sunnudagur, apríl 30, 2006

Eftir próf tel ég líklegt að ég muni snúa mér eitthvað að bóklestri, mér til ánægju fróðleiks og yndisauka. Liestinn yfir þær bækur sem mig langar að lesa er gríðarlangur, og nokkuð auðsýnt að ég muni ekki komast yfir hann allan á þessu ári, heldur muni ég þurfa að velja og hafna. Svo margar bækur, svo lítill tími, eins og vinkona móður minnar orðaði það.
Það er til dæmis ekki loku fyrir það skotið að Heljarslóðaorrusta Benedikts Gröndal verði fyrir valinu. Ég hef ekki lesið hana enn, en gluggað í hana, og er hún í senn bráðskemmtileg og fyndin og skrifuð af stakri stílsnilld. Skopriddarasaga, þar sem Gröndal blandar skemmtilega saman kjarnyrtu máli fornsagnanna,viðamiklum lýsingum, afkáraleik, alþýðleik og ýkjum, raunveruleika og ævintýri að ólgeymdum hinum óborganlega húmor sem hann hefur. Gröndal hefur orrustuna við Solferino milli Frakka og Þjóðverja sem efnivið. Hér er til dæmis samtal Napóleons III við sagnfræðinginn Thiers þegar Napóleon er að gera sig tilbúinn að herja:

Keisarahjónin mættu Thiers í garðinum. Thiers var með fyrsta bindið af uppreistarsögunni og var ófrýnilegr í bragði, því hann hafði fundið prentvillu í bókinni, le fyrir de, og þótti illt, ef mönnum skyldi detta í hug að bera uppreistarsöguna sína saman við Þjóðólf.
„Kondu sæll Thiers,“ sagði Napóleon.
„Komið þær sælir, Napóleon minn,“ sagði Thiers.
„Nú, hvurnin lízt þér á mig núna,“ sagði Napóleon
„Vel,“ sagði Thiers.
„Eru ekki all-hermannleg vopnin mín,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Er þetta ekki fallegr skjöldr,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Hvurnin þykir þér ljónið málað á hann? Er ekki vinstri fótrinn á því nokkuð stuttr?“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
Er ekki þetta laglegt spjót,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Eru ekki rosabullurnar mínar vígamannligar,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Er ekki brynjan mín liðleg?“
„Jú,“ sagði Thiers.„Svo hef jeg helvíta mikla duggarapeisu af Ófeigi í Fjalli innanundir, sem Þjóðólfr hefir gefið mér,“ sagði Napóleon.
„Það er svo,“ sagði Thiers.
„Jeg held jeg verði ekki votr í þessar peisu,“ sagði Napóleon.
„So,“ sagði Thiers.
„Nú, hvaða andskoti ertu fúll, Thiers,“ sagði Napóleon.
„Á,“ sagði Thiers.
„Já, þú svarar ekki nema tómum einsatkvæðisorðum“ sagði Napóleon.
„Hm“ sagði Thiers.
„Hvurnin heldrðu þetta fari allt saman,“ sagði Napóleon.
„Jeg veit ekki,“ sagði Thiers.
„Jæja, vertu nú sæll Thiers,“ sagði Napóleon.
„Verið þér sælir, Napóleon minn,“ sagði Thiers.

ME MISERUM EVGEPE


Nógu er það leiðinlegt að hanga yfir bókmenntafræðinni í blíðskaparviðri og eiga erfitt með að halda sig að verki, en þegar maður hefur ekki einu sinni pening á sér fyrireinum skitnum kaffibolla í Odda fer að sjóða á katlinum. Það er einungis sjálfsali núna, svo ég get ekki nýtt mér kaffikortið mitt.Fari það í kolbölvaðjóðbullandiandskotanshoppandiheitastahelvíti!
Ég finn illilega fyrir fráhvarfseinkennunum. Djöfull þarf ég á koffeini að halda...

Um daginn heyrði ég eftirfarandi frétt í Ríkisútvarpinu, sem mér þótti nokkuð sláandi:
OPINBER RANNSÓKN HEFUR SÝNT FRAM Á AÐ AL-QAEDA KOM HVERGI NÆRRI SPRENGJUÁRÁSINNI Í LONDON.
Þetta er dálítið annað en fullyrðingar stjórnmálamanna og fjölmiðla um að þeir hefðu sannanir fyrir aðild al-Qaeda að sprengjuárásinni. Þar var hæst flaggað myndbandi sem birtist á internetinu, þar sem liðsmaður al-Qaeda átti að hafa lýsti ábyrgðinni á árásinni á hendur samtakanna, og var það notað sem heilögar vitnisburður um aðild samtakanna að ódæðinu. Hættan við al-Quaida var svo fullkomin réttlæting þess að eftirlit með íbúum var snaraukið, borgaraleg réttindi skert og alið á tortryggni í garð náungans. Var þá myndbandið falsað? Var þetta þá allt saman blöff?
Það setur óneitanlega að manni óhug við slíka frétt, þó að maður hafi haft sínar grunsemdnir að mögulega væri ekki allt með felldu. Ef maður getur ekki treyst þessu myndbandi, hvaða myndböndum, hjóðupptökum eða yfirlýsingum getur maður treyst? Hvaða „sönnunum“ eða „grumsemdum“ „sérfræðinga“ og öðrum fullyrðingum getur maður treyst, sérstaklega í þeim tilvikum þegar heimildamenn eru ekki nefndir? Hverju getur maður yfirleitt treyst? Hvað annað er þá blöff, hverjir blöffa og hvers vegna? Qui bono? Og skyldu svo ófalsaðar upptökur eða yfirlýsingar rata til okkar, hvernig ættum við þá að þekkja sannleikann frá lyginni? Við erum kominn í stöðu fólksins sem heyrði strákinn hrópa „úlfur, úlfur“! Hvernig eigum við að greina sannleikann frá lyginni?

Eftirfarandi frétt þykir mér hins vegar mikið fagnaðarefni, sem blæs manni sannarlega kappi í brjóst: HUNDRUÐIR ÞÚSUNDA FYLKTU LIÐI Á MANHATTAN Í GÆR TIL AÐ MÓTMÆLA HERNAÐI BANDARÍKJASTJÓRNAR Í ÍRAK, KREFJAST ÞESS AÐ HERINN YRÐI KALLAÐUR HEIM OG FORDÆMA ÁFORM UM STRÍÐ GEGN ÍRAN

laugardagur, apríl 29, 2006

Það styttist í að The Stooges komi. Undirritaður fer að sjálfsögðu á þá tónleika og iðar í skinninu. Það styttist raunar líka í bókemnntafræðipróf hjá undirrituðum (daginn eftir tónleikana), og iðar undirritaður ekki eins í skinninu eftir því, nema ef ske kynni af nokkru stressi, sem undirritaður reynir að tempra. Undirritaður hefði hins vegar svo sannarlega ekki viljað missa af þessum tónleikum. Annars er tvísýnt hversu mikinn munað undirritaður lætur annars eftir sér þar til eftir próf, en hyggst hann sletta ærlega úr klaufunum á tónleikunum. Undirritaður tók sér smá hvíld í gær eftir prófið í fílunni, hvárt hann telur að honum hafi gengið vel í, brá sér í sund, snæddi með ömmu og bróður og fór á kaffi- og öldurhús með Dodda. Undirritaður þarf hins vegar all nokkuð að truntast til að halda á spöðunum næstu daga.
Óþreyjufullum Iggy-aðdáendum bendi ég á þetta myndband, tvö lög, TV Eye og 1970, frá gömlum tónleikum kappanna, þar sem þeir fara hamförum.

Undirritaður vonar einnig að Stooges taki nokkur sólólög Iggys, þá er honum lagið The Passenger, af plötunni The Idiot efst í huga. Það er lag dagsins.
Undirritaður varpar textanum hér:

The Passenger

I am the passenger and I ride and I ride
I ride through the city's backsides
I see the stars come out of the sky
Yeah, the bright and hollow sky
You know it looks so good tonight

I am the passenger
I stay under glass
I look through my window so bright
I see the stars come out tonight
I see the bright and hollow sky
Over the city's ripped backsides
And everything looks good tonight
Singing la la la la la.. lala la la, la la la la.. lala la la etc

Get into the car
We'll be the passenger
We'll ride through the city tonight
We'll see the city's ripped backsides
We'll see the bright and hollow sky
We'll see the stars that shine so bright
Stars made for us tonight

Oh, the passenger
How, how he rides
Oh, the passenger
He rides and he rides
He looks through his window
What does he see?
He sees the sign and hollow sky
He sees the stars come out tonight
He sees the city's ripped backsides
He sees the winding ocean drive

Álelújá


Áhugaverða mynd má finna á forsíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn. Fréttin sem henni fylgir er um að síðasti hluti stálvirkis kerskála fyrir verksmiðjuna á Reyðarfirði sé kominn á sinn stað. Á myndinni, sem tekin er af stálvirkinu á þann hátt að litið er upp á það, sést stálvirkið rísa í tign og mikilfengleik eins og Artemishofið í himinnblámanum. Hópur starfsmanna er samankomninn í bljúgri bæn fyrir framan, starfmenninir eru klæddir í appelsínugulan og gulan einkennisklæðnað, snúa baki í lesandann og horfa á helgidýrðina sem teygir sig til himins, uppfullir af andakt, svo ætla mætti að þar væri á ferð hópur tíbetskra meinlætamunka.

...Fólk er hér þægilegt og beint áfram, og mjög lítið um ósiði, kvenfókið hefur hér engin brjóst, sem ekki heldur þarf, því hér fæðast engin börn, heldur kvikna börnin eins og maðkar í moldu; karlmenn ganga allsberir á veturna, nema með kýl, en í loðfeldum, ljónshúðum og pardusskinnum á sumrin, og hafa kylfu í hendi, sem er vætt í brennivíni í toppinum. Hér er aldrei miðvikudagur, heldur hleypur tíminn yfir þann dag, svo þá er ekkert, klukkan er hér aldrei tólf, heldur alltaf eitt. Hér kyssir maður allt kvenfólk við hvern punkt í ræðuni, þegar maður talar við það; klappar þeim á hægri kinnina við hvern semikolon og faðmar þær við hverja kommu; þegar exclamationsteiknin koma fyrir, þá má maður gera við þær, hvað sem maður vill. Hér er dagurinn svartur á kviðnum en grænn á bakinu; á sumrin er snjóaður himinn á nóttunni, en alstirnd jörðin; allt vín rennur hér upp í móti svo glösin eru alltaf á hvolfi. Láti maður gull í ána Rín, þá verður allt að Brynhildarkviðum, en ávextirnir á eplatrjánum eru hér tómir biblíukjarnar. Kvenfólk tekur hér allt í nefið, en karlmennirnir upp í sig. Magnús Grímsson er hér aldrei nefndur, en allt fólk grætur yfir honum klukkan háfsjö á morgnana...
-- úr bréfi Benedikts Gröndal til Eiríks Magnússonar, dagsettu 30. ágúst 1858. Þá dvaldist Gröndal í klaustri í þorpinu Kevealer í Þýskalandi.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Gasp! Mikið kemur þetta á óvart!

Djöfull HATA ég að finna ekki plástra, þegar þeir eru ekki á sínum stað eða ekki til. Og ég bý fjandakornið á læknaheimili!
Raunar er líka pirrandi hvað það getur verið mikið vesen að opna plástrana þegar þeir ERU til. Það síðasta sem maður þarf á að halda, ef fossblæðir úr fingrum manns (raunar er það blessunarlega fjarri því núna) er að þurfa að vera rembast við að pilla e-ð helvítis bréf sem er auk þess svo þétt upp við plásturinn að oftast er hætta að maður rífi hann í leiðinni.



-- Khalil Bendib. Sjá meira á www.bendib.com

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Krossferð

með herópið úr krossferð rauða hersins
hóf vængbrotin farfuglahreyfing
steinaldarárás á ríkisvaldið

eftir herferð rauða krossins
varð jarðarför ferðafélagsins
að kröfugöngu verkalýðsins

en á varðbergi við hrafnaþing
hvíta hússins biðu grímumenn
þarfasta þjónsins með táragas


-- Jónas E. Svafár, Geislavirk tungl (1957), einnig í ljóðasafninu Klettabelti fjallkonunnar (1968)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

And Socrates himself is particularly missed...
Hugleiðingar um próflestur í Heimspekilegum Forspjallsvísindum og grein George Orwell



Áfram truntast ég í fílunni. Próf á föstudaginn. Getað ekki neitað því að ég er dulítið stressaður. Hefði átt að hefja lestur mun fyrr en ég gerði.
Það get ég sagt um Schleiermacher, að þetta er alla vega ekki nafn sem maður gleymir auðveldlega. Ekki fremur en Elí Áni, Járbrá, Ína Þöll eða Hnöll Dögg Mjöll.
Textarnir eru upp og ofan. Róbert kann að setja skýrt og skilmerkilega fram, jafnvel skemmtilega, en það sama verður ekki alltaf sagt um erlendu greinarnar. Vill stundum verða bölvaður vaðall. Sumir virðast velta sér upp úr ekki neinu (t.d. efahyggjumenn margir hverjir), svo vangavelturnar verða jafn áhugaverðar og gagnlegar og hversu margir englar komast fyrir á títuprjónshaus. Málfar margra er líka mjög „fræðilegt“, eins og höfundar vilji fremur sýna fram á hvað þeir eru lærðir en að setja textann fram á máli sem er aðgengilegt, eða alla vega skiljanlegt lesanda. Sem ég sagði áðan hef ég ekki orðið var við þetta í bókinni hans Róberts. Á hinn bóginn eru greinarnar þar býsna lengri.
Af öllum þeim greinum sem við höfum lesið í forspjallsvísindum, var ég líklega hrifnastur af grein George Orwell, Some Thoughts On The Common Toad, rituð 1946. Næst henni myndi ég líklega setja hugleiðingar Henry David Thoreau í Walden, alla vega útfrá því ágripi sem við fengum af henni í grein Róberts og umfjöllun Róberts sjálfs. Í þessari grein Orwell lýsir hann athugun sínum á tilhugalífi froskanna, og því þegar sumarið kemur til Englands. Hann veltir vöngum yfir þeim rökum hvort sé rangt að gleðjast yfir "de små glæder i livet", fegurð náttúrunnar þegar á hinn bógin má hvarvetna sjá hörmungar og eymd meðal fólks og hvort það að njóta fegurðarinnar og finna til gelði fái mann til að hunsa hörmungarnar, eymd og óréttlæti. Orwell kemst að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé sjálfsagt að við séum meðvituð um eymd og hörmungar náungans, og gerum það sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn því, væri heimurinn snauður ef við gætum ekki enn notið fegurðar, vorsins, hluta sem við unnum úr bernsku, fuglasöng, trjáa, vorsins, tilhugalífi froska, eða hvað sem kann að snerta streng í okkur. Það væri til lítils að byggja upp útópíusamfélag ef við gætum ekki haft ánægju af viðlía fyrirbærum. Ef maðurinn trúði aðeins á vélar og útilokaði áðurnefndar tilfinningar, væri vegurinn vís að haturs- og foringjadýrkun.
Þessi grein þykir mér í raun óður til lífsins, að án þess að líta framhjá því illa, geti maður enn reynt að halda í það góða og fagra. Mér finnst að ég gæti ekki verið meira sammála honum í þessu efni. Þetta er um leið haldreipi. Gæti maður ekki haldið í það hefði harðstjórnin og kúgunarvaldið sigrað. Þetta skýrir einnig viðhorf Orwell til sannleikans og mikilvægi þess að halda í hann, sem sést kannski hvað best í 1984. Ég hvet lesendur eindregið til að lesa þessa dásamlegu grein, hún talar svo sannarlega sínu máli.
Ég læt að endingu fylgja niðurlag Some Thoughts On The Common Toad, sem ég skellti einnig með tilvitunununum í þartilgerðum dálki:

At any rate, spring is here, even in London N.I, and they can’t stop you enjoying it. This is a satisfying reflection. How many a time have I stood watching the toads mating, or a pair of hares having a boxing match in the young corn, and thought of all the important persons who would stop me enjoying this if they could. But luckily they can’t. So long as you are not actually ill, hungry, frightened or immured in a prison or a holiday camp, spring is still spring. The atom bombs are piling up in the factories, the police are prowling through the cities, the lies are streaming from the loudspeakers, but the earth is still going round the sun, and neither the dictators nor the bureaucrats, deeply as they disapprove of the process, are able to prevent it

Mér er víst hollast að snúa mér aftur að lestri. Lög dagsins eru Bruce's Philosopher´s Song með Monty Python auk hvaða laga sem er af plötunum Highway To Hell og Back In Black með AC/DC

sunnudagur, apríl 23, 2006

Gamla Grýla gefst sannarlega ekki upp á rólunum!


Heppileg tímasetning, hmm?
Þetta á sinn þátt í því að ég er orðinn býsna skeptískur á öll þessi myndbönd. Hvað sem er til í þeim, og það er margt sem gerir þau vafasöm, þó ekki sé meira sagt, virðast þau alltaf birtast þegar neyðin er stærst hjá nýhaldinu (neo-cons). Út af því að erkigrýlan Osama gagnrýnir verknaðinn (að því gefnu að við gefum okkur að þetta sé hann, en um slíkt þori ég engan veginn að fullyrða), þá hlýtur hann að vera góður. Þetta er þrátt fyrir allt barátta milli "okkar" og "þeirra". Það er í himnalagi að fjársvelta Palestínumenn, út af því að Osama lýsir stuðningi við þá. Og islam er að sjálfsögðu verkfæri djöfulsins og þeir sem eru „sammála“ Osama eru stuðningmenn hryðjuverkamanna, fanatíkerar eða „fanatic-huggers“ og óvinir vestræns lýðræðis, föðurlandssvikararar, kommúnistar, afturhaldskommatittir og allt í allt ólandi og óferjandi fjandar.
Hvernig er þetta EKKI augljóst?
Þykir mér einum tímasetningar þessara myndbanda sérlega „þægilegar“ fyrir vissa aðila, að því leiti að þær birtast nánast alltaf á þeim tíma að þær draga fólksins frá voðaverkum eða vandmálum "kyndilbera lýðræðisins" og virðast vera prýðilegar til að sameina fólkið gegn óvininum, og eru einnig notaðar sem réttlæting til að skerða borgaraleg réttindi, sem og réttindi fanga? Dæmi hver um sig, um ásetning, en það er sérstakt hvernig þess háttar myndbönd spila beint upp í hendurnar á þeim sem þeim ku vera beint gegn.

Ljóð eftir mig, Ránfuglar (sjá neðar á síðunni) var ljóð dagsins á ljod.is í gær.
Það þótti mér vænt um.

föstudagur, apríl 21, 2006

This Modern World
How To Win Friends And Influence Peolpe: The Republican Method!

Tók próf á netinu: Which biblical villain are you?

Caiaphas
You scored 52% Pride, 45% Envy, 55% Ambition, and 52% Deceitfulness!
You are Caiaphas, the high priest of Israel. You were a member of a strict Jewish sect known as the Pharisees. Aside from praying in the temple, your mission in life was to have Jesus executed. You are a rather ambitious person and you tend to accomplish most of the goals that you set for yourself. This goal was no different. You managed to have Jesus (the Son of God) crucified in approximately the year 28 AD. You had to get rid of Jesus because he was an insult to your pride. Before Jesus showed up, you were the most righteous man in all of Israel. Jesus was not only more righteous than you were, he also pointed out faults in your righteousness. Your pride blinded you to Jesus’ message and drove you to put the man to death. Of course you couldn’t do this right away because many people viewed Jesus as a prophet. This is the point where your deceptive skills came in handy. You welcomed Jesus into Jerusalem as an honored prophet and three days later; you arrested him in the night and hastily set up a trial to execute him.







My test tracked 4 variables How you compared to other people your age and gender:



















free online datingfree online dating
You scored higher than 49% on Pride





free online datingfree online dating
You scored higher than 49% on Envy





free online datingfree online dating
You scored higher than 43% on Ambition





free online datingfree online dating
You scored higher than 56% on Deceitfulness
Link: The Which Biblical Villain Are You Test written by MetalliScats on OkCupid Free Online Dating, home of the 32-Type Dating Test

Þar hafið þið það, og dæmi hver fyrir sig. Strong am I with the darkside.
Nú þarf ég hins vegar að snúa mér aftur að lestri fyrir all mikilvægara próf.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar!


Landar, vinir, Rómverjar. *

Kæru Bræður ha
hestar og fransmenn
hjólreiðamenn og lóðahundar
lestamenn og kettir!
Þegar konferensráðið kemur,-
það er nefnilega það!
**

Lag dagsins númer tvö er Sumarið er tíminn, af plötunni Svefnvana með G.C.D.
Lag dagsins númer þrjú er Jimmy Carter með Electric Six, af plötunni Se?or Smoke.


*Júlíus Sesar í samefndu leikriti Shakespeare
** Fylliraftur og morgunræðuhaldari í Brekkukotsannál Laxness

Geburt eines Kraftwerks



Í gær missti ég af því að sjá „Kárahnjúkar – Undir yfirborðinu“ fimmtu áróðursmyndina af níu sem gerðar verða á fjórum árum um framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun fékk Saga Film til að gera myndina. Áróðursmeistararnir sitja ekki auðum höndum, það mega þeir svo sem eiga.
Sjáið þið Ríkissjónvarpið fyrir ykkur sýna heimildamynd um mótmæli við stóriðjuframkvæmdir, gerða af Ólafi Páli Sigurðssyni? Einhvern vegin leyfi mér að efa það. Daginn sem það gerist, megið þið altént kalla mig Málfríði. Þar á bæ yrði eflaust sagt að hún væri „of pólítísk“. Þá ástæðu gaf Ríkissjónvarpið fyrir að vilja ekki sýna kvikmynd Laibach „Divided States of America“. Jámm, það virðist vera í fína lagi að sýna áróðursmyndir og auglýsingar, ef þær eru með einhverju. Þá er það ekki kallaður áróður. Um leið og maður gagnrýnir eitthvað, er andvígur einhverju, um leið og maður mótmælir, þá heitir að maður með áróður og róg og sé „of pólítískur“. Eins og minn ágæti bróðir komst að orði í gær, sem við vorum að ræða þetta, þá er t.d. í fínu lagi að auglýsa kók, en um leið og hann segir „Ekki drekka kók“, þá verður það áróður.

Nú þarf ég að snúa mér að próflestri. Lag dagsins er Rómeó og Júlía með Bubba Morthens, af plötunni Kona. Að mínu mati er þetta fallegasta lag sem Bubbi hefur samið.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Andaktugi ungi maðurinn fór á bókasafnið í gær og fékk þar nokkra ágæta diska. Sérstaklega finnst andaktuga unga manninum vert að minnast á plötuna Svefnvana, með G.C.D. Andaktugi ungi maðurinn furðar sig í raun á hversu lítið hann hefur hlustað á G.C.D, verandi bæði Bubba- og Rúnna Júl.- aðdáandi. Þekkir lítið til Gunnlaugs Briem trommuleikara en þekkir Begga Morthens aðeins af góðu úr Egó. Andaktugi ungi maðurinn verður að játa, að hann man ekki hvort sá síðarnefndi var í Das Kapital eða ekki. Skemmst er frá því að segja að á þessari plötu má finna sérlega skemmtilegt, hressilegt, þétt og grípandi rokk og ról. Kallarnir í algeru stuði, og koma andaktuga unga manninum í stuð og gott skap. Gaman að heyra kempurnar spila saman, skiptast á að syngja og taka dúett.

Andaktugi ungi maðurinn brá sér í sund í gær, eftir langt hlé. Það þótti honum hressandi og hyggst gera meira af því á næstunni. Andaktugi ungi maðurinn var líka sérlega ánægður með blíðskaparviðrið í gær.

Andaktugi ungi maðurin hefur líka legið talsvert yfir ljóðum undanfarið. Auk þess að lesa ljóð eftir Seamus Heaney og Paul Muldoon í skólanum, hefur andaktugi ungi maðurinn lesið sér til ánægju lesið í ljóðasafni Jóhannesar úr Kötlum og ljóðasafni Steins Steinars, nokkur ljóð eftir Þórberg, gluggað í bókina Kaktusblómið og nóttin – um ævi og skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar, eftir Jón Viðar Jónsson og lesið ljóð eftir Jónas E. Svafár, sem má finna í ljóðasafni hans, Klettabelti fjallkonurnnar.
Andaktuga unga manninum líkaði vel við ljóð þeirra allra og þykir ekki ólíklegt að hann muni skella einhverjum þeirra á bloggið sitt á næstunni, sér og öðrum til yndisauka.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Í Möðrudal

Þetta vísukríli er sönglað fram í fóksflutningabíl frá Akureyri miðvikudaginn 4. ágúst 1937, þegar við ókum frá Möðrudal á Fjöllum á leið austuryfir öræfin. Það var nálægt kl. 9.45 árdegis í sólskini og suðvestanvindi. Höfðum staðið við í Möðrudal í 10 mínútur. Lesandinn er beðinn að reyna að lifa upp með sjáandi augum ástmeyjuna og tunglsljósið og kvöldfstjörnuna. Lag kompóneraði ég við kvæðið um leið og ég raulaði það fram.


Í Möðrudal á Fjöllum er mánaljósið tært
og meyjaraugun fegri en himinsólin.
Og kvöldstjörnunnar ljós, það lýsir þar svo skært.
Þar leiðast þau sem elskast bak við hólinn.


-- Þórbergur Þórðarson, Edda

Stundum hata ég það, þegar grunur minn reynist réttur...

Ekki það, að hafi í raun þurft mikinn spámann til að sjá þessa atburðarás fyrir.

mánudagur, apríl 17, 2006

Ránfuglar

Orrahríð herþotanna
breiðir út vænghafið
í oddaflugi, hnitar hringa
og verpir sprengjum í hreiðrin
úr sprengjuhrærunni klekjast afkvæmin
í sviðnum hreiðrunum
ungarnir höggvast á
en fylgja svo flugi feðranna
út að sjóndeildarhringnum
þar sem örmagna sólin
hnígur blóðstokkin til viðar
í hinsta sinn

laugardagur, apríl 15, 2006

„Hið illa afl“ sem gerir gott



Nú er ég ánægður með hið fyrrum „illa heimsveldi” (hvað er það núna? „Illa landið“?) og „öxulveldi hins illa“, hvað heit þeirra um fjárstyrk til Palestínu varðar. Það er þá kannski spurnig um „hið illa afl sem gerir gott“ líkt og í Fást Goethes, eða Meistaranum og Margarítu?
Hins vegar óttast ég að þetta muni samt duga skammt. Fyrir það fyrsta tel ég að jafnvel þótt þau ríki sem hafa heitið Palestínu stuðningi efni loforð sitt muni það ekki geta bætt fyrir það níðingsverk sem Ísrael, ESB, Bandaríkin og Kanada hafa unnið í sameiningu. Að útgjöldin muni aldrei ná þeirri upphæð sem þeir fengu áður en skorið var á fjárútgjöld til þeirra. Eins veit maður ekki hversu lengi þessar þjóðir munu sjá sér fært eða telja sér í hag að styðja Palestínu, né hvað það verður upp að miklu marki.

Manni er annars spurn, ofan á önnur mannréttindabrot Ísraela, sem ávallt virðist litið framhjá, hvers vegna er það ekki fordæmt að Ísrael er með þessu enn einu sinni að brjóta gegn Genfarsáttmála? Þá á ég við að samkvæmt honum er hernámsþjóð skylt að tryggja lífbjörg hernumdu þjóðarinnar. Það að fjársvelta þjóðina getur vægast sagt ekki samræmst því ákvæði.

Ég held að ég þurfi sjálfur ekki að fjölyrða lengi um mína afstöðu gagnvart fjársveltinu. Að hún sé flestum lesendum ljós. Í sem stystu máli á ég vart orð yfir hversu svívirðilegur glæpur, að ekki sé sagt heimskulegur, mér þykir það vera að fjársvelta heila þjóð, sem telur 9 milljónir og er nú þegar sliguð undir járnhæl viðurstyggilegs ólöglegs hernáms, vegna þess að ráðamönnum í Ísrael, Bandaríkjunum, Kanada og þar með ESB líkar ekki lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra. Enn fremur tel ég víst að það að fremja þetta níðingsverk og loka á sama tíma augunum fyrir þeim ítrekuðu mannréttindabrotum sem Ísraelar beita Palestínumenn muni ekki leiða til friðar. Það mun fremur , að öllum líkindum kynda undir frekari hryðjuverk í Ísrael, sem verður „svarað“ með frekari árásum, uns þriðja Intifadan brýst út. En það er einnig ekkert sem útilokar að hryðjuverk muni þá í kjölfarið aukast í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu. Nú fer tuggan "lýðræðið í Mið-Austurlöndum" fyrir lítið. Hvað þá tuggan um stríð gegn hryðjuverkum". Réttlátar viðræður, þar sem fallið er frá einhliða kröfum, báðir aðilar koma að nokkru til móts við hinn, án þess að sé endalaust níðst á öðrum aðilanum, og hann fá ekkert fyrir sinn snúð, munu einar skila árangri. Þetta fjársvelti mun aðeins leiða til frekari hörmunga.

Lag dagsins: Heart of Gold með Neil Young.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Ég er nú orðinn stoltur félagi í þeim fríða hóp sem skipar FORVM POETICVM, hvurt er málgagn Málfundarjelags vinstrisinnaðra ungskálda. Ekki hefur mér virst annað en að þetta andríka fólk hafi allt hjartað á réttum stað. Vinstra megin. :)
Hlekkinn má finna til hægri (já, ég veit. Það hefði fremur verið viðeigandi að hafa hann einnig til vinstri).

Meira af Palestínu og fjársvelti


Gush Shalom birti heilsíðuauglýsingu, áskorun til Evrópusambandsins og Vesturvelda í ensku og hebresku útgáfunni af Ha'aretz og í Jerúsalem-póstinum. Hana má einnig finna á heimasíðu samtakanna (sjá hlekk til hægri).
Ég leyfi mér að birta hana hér á síðunni. Hún er svohljóðandi:

A CALL TO EUROPE


We, Israeli patriots concerned about the future of our state, hereby call upon you, the leaders of the European Union and the heads of European governments:

Stop the blockade on the Palestinian government!

Don't starve a whole people in order to overthrow its elected government!


Only three months ago, European monitors supervised the Palestinian elections. They confirmed Palestine as the first democracy in the Arab world (holding its second democratic elections, the first having been won by the Fatah movement.)

This time, a Parliament with a Hamas majority was elected. Now you are giving the Palestinians a lesson in democracy: you are telling them that, unless they overthrow the government they have just elected, there will be no milk for their children, no medicines for their sick, no work for their unemployed, no salaries for their doctors and teachers.

You are fulfilling the cynical prescription of the advisor to our Prime Minister: "We need to make them lose weight, but not to die."

This is not only a barbaric policy, it is also a terrible mistake: no people in the world would submit to such brutal and humiliating pressure from outside. The inevitable result will be a further radicalization of Palestinian opinion, and a deepening of the hatred for Israel and the West in the whole of the Arab and Muslim world.

That will make the prospect of peace even remoter, the peace we all need like air to breathe. It will lead to a bloodbath, which will cost the lives of thousands - Israelis, Palestinians, Europeans and Americans.

Talk to the Palestinian government!

Start a dialogue with Hamas!


Certainly, they must recognize the State of Israel's right to exist, just as Israel must recognize the right of the State of Palestine to exist. But such recognition will grow out of negotiations, not the other way round.

Certainly, they have to stop violence, just as Israel must do so. But even at this stage a prolonged armistice can be achieved.

Certainly, they must accept the Two-State solution, and so must Israel. But their leaders have already hinted that they are ready for it - and this must be put to the test of negotiations.

We call upon you, leaders of Europe:

It is in the interest of Europe, as it is in the interest of Israel and Palestine, to achieve peace. Don't succumb to pressure from outside interests, whose policy has already led to several recent disasters in the Middle East.

For the sake of all of us: follow an independent line, guided by wisdom and morality!


GUSH SHALOM
The Israeli Peace Bloc

þriðjudagur, apríl 11, 2006

ESB HÆTTIR FJÁRSTUÐNINGI VIÐ PALESTÍNU

Ég held að orðið "viðurstyggð" lýsi best afstöðu minni gagnvart þessari ákvörðun.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Í gær dró Vésteinn mig með sér í MÍR að sjá rússneska mynd, sem hvorugur okkar vissi hver yrði. Það reyndist vera Bernska Ívans eftir Andrei Tarkovskí. Þessi mynd er hreinasta meistaraverk.

Ég fékk í fyrradag sendingu frá Amazon með gripum sem ég hafði hlakkað til að fá. Þeim mun betra var að þetta kæmi núna allt saman í einum pakka. Fyrst var klassísk Carl Barks-saga, sagan af Gullna reyfinu. Næst var diskurinn Early Recordings með blústónistarmanninum Skip James. Upptökur frá 4. áratugnum. Alveg frábær tónlist. Meðal góðra laga eru til dæmis „Devil Got My Woman“ og „Hard Time Killin’ Floor Blues“. Það seinna mátti heyra í kvikmyndinni O Brother Where Art Thou? Þar var það flutt af Chris Thomas King.

Loks fékk ég senda kvikmynd sem ég hef beðið með óþreyju eftir að sjá. Hún heitir Paradise Now og er frá Palestínu. Myndin fjallar um tvo vini sem hafa alist upp saman undir hernámi á Vesturbakkanum. Þeir eru fátækir, vinna skítastörf og framtíðin virðist ekki hafa upp á mikið að bjóða. Dag einn er öðrum þeirra tilkynnt að þeir hafi verið valdir til að framkvæma sjálfsmorðsárás í Tel Aviv. Getur eitthvað eða einhver fengið þá til að snúast hugur?
Þessi mynd réttlætir síður en svo sjálfsmorðsárásir. Hún er þvert á móti ákall um frið. Hún sýnir hins vegar úr hvaða umhverfi ungir menn sem eru tilbúnir til að sprengja sig og aðra í loft upp geta komið og veltir vöngum yfir hvað fær þá til að geta gert slíkt. Myndin sýnir að þetta er fólk með andlit og sína sögu. Myndin er tekin upp "on location" á Vesturbakkanum, í Nablus, Tel Aviv og Nasaret. Hún fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í sama flokki. Mér sýnist á öllu að þetta sé mjög áhrifamikil mynd. Hyggst horfa á hana í kvöld. Heimasíða myndarinnar er hér, þar má m.a. finna umfjöllun og trailer. Í trailernum hljómar hið gullfallega lag Alexi Murdoch, „Orange Sky“.

Loks átti ég feiknagott djamm með Dodda og kórfélögum í gær.

Lag dagsins: „Devil Got My Woman“ með Skip James.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Í dag vaknaði ég óvenju snemma, þ.e. miðað við sjálfan mig. Ég er vanalega mikið dauðyfli á morgnanna. Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að fyrirhuguðu Háskólatorgi og Háskólakórinn söng eitt lag, Krummavísur. Held að okkur hafi farist það vel úr hendi. Það var samt dálítið fyndið að sjá hvað við vorum öll svefndrukkin þegar við hittumst í kapellunni en við hresstumst fljótt. Kaldur vindurinn átti sinn þátt í því. Sjálfum þótti mér ekki amalegt að fá mér heitt kaffi. Það verður að segjast að þó það hafi verið dálítið kalt og vindur var þetta vægast sagt langt frá helvítis skítaveðrinu í gær.

Af tónleikunum er það að segja að þeir heppnuðust með eindæmum vel. Tuma fannst við aldrei hafa sungið betur, og var hann ekki einn um þá skoðun. Áheyrendur virtust hrifnir og við vorum sjálf hæstánægð. Að tónleikunum loknum héldum við á Viktor og snæddum þar kvöldverð samn og þaðan var haldið í partý til Kristjáns. Þar vantanði snnarlega ekki jörfagleðina. Ég þakka Kristjáni enn og aftur fyrir frábært partý.

Ég finn það sífellt meira hvað mér þykir þrælvænt um þennan kór. Bæði finnst mér við vera góður kór og mér þykir vænt um þá góðu félaga mína sem hann skipa.

Sem ég fór til hárskera í dag, til að láta snyrta höfuðprýði mína og rýja kjammana, varð mér gengið framhjá höfninni og var heillaður af fegurð Esjunnar. Esjan er með ólíkindum fögur snævi þakin í kuldanum og birtunni og það lýsti af henni.

Fyrir nokkrum dögum lauk ég við að lesa Íslenskan aðal eftir Þórberg Þórðarson. Þessi bók er afbragð og hefur veitt mér miklar ánægjustundir. Ég mæli tvímælalaust með henni.

Young Americans með David Bowie, af samnefndri plötu, syngur í höfðinu á mér. Það er lag dagsins.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Þennan dag árið árið 1994 lést Kurt Cobain. Kurt var góður tónlistarmaður. Nirvana var sömuleiðis og er góð hljómsveit. Blessuð sé minning hans.

Lög dagsins eru að þessu sinni tvö:
1) Something In the Way með Nirvana, af plötunni Nevermind.
2) Pöddulagið með Todmobile.

mánudagur, apríl 03, 2006

Ég fagna því að félagi Þórður sé aftur farinn að blogga. Hann skrifar hinn ágætasta pistil, sem tekur á varnarmálum, atvinnumálum, olíuverði, efnahagsástandi, afneitun og djingóisma.

Áhugasömum bendi ég á heimasíðu aðdáendaklúbbs Þórðar. Varpa einnig hlekk á síðuna til hægri.

Keypti mér nýjustu bók Hugleiks Dagssonar, Fermið okkur, áðan og er búinn að klára hana. Þessi bók er frábær, eins og fyrri bækur hans. Hyggst einnig skella mér á leiksýninguna Forðist okkur við fyrsta tækifæri.

Lag dagsins: You're Gonna Make Me Lonesome When You Go með Bob Dylan, af plötunni Blood On The Tracks

Þessi áhrifaríka mynd er eftir Naji al-‘Ali, frægasta myndasöguhöfund Palestínu. Strákinn á myndinni kallaði hann Hanzala (wikipedia kallar hann raunar Handala, svo heimildum ber ekki alveg saman). Nafnið mun merkja “lítill bitur eyðimerkurrunni”. Hanzala er táknrænn, ekki aðeins fyrir höfundinn sjálfan, sem var flóttamaður tíu ára gamall og lifði í flóttamannabúðum í Líbanon, Palestínumenn og palestínska æsku, hann er einnig táknrænn fyrir okkur, sjónarvotta sögunnar og virkar sem rödd samviskunnar. Á mörgum myndum horfir Hanzala á atburði, gleðilega eða tregafulla, þögull með hendur fyrir aftan bak og snýr baki í lesandann. Á sumum myndum býður hann ofureflinu birgin, eins og sést á þessari.
Naji al-'Ali var óhræddur við að gagnrýna og hæða, ekki aðeins stjórnvöld í Ísrael heldur einnig Bandaríkin sem studdi Ísraelsríki og stjórnvöld í Mið-Austurlöndum. Þó er vonin ekki langt undan í verkum hans. Þrátt fyrir frægð og vinsældir aflaði hann sér margra óvina og hatursherferð óx gegn honum. Hann var skotinn í höfuðið í London árið 1987. Ekki er ljóst hver bar ábyrgð á dauða hans. Myndirnar lifa hins vegar áfram.
Ég vissi fyrst af al-‘Ali í gegn um bókina I Saw Ramallah eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Bharghouti, en hann fjallar um kynni sín af Al-‘Ali í bókinni. Ég hef ekki lesið bókina ennþá, en gluggað í hana hér og þar. Hún lofar góðu. Í bókinni segir Bharghouti að með daglegum myndum sínum hafi al-‘Ali komið heimsmynd betur til skila en nokkur stjórnálaskýrandi hafi nokkurn tíma gert.

Ég varpa hlekkjum á þrjár síður, fyrsta er til heiðurs honum, önnur er umfjöllun á wikipedia og þriðja hefur að geyma safn af myndum eftir hann. Margar eru "þöglar" en sumar hafa texta á arabísku. Því miður kann ég ekki arabísku og sá sem póstaði þeim hafði ekki fyrir því að birta neina þýðingu. En jafnvel á þeim myndum sem hafa texta sem maður skilur ekki, nær maður oftast inntaki myndarinnar. Ég leyfi því myndunum að tala sínu máli.
http://www.sphrconcordia.org/naji/index.html
http://www.sphrconcordia.org/naji/copp/index.php
http://en.wikipedia.org/wiki/Naji_Salim_al-Ali

laugardagur, apríl 01, 2006

Háskólakórinn verður með tónleika í Neskirkju kl. 17:00 á morgun. Miðaverð er 2000 krónur. Meðal verka á efnisskránni eru Festival Te Deum eftir Benjamin Britten og Requiem eftir Gabriel Fauré. Kórinn syngur bæði a capella og með orgeli, og hljómsveit. Eftir tónleikanna sé ég fram á mikla jörfagleði í teitinu heima hjá Kristjáni.

Á heimasíðu kórsins má heyra kórinn flytja nokkur
lög sem munu koma út á kórdisknum. Við erum að safna fyrir ferð á kóramót í Finnlandi í vor.
Ef þið mætið ekki á morgun eða kaupið diskinn megið þið éta það sem úti frýs og hananú!

Nýrri færslur Eldri færslur Heim
Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.