sunnudagur, apríl 30, 2006

Um daginn heyrði ég eftirfarandi frétt í Ríkisútvarpinu, sem mér þótti nokkuð sláandi:
OPINBER RANNSÓKN HEFUR SÝNT FRAM Á AÐ AL-QAEDA KOM HVERGI NÆRRI SPRENGJUÁRÁSINNI Í LONDON.
Þetta er dálítið annað en fullyrðingar stjórnmálamanna og fjölmiðla um að þeir hefðu sannanir fyrir aðild al-Qaeda að sprengjuárásinni. Þar var hæst flaggað myndbandi sem birtist á internetinu, þar sem liðsmaður al-Qaeda átti að hafa lýsti ábyrgðinni á árásinni á hendur samtakanna, og var það notað sem heilögar vitnisburður um aðild samtakanna að ódæðinu. Hættan við al-Quaida var svo fullkomin réttlæting þess að eftirlit með íbúum var snaraukið, borgaraleg réttindi skert og alið á tortryggni í garð náungans. Var þá myndbandið falsað? Var þetta þá allt saman blöff?
Það setur óneitanlega að manni óhug við slíka frétt, þó að maður hafi haft sínar grunsemdnir að mögulega væri ekki allt með felldu. Ef maður getur ekki treyst þessu myndbandi, hvaða myndböndum, hjóðupptökum eða yfirlýsingum getur maður treyst? Hvaða „sönnunum“ eða „grumsemdum“ „sérfræðinga“ og öðrum fullyrðingum getur maður treyst, sérstaklega í þeim tilvikum þegar heimildamenn eru ekki nefndir? Hverju getur maður yfirleitt treyst? Hvað annað er þá blöff, hverjir blöffa og hvers vegna? Qui bono? Og skyldu svo ófalsaðar upptökur eða yfirlýsingar rata til okkar, hvernig ættum við þá að þekkja sannleikann frá lyginni? Við erum kominn í stöðu fólksins sem heyrði strákinn hrópa „úlfur, úlfur“! Hvernig eigum við að greina sannleikann frá lyginni?

Eftirfarandi frétt þykir mér hins vegar mikið fagnaðarefni, sem blæs manni sannarlega kappi í brjóst: HUNDRUÐIR ÞÚSUNDA FYLKTU LIÐI Á MANHATTAN Í GÆR TIL AÐ MÓTMÆLA HERNAÐI BANDARÍKJASTJÓRNAR Í ÍRAK, KREFJAST ÞESS AÐ HERINN YRÐI KALLAÐUR HEIM OG FORDÆMA ÁFORM UM STRÍÐ GEGN ÍRAN

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.