sunnudagur, apríl 23, 2006

Gamla Grýla gefst sannarlega ekki upp á rólunum!


Heppileg tímasetning, hmm?
Þetta á sinn þátt í því að ég er orðinn býsna skeptískur á öll þessi myndbönd. Hvað sem er til í þeim, og það er margt sem gerir þau vafasöm, þó ekki sé meira sagt, virðast þau alltaf birtast þegar neyðin er stærst hjá nýhaldinu (neo-cons). Út af því að erkigrýlan Osama gagnrýnir verknaðinn (að því gefnu að við gefum okkur að þetta sé hann, en um slíkt þori ég engan veginn að fullyrða), þá hlýtur hann að vera góður. Þetta er þrátt fyrir allt barátta milli "okkar" og "þeirra". Það er í himnalagi að fjársvelta Palestínumenn, út af því að Osama lýsir stuðningi við þá. Og islam er að sjálfsögðu verkfæri djöfulsins og þeir sem eru „sammála“ Osama eru stuðningmenn hryðjuverkamanna, fanatíkerar eða „fanatic-huggers“ og óvinir vestræns lýðræðis, föðurlandssvikararar, kommúnistar, afturhaldskommatittir og allt í allt ólandi og óferjandi fjandar.
Hvernig er þetta EKKI augljóst?
Þykir mér einum tímasetningar þessara myndbanda sérlega „þægilegar“ fyrir vissa aðila, að því leiti að þær birtast nánast alltaf á þeim tíma að þær draga fólksins frá voðaverkum eða vandmálum "kyndilbera lýðræðisins" og virðast vera prýðilegar til að sameina fólkið gegn óvininum, og eru einnig notaðar sem réttlæting til að skerða borgaraleg réttindi, sem og réttindi fanga? Dæmi hver um sig, um ásetning, en það er sérstakt hvernig þess háttar myndbönd spila beint upp í hendurnar á þeim sem þeim ku vera beint gegn.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.