Eftir próf tel ég líklegt að ég muni snúa mér eitthvað að bóklestri, mér til ánægju fróðleiks og yndisauka. Liestinn yfir þær bækur sem mig langar að lesa er gríðarlangur, og nokkuð auðsýnt að ég muni ekki komast yfir hann allan á þessu ári, heldur muni ég þurfa að velja og hafna. Svo margar bækur, svo lítill tími, eins og vinkona móður minnar orðaði það.
Það er til dæmis ekki loku fyrir það skotið að Heljarslóðaorrusta Benedikts Gröndal verði fyrir valinu. Ég hef ekki lesið hana enn, en gluggað í hana, og er hún í senn bráðskemmtileg og fyndin og skrifuð af stakri stílsnilld. Skopriddarasaga, þar sem Gröndal blandar skemmtilega saman kjarnyrtu máli fornsagnanna,viðamiklum lýsingum, afkáraleik, alþýðleik og ýkjum, raunveruleika og ævintýri að ólgeymdum hinum óborganlega húmor sem hann hefur. Gröndal hefur orrustuna við Solferino milli Frakka og Þjóðverja sem efnivið. Hér er til dæmis samtal Napóleons III við sagnfræðinginn Thiers þegar Napóleon er að gera sig tilbúinn að herja:
Keisarahjónin mættu Thiers í garðinum. Thiers var með fyrsta bindið af uppreistarsögunni og var ófrýnilegr í bragði, því hann hafði fundið prentvillu í bókinni, le fyrir de, og þótti illt, ef mönnum skyldi detta í hug að bera uppreistarsöguna sína saman við Þjóðólf.
„Kondu sæll Thiers,“ sagði Napóleon.
„Komið þær sælir, Napóleon minn,“ sagði Thiers.
„Nú, hvurnin lízt þér á mig núna,“ sagði Napóleon
„Vel,“ sagði Thiers.
„Eru ekki all-hermannleg vopnin mín,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Er þetta ekki fallegr skjöldr,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Hvurnin þykir þér ljónið málað á hann? Er ekki vinstri fótrinn á því nokkuð stuttr?“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
Er ekki þetta laglegt spjót,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Eru ekki rosabullurnar mínar vígamannligar,“ sagði Napóleon.
„Jú,“ sagði Thiers.
„Er ekki brynjan mín liðleg?“
„Jú,“ sagði Thiers.„Svo hef jeg helvíta mikla duggarapeisu af Ófeigi í Fjalli innanundir, sem Þjóðólfr hefir gefið mér,“ sagði Napóleon.
„Það er svo,“ sagði Thiers.
„Jeg held jeg verði ekki votr í þessar peisu,“ sagði Napóleon.
„So,“ sagði Thiers.
„Nú, hvaða andskoti ertu fúll, Thiers,“ sagði Napóleon.
„Á,“ sagði Thiers.
„Já, þú svarar ekki nema tómum einsatkvæðisorðum“ sagði Napóleon.
„Hm“ sagði Thiers.
„Hvurnin heldrðu þetta fari allt saman,“ sagði Napóleon.
„Jeg veit ekki,“ sagði Thiers.
„Jæja, vertu nú sæll Thiers,“ sagði Napóleon.
„Verið þér sælir, Napóleon minn,“ sagði Thiers.
sunnudagur, apríl 30, 2006
ME MISERUM EVGEPE
Nógu er það leiðinlegt að hanga yfir bókmenntafræðinni í blíðskaparviðri og eiga erfitt með að halda sig að verki, en þegar maður hefur ekki einu sinni pening á sér fyrireinum skitnum kaffibolla í Odda fer að sjóða á katlinum. Það er einungis sjálfsali núna, svo ég get ekki nýtt mér kaffikortið mitt.Fari það í kolbölvaðjóðbullandiandskotanshoppandiheitastahelvíti!
Ég finn illilega fyrir fráhvarfseinkennunum. Djöfull þarf ég á koffeini að halda...
Um daginn heyrði ég eftirfarandi frétt í Ríkisútvarpinu, sem mér þótti nokkuð sláandi:
OPINBER RANNSÓKN HEFUR SÝNT FRAM Á AÐ AL-QAEDA KOM HVERGI NÆRRI SPRENGJUÁRÁSINNI Í LONDON.
Þetta er dálítið annað en fullyrðingar stjórnmálamanna og fjölmiðla um að þeir hefðu sannanir fyrir aðild al-Qaeda að sprengjuárásinni. Þar var hæst flaggað myndbandi sem birtist á internetinu, þar sem liðsmaður al-Qaeda átti að hafa lýsti ábyrgðinni á árásinni á hendur samtakanna, og var það notað sem heilögar vitnisburður um aðild samtakanna að ódæðinu. Hættan við al-Quaida var svo fullkomin réttlæting þess að eftirlit með íbúum var snaraukið, borgaraleg réttindi skert og alið á tortryggni í garð náungans. Var þá myndbandið falsað? Var þetta þá allt saman blöff?
Það setur óneitanlega að manni óhug við slíka frétt, þó að maður hafi haft sínar grunsemdnir að mögulega væri ekki allt með felldu. Ef maður getur ekki treyst þessu myndbandi, hvaða myndböndum, hjóðupptökum eða yfirlýsingum getur maður treyst? Hvaða „sönnunum“ eða „grumsemdum“ „sérfræðinga“ og öðrum fullyrðingum getur maður treyst, sérstaklega í þeim tilvikum þegar heimildamenn eru ekki nefndir? Hverju getur maður yfirleitt treyst? Hvað annað er þá blöff, hverjir blöffa og hvers vegna? Qui bono? Og skyldu svo ófalsaðar upptökur eða yfirlýsingar rata til okkar, hvernig ættum við þá að þekkja sannleikann frá lyginni? Við erum kominn í stöðu fólksins sem heyrði strákinn hrópa „úlfur, úlfur“! Hvernig eigum við að greina sannleikann frá lyginni?
Eftirfarandi frétt þykir mér hins vegar mikið fagnaðarefni, sem blæs manni sannarlega kappi í brjóst: HUNDRUÐIR ÞÚSUNDA FYLKTU LIÐI Á MANHATTAN Í GÆR TIL AÐ MÓTMÆLA HERNAÐI BANDARÍKJASTJÓRNAR Í ÍRAK, KREFJAST ÞESS AÐ HERINN YRÐI KALLAÐUR HEIM OG FORDÆMA ÁFORM UM STRÍÐ GEGN ÍRAN
laugardagur, apríl 29, 2006
Það styttist í að The Stooges komi. Undirritaður fer að sjálfsögðu á þá tónleika og iðar í skinninu. Það styttist raunar líka í bókemnntafræðipróf hjá undirrituðum (daginn eftir tónleikana), og iðar undirritaður ekki eins í skinninu eftir því, nema ef ske kynni af nokkru stressi, sem undirritaður reynir að tempra. Undirritaður hefði hins vegar svo sannarlega ekki viljað missa af þessum tónleikum. Annars er tvísýnt hversu mikinn munað undirritaður lætur annars eftir sér þar til eftir próf, en hyggst hann sletta ærlega úr klaufunum á tónleikunum. Undirritaður tók sér smá hvíld í gær eftir prófið í fílunni, hvárt hann telur að honum hafi gengið vel í, brá sér í sund, snæddi með ömmu og bróður og fór á kaffi- og öldurhús með Dodda. Undirritaður þarf hins vegar all nokkuð að truntast til að halda á spöðunum næstu daga.
Óþreyjufullum Iggy-aðdáendum bendi ég á þetta myndband, tvö lög, TV Eye og 1970, frá gömlum tónleikum kappanna, þar sem þeir fara hamförum.
Undirritaður vonar einnig að Stooges taki nokkur sólólög Iggys, þá er honum lagið The Passenger, af plötunni The Idiot efst í huga. Það er lag dagsins.
Undirritaður varpar textanum hér:
The Passenger
I am the passenger and I ride and I ride
I ride through the city's backsides
I see the stars come out of the sky
Yeah, the bright and hollow sky
You know it looks so good tonight
I am the passenger
I stay under glass
I look through my window so bright
I see the stars come out tonight
I see the bright and hollow sky
Over the city's ripped backsides
And everything looks good tonight
Singing la la la la la.. lala la la, la la la la.. lala la la etc
Get into the car
We'll be the passenger
We'll ride through the city tonight
We'll see the city's ripped backsides
We'll see the bright and hollow sky
We'll see the stars that shine so bright
Stars made for us tonight
Oh, the passenger
How, how he rides
Oh, the passenger
He rides and he rides
He looks through his window
What does he see?
He sees the sign and hollow sky
He sees the stars come out tonight
He sees the city's ripped backsides
He sees the winding ocean drive
Álelújá
Áhugaverða mynd má finna á forsíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn. Fréttin sem henni fylgir er um að síðasti hluti stálvirkis kerskála fyrir verksmiðjuna á Reyðarfirði sé kominn á sinn stað. Á myndinni, sem tekin er af stálvirkinu á þann hátt að litið er upp á það, sést stálvirkið rísa í tign og mikilfengleik eins og Artemishofið í himinnblámanum. Hópur starfsmanna er samankomninn í bljúgri bæn fyrir framan, starfmenninir eru klæddir í appelsínugulan og gulan einkennisklæðnað, snúa baki í lesandann og horfa á helgidýrðina sem teygir sig til himins, uppfullir af andakt, svo ætla mætti að þar væri á ferð hópur tíbetskra meinlætamunka.
...Fólk er hér þægilegt og beint áfram, og mjög lítið um ósiði, kvenfókið hefur hér engin brjóst, sem ekki heldur þarf, því hér fæðast engin börn, heldur kvikna börnin eins og maðkar í moldu; karlmenn ganga allsberir á veturna, nema með kýl, en í loðfeldum, ljónshúðum og pardusskinnum á sumrin, og hafa kylfu í hendi, sem er vætt í brennivíni í toppinum. Hér er aldrei miðvikudagur, heldur hleypur tíminn yfir þann dag, svo þá er ekkert, klukkan er hér aldrei tólf, heldur alltaf eitt. Hér kyssir maður allt kvenfólk við hvern punkt í ræðuni, þegar maður talar við það; klappar þeim á hægri kinnina við hvern semikolon og faðmar þær við hverja kommu; þegar exclamationsteiknin koma fyrir, þá má maður gera við þær, hvað sem maður vill. Hér er dagurinn svartur á kviðnum en grænn á bakinu; á sumrin er snjóaður himinn á nóttunni, en alstirnd jörðin; allt vín rennur hér upp í móti svo glösin eru alltaf á hvolfi. Láti maður gull í ána Rín, þá verður allt að Brynhildarkviðum, en ávextirnir á eplatrjánum eru hér tómir biblíukjarnar. Kvenfólk tekur hér allt í nefið, en karlmennirnir upp í sig. Magnús Grímsson er hér aldrei nefndur, en allt fólk grætur yfir honum klukkan háfsjö á morgnana...
-- úr bréfi Benedikts Gröndal til Eiríks Magnússonar, dagsettu 30. ágúst 1858. Þá dvaldist Gröndal í klaustri í þorpinu Kevealer í Þýskalandi.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Djöfull HATA ég að finna ekki plástra, þegar þeir eru ekki á sínum stað eða ekki til. Og ég bý fjandakornið á læknaheimili!
Raunar er líka pirrandi hvað það getur verið mikið vesen að opna plástrana þegar þeir ERU til. Það síðasta sem maður þarf á að halda, ef fossblæðir úr fingrum manns (raunar er það blessunarlega fjarri því núna) er að þurfa að vera rembast við að pilla e-ð helvítis bréf sem er auk þess svo þétt upp við plásturinn að oftast er hætta að maður rífi hann í leiðinni.
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Krossferð
með herópið úr krossferð rauða hersins
hóf vængbrotin farfuglahreyfing
steinaldarárás á ríkisvaldið
eftir herferð rauða krossins
varð jarðarför ferðafélagsins
að kröfugöngu verkalýðsins
en á varðbergi við hrafnaþing
hvíta hússins biðu grímumenn
þarfasta þjónsins með táragas
-- Jónas E. Svafár, Geislavirk tungl (1957), einnig í ljóðasafninu Klettabelti fjallkonunnar (1968)
þriðjudagur, apríl 25, 2006
And Socrates himself is particularly missed...
Hugleiðingar um próflestur í Heimspekilegum Forspjallsvísindum og grein George Orwell
Áfram truntast ég í fílunni. Próf á föstudaginn. Getað ekki neitað því að ég er dulítið stressaður. Hefði átt að hefja lestur mun fyrr en ég gerði.
Það get ég sagt um Schleiermacher, að þetta er alla vega ekki nafn sem maður gleymir auðveldlega. Ekki fremur en Elí Áni, Járbrá, Ína Þöll eða Hnöll Dögg Mjöll.
Textarnir eru upp og ofan. Róbert kann að setja skýrt og skilmerkilega fram, jafnvel skemmtilega, en það sama verður ekki alltaf sagt um erlendu greinarnar. Vill stundum verða bölvaður vaðall. Sumir virðast velta sér upp úr ekki neinu (t.d. efahyggjumenn margir hverjir), svo vangavelturnar verða jafn áhugaverðar og gagnlegar og hversu margir englar komast fyrir á títuprjónshaus. Málfar margra er líka mjög „fræðilegt“, eins og höfundar vilji fremur sýna fram á hvað þeir eru lærðir en að setja textann fram á máli sem er aðgengilegt, eða alla vega skiljanlegt lesanda. Sem ég sagði áðan hef ég ekki orðið var við þetta í bókinni hans Róberts. Á hinn bóginn eru greinarnar þar býsna lengri.
Af öllum þeim greinum sem við höfum lesið í forspjallsvísindum, var ég líklega hrifnastur af grein George Orwell, Some Thoughts On The Common Toad, rituð 1946. Næst henni myndi ég líklega setja hugleiðingar Henry David Thoreau í Walden, alla vega útfrá því ágripi sem við fengum af henni í grein Róberts og umfjöllun Róberts sjálfs. Í þessari grein Orwell lýsir hann athugun sínum á tilhugalífi froskanna, og því þegar sumarið kemur til Englands. Hann veltir vöngum yfir þeim rökum hvort sé rangt að gleðjast yfir "de små glæder i livet", fegurð náttúrunnar þegar á hinn bógin má hvarvetna sjá hörmungar og eymd meðal fólks og hvort það að njóta fegurðarinnar og finna til gelði fái mann til að hunsa hörmungarnar, eymd og óréttlæti. Orwell kemst að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé sjálfsagt að við séum meðvituð um eymd og hörmungar náungans, og gerum það sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn því, væri heimurinn snauður ef við gætum ekki enn notið fegurðar, vorsins, hluta sem við unnum úr bernsku, fuglasöng, trjáa, vorsins, tilhugalífi froska, eða hvað sem kann að snerta streng í okkur. Það væri til lítils að byggja upp útópíusamfélag ef við gætum ekki haft ánægju af viðlía fyrirbærum. Ef maðurinn trúði aðeins á vélar og útilokaði áðurnefndar tilfinningar, væri vegurinn vís að haturs- og foringjadýrkun.
Þessi grein þykir mér í raun óður til lífsins, að án þess að líta framhjá því illa, geti maður enn reynt að halda í það góða og fagra. Mér finnst að ég gæti ekki verið meira sammála honum í þessu efni. Þetta er um leið haldreipi. Gæti maður ekki haldið í það hefði harðstjórnin og kúgunarvaldið sigrað. Þetta skýrir einnig viðhorf Orwell til sannleikans og mikilvægi þess að halda í hann, sem sést kannski hvað best í 1984. Ég hvet lesendur eindregið til að lesa þessa dásamlegu grein, hún talar svo sannarlega sínu máli.
Ég læt að endingu fylgja niðurlag Some Thoughts On The Common Toad, sem ég skellti einnig með tilvitunununum í þartilgerðum dálki:
At any rate, spring is here, even in London N.I, and they can’t stop you enjoying it. This is a satisfying reflection. How many a time have I stood watching the toads mating, or a pair of hares having a boxing match in the young corn, and thought of all the important persons who would stop me enjoying this if they could. But luckily they can’t. So long as you are not actually ill, hungry, frightened or immured in a prison or a holiday camp, spring is still spring. The atom bombs are piling up in the factories, the police are prowling through the cities, the lies are streaming from the loudspeakers, but the earth is still going round the sun, and neither the dictators nor the bureaucrats, deeply as they disapprove of the process, are able to prevent it
Mér er víst hollast að snúa mér aftur að lestri. Lög dagsins eru Bruce's Philosopher´s Song með Monty Python auk hvaða laga sem er af plötunum Highway To Hell og Back In Black með AC/DC
sunnudagur, apríl 23, 2006
Gamla Grýla gefst sannarlega ekki upp á rólunum!
Heppileg tímasetning, hmm?
Þetta á sinn þátt í því að ég er orðinn býsna skeptískur á öll þessi myndbönd. Hvað sem er til í þeim, og það er margt sem gerir þau vafasöm, þó ekki sé meira sagt, virðast þau alltaf birtast þegar neyðin er stærst hjá nýhaldinu (neo-cons). Út af því að erkigrýlan Osama gagnrýnir verknaðinn (að því gefnu að við gefum okkur að þetta sé hann, en um slíkt þori ég engan veginn að fullyrða), þá hlýtur hann að vera góður. Þetta er þrátt fyrir allt barátta milli "okkar" og "þeirra". Það er í himnalagi að fjársvelta Palestínumenn, út af því að Osama lýsir stuðningi við þá. Og islam er að sjálfsögðu verkfæri djöfulsins og þeir sem eru „sammála“ Osama eru stuðningmenn hryðjuverkamanna, fanatíkerar eða „fanatic-huggers“ og óvinir vestræns lýðræðis, föðurlandssvikararar, kommúnistar, afturhaldskommatittir og allt í allt ólandi og óferjandi fjandar.
Hvernig er þetta EKKI augljóst?
Þykir mér einum tímasetningar þessara myndbanda sérlega „þægilegar“ fyrir vissa aðila, að því leiti að þær birtast nánast alltaf á þeim tíma að þær draga fólksins frá voðaverkum eða vandmálum "kyndilbera lýðræðisins" og virðast vera prýðilegar til að sameina fólkið gegn óvininum, og eru einnig notaðar sem réttlæting til að skerða borgaraleg réttindi, sem og réttindi fanga? Dæmi hver um sig, um ásetning, en það er sérstakt hvernig þess háttar myndbönd spila beint upp í hendurnar á þeim sem þeim ku vera beint gegn.