim taki að hungra til muna í kreppunni.

Þá nýfæddur Sveinki í jötunni lá
á jólunum fyrstu, það var dýrlegt að sjá
þá sveimuðu hreindýr á himninum hans
því hann var hér fæddur í líkingu manns

Harold Pinter

Leiðinlegt þykir mér að lesa í fréttum að Harold Pinter sé látinn, á sjálfan aðfangadag, þó hann hafi vissulega náð háum aldri. Ég hef hvorki lesið né séð verk hans ennþá en Nóbelsræða hans, Art, Truth & Politics er mögnuð og að mínu mati skyldulesning.
Fari hann í friði.

fimmtudagur, desember 25, 2008

Gleðileg jól! :)

Mr. Garrison er alveg með þetta á hreinu

Í jólatiltektinni og svo sem bara yfirleitt er maður endalaust að reyna að finna rúm fyrir allt draslið sitt (ah, lúxusvandamál, hvar værum við án þeirra?). Þannig er mín reynsla alla vega. Hvað þá þegar nýtt bætist við. Ég samsama mig því mjög með þessu uppistandi meistara George Carlin:


og örfá orð um jólin:


Ég gæti svo eflaust skrifað langa ritgerð um hvers vegna George Carlin rokkar og hvers vegna Fox sýgur apa (allav.sem "fréttastöð, Simpsons var nú líka á Fox (og Fox var þá iðulega skotspónn húmorsins í Simpsons) en maður veit varla hvar maður ætti að byrja. Ætli sé ekki bara best að leyfa dæmunum að tala sínu máli.

Og megi fulltrúum NBC svelgjast á jólaölinu fyrir að láta taka Gumby Christmas Special með Eddie Murphy niður af youtube. Hnuss.

mánudagur, desember 22, 2008

Óskalisti og hjálparstarf

Uppfærði óskalistann minn frá því í fyrra og uppfæri áfram þegar mér dettur e-ð sniðugt í hug, þúst ef einhvern langar e-n tíma að gefa mér e-ð út af því hvað ég er ýktzó ógisslega frábó.

...

Ég minni á Þorláksmessusölu Íslands-Palestínu, sem verður á horni Laugarvegs og Klapparstígs. Þar verður til sölu ýmis varningur frá og tengdur Palestínu, svo sem ólífuolíusápa frá Nablus, keffiyeh klútar, hljómdiskurinn Frjáls Palestína o.fl. Ágóði rennur til hjálparstarfs á herteknu svæðunum. Síðustu ár hefur virkilega góð stemmning myndast kringum söluna og mikið fé safnast. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf og núna og það munar um allt.

Það myndi gleðja mig lang mest ef þið styðjið e-ð hjálparstarf, finnið ykkur e-ð gott málefni. Af nógu er að taka. Rauði krossinn, Amnesty, gefa blóð (það bráðvantar núna) o.s.fr.v. eða eins og segir í einkunarorðum Amnesty: Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.

...

Hér er lag í anda hátíðanna: Christmas Carol með Tom Lehrer.
Seinna lag dagsins er Old Shoes (& Picture Postcards) með Tom Waits, af fyrstu plötunni hans, Closing Time.

laugardagur, desember 20, 2008

Gott stöff

Það er til margt leiðinlegra en að lesa Stardust eftir Neil Gaiman og vera með góða tónlist á fóninum, en sem stendur er það Mother með Pink Floyd af plötunni The Wall, mögnuð tónleikaupptaka frá 1980:



Ég minni aðdáendur góðrar tónlistar og stuðs á að Andrea Jónsdóttir plötusnúðast á Ellefunni í kvöld.

fimmtudagur, desember 18, 2008

Mutha Uckers

... með Flight of the Conchords er lag dagsins að þessu sinni:

miðvikudagur, desember 17, 2008

Piparsveinasamloka Einars

Hráefni:

Ostur
Kjötálegg
Eðalsteik- og grillkrydd
4 brauðsneiðar
smjör
8 tómatsneiðar

1.Smyrjið tvær brauðsneiðar
2.Fattið að kjötáleggið er búið
3.Smyrjið 6 oststeiðum á hvora smurðu sneiðina fyrir sig
4.Fattið að tómaturinn er orðinn skemmdur
5. Hendið tómatnum
6.Fattið að grillkryddið er líka búið
7.Takið kryddið næst ykkur, kryddið vel sneiðarnar með því og vonið það besta. Reynist vera töfrakrydd, ég var heppinn.
8.Skellið vænum slurki af ítalskri hvítlauksblöndu út á
9. Brennið blöðruna á vinstri hendi ykkar á helvítis kryddinu
10. Öskrið af sársauka
11.Þvoið ykkur vandlega um hendurnar og þurkið
12.Setjið hinar brauðsneiðarnar ofan á þær smurðu, skellið í samlokugrill og grillið uns osturinn er vel bráðnaður
13. Brennið við brauðið því þið voruð að blogga um þetta og höfðuð grillið á of miklum hita
14. Takið úr grillinu, slökkvið á grillinu, látið á disk og borðið þetta bara samt, utan að fleygja kolviðbrenndri skorpunni.

Verði ykkur að góðu.

Ég sé ekki eftir neinu, geri hlutina á minn hátt og kaupi mér fokking bimma

Það vakti stækan viðbjóð hjá mér um daginn að heyra Non, Je Ne Regrette Rien ("Nei, ég sé ekki eftir neinu") með Edith Piaf notað í auglýsingu, fyrir bíla, minnir mig. Það er einmitt vegna þess hversu mikið ég held upp á lagið og söngkonuna, þetta lag sem endurspeglaði svo uppgjör söngvarans við líf sitt og var svo lýsandi og "súmmeríserandi", á svipaðan hátt og My Way var fyrir Frank Sinatra.
Djíses kræst, er ekkert heilagt lengur eða hvað? Var ekki nóg að hafa Rass og Megas í auglýsingu? Ef ég gæti sett boðorð þá yrði þetta eitt þeirra: "Þér skuluð ekki leggja tónlistarperlur við hégóma." og að veiðileyfi yrði sett á þá sem framkvæmdu slíka svívirðu. Látum vera með Megas og Rass sem sjálfir gældu við gullkálfinn, en þetta finnst mér vera argasta móðgun við minningu söngkonunnar og finnst mér að auglýsendurnir mættu skammast sín, draga auglýsinguna til baka og biðjast opinberlega afsökunar. Fyrir mér er þetta ekki svo mikið spurning um lög heldur siðferði og drengskap, hvort fólk hefur snefil af manndómi í sér.

Uppfært 18. desember kl. 21:15
Í gær sá ég svo Garúnar-Garúnar-senuna úr Djáknanum á Myrká notaða í auglýsingu, sem ég gat ekki séð að tengdist sögunni vitundar ögn.
Nú bíð ég þess bara að heyra "Móðir mín í kví kví" í bleyjuauglýsingu.

mánudagur, desember 15, 2008

Allir vildu Lilju kveðið hafa

Verst að hann hitti ekki.

...

Ég held líka að allir hefðu viljað kveða þessa Lilju, en hún er jafnframt lag dagsins:

sunnudagur, desember 14, 2008

Viðbjóður og eðalstöff

Landspítalafæðið fær mig til að hugsa til þessa atriðis úr Fóstbræðrum:



Lög dagsins: Big River með Johhny Cash:


og Road To Nowhere með Talking Heads:



Engin verðlaun eru veitt fyrir að giska á hvað mér þykir viðbjóður og hvað eðalstöff.

laugardagur, desember 13, 2008

"Það koma vonandi jól"

Nýja aðventulagið með Baggalúti er frábært. Þessir drengir eru snillingar.

Það sama má segja um aðventulagið þeirra frá 2006, en það hefur verið í mikilli spilun hjá mér; Sagan af Jesúsi:

föstudagur, desember 12, 2008

Heillaóskir

Ég óska Herdísi Egilsdóttur innilega til hamingju með Menningarverðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún var umsjónarkennarinn minn í Ísaksskóla, hún er einhver besti kennari sem ég hef átt og yndisleg manneskja að auki.
Sömuleiðis óska ég Andreu Jónsdóttur innilega til hamingju með Bjarkarlaufið. Andrea, þú ert æði. :)

Loks óska ég Evu norn til hamingju með frækilega frammistöðu í særingum og útburði, formælingar Gunnars í Krossinum og fyrir að vera almennt sá töffari sem hún er.
Meistarinn og Margaríta er annars æðisleg bók sem allir ættu að lesa.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Somebody up there likes me.




Já, sæll! Nú erum við að tala saman!
Jútjúb, ég elska þig.

miðvikudagur, desember 10, 2008

The party goes on

Magnað hvað þetta Fóstbræðramyndband getur verið táknrænt fyrir efnahagsundrið:

Og talandi það, þá mæli ég með nýju bókinni hans Hugleiks Dagssonar; Eineigði kötturinn Kisi og ástandið.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Enter Santa...

Sum jólalög finnst mér býsna óhugnarleg. Santa Claus is Coming to Town er meðal þeirra. Skelli textanum hér:


You better watch out
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
He's making a list
And checking it twice;
Gonna find out Who's naughty and nice
Santa Claus is coming to town
He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake
He knows if you've been bad or good
So be good for goodness sake!
O! You better watch out!
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
Santa Claus is coming to town


Strax frá upphafi er textinn krípí: "You better watch out
You better not cry..."
"He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake..."
"...be good for goodness sake"!
Or else...
Ímyndið ykkur svo mjóróma telpurödd syngja þetta hægta capella (ef hryllingsmyndir hafa kennt mér eitthvað, þá er það hversu litlir krakkar og gamalt fólk geta verið krípí).

Mér finnst hér komið tilvalið efni fyrir Stephen King. Er þetta ekki farið minna óþægilega mikið á þessa tvo kumpána?





Og ef þetta snýst um að maður verði að vera góður eða að maður fái á baukinn, þá er þetta farið að minna á Drottinn allsherjar (eða ætti ég að segja allsHELJAR?) þegar hann er í mesta blóðþorstaskapinu og lætur rigna eldi brennisteini og halakörtum.
Eins og Samuel L. Jackson minnir okkur á:


Að maður minnist ekki á tilhugsunina um að hleypa gömlu skrautkprýddu hálftrölli (sem á minnst tólf sams konar systkini) með barnaát á sakarskrá og á framfæri virkar barnaætu og forynju (sbr. færslu mína Jólasveinar: Barnagælur og -fælur frá 2005), sem býður börnum að tylla sér á kné sitt og býður þeim leikföng og nammi nálægt börnunum sínum.
Hvað þá þegar viðkomandi er sagður bera nafn sem lýsi persónu hans vel og nafnið getur m.a. verið Giljagaur, Gluggagægir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Faldafeykir og Flórsleikir.

Ég verð hreinlega að spyrja: Er ég of dómharður? Eru jólasveinarnir kannski búnir að gjalda skuld sína við samfélagið? Mynduð þið t.d. hleypa börnunum ykkar nálægt þess konar gaur?




Err, never mind I asked. You freaky old bastards, you.

Lög dagsins:
Enter Sandman með Metallica

Dream Warriors með Dokken


og Tupelo með Nick Cave & The Bad Seeds

mánudagur, desember 08, 2008

Þá er ég á leið aftur í Læjartún að passa. Arnar er erlendis og hafði tölvuna meðferðis. Ég er að spá að taka mér Davíð Oddsson til fyrirmyndar og gefa út smásagnasafnið "Nokkrir góðir dagar án internetsins".

Lög dagsins: Scarborough Fair og Sounds of Silence með Simon and Garfunkel.

sunnudagur, desember 07, 2008

Hetjan mín

Ástkær amma mín, tónskáldið Jórunn Viðar, er níræð í dag. Í gær fór ég ásamt familíunni á forsýningu heimildamyndar um hana “Orðið tónlist” eftir Ara Alexander Ergis í Listasafninu. Yndisleg mynd, rétt eins og amma sjálf, sem snart mig djúpt. Myndin verður sýnd í sjónvarpinu núna í desember. Eftir það var teiti á Hólatorgi þar sem amma hélt algjörlega uppi fjörinu, lék á píanóið og við sungum og dönsuðum. Dásamlegt kvöld. Amma er alveg ótrúleg kona. :)
Í dag fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem heiðraði ömmu með flutningi á balletverki hennar, Eldi og flutti auk þess fyrstu sinfóníu Mahlers. Ég þakka aðstandendum fyrir frábæra tónleika.
Ég er alsæll og er satt að segja að rifna úr stolti. Ég óska þér enn og aftur til hamingju með afmælið, elsku besta amma mín. Mä du leva i hundrada är¨! :)

...

Amma deilir afmælisdegi með öðrum tónlistarmanni sem er í miklum metum hjá mér; Tom Waits. Skelli hér myndbandi þar sem hann tekur Cold Cold Ground af eðalplötunni Franks Wild Years á tónleikum:

...

Sjálfur Herra Rokk Íslands, Rúnar Júlíusson er látinn, og þykir mér missir af. Hann var í miklum metum hjá mér, ljómandi tónlistarmaður, drengur góður, sterkur persónuleiki og töffari með meiru.

Bill Maher þýðir rapp fyrir hvíta:


Smut með Tom Lehrer
.

og Who's Next

miðvikudagur, desember 03, 2008

Lag dagsins: Fool For Love með Sandy Rogers, sem hljómaði í kvikmyndinni Reservoir Dogs (uppáhalds Tarantino-mynd Andaktungsins, en ég eignaðist einmitt sándtrakkið um daginn).

Kl. 3 tek ég rútuna til Selfoss og fer þaðan í Lækjartún að passa frændsystkini mín. Gisti að öllum líkindum, býst við að vera kominn í bæinn seinni partinn á morgun.

Er sem stendur að lesa Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut. Hún er góð.

þriðjudagur, desember 02, 2008

Hugleiðing um tungumál og kreppu

Gleðilegan nýliðinn fullveldisdag. Vonandi að það megi lifa áfram en verði ekki skellt á E-bay, sem mér virðist eiginlega vera stefnan núna.

Eitt þykir mér jákvætt við kreppuna, og það er hvernig áður sjaldheyrð orð verða nú algengari í daglegu tali. Orð á borð við "auðvald", "öreigar", borgarastétt", "arðrán", "stéttaskipting/barátta", "bylting", "kapítal", "proletariat" os.frv.
Í gær sat ég í Háskólatorgi og heyrði mann á næsta borði mæla þessi fleygu orð "Lýðræðið lýtur fána auðvaldsins".
Það þótti mér fallegt.

Ég fékk annars ærlegan kreppufíling í gær þar sem ég beið dúðaður í biðröð eftir að vera skömmtuð súpa (reyndar inni á Háskólatorgi, en hey!).

mánudagur, desember 01, 2008

Lag dagsins: You'll Never Walk Alone með Frank Sinatra.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.