Í gær dró Vésteinn mig með sér í MÍR að sjá rússneska mynd, sem hvorugur okkar vissi hver yrði. Það reyndist vera Bernska Ívans eftir Andrei Tarkovskí. Þessi mynd er hreinasta meistaraverk.
Ég fékk í fyrradag sendingu frá Amazon með gripum sem ég hafði hlakkað til að fá. Þeim mun betra var að þetta kæmi núna allt saman í einum pakka. Fyrst var klassísk Carl Barks-saga, sagan af Gullna reyfinu. Næst var diskurinn Early Recordings með blústónistarmanninum Skip James. Upptökur frá 4. áratugnum. Alveg frábær tónlist. Meðal góðra laga eru til dæmis „Devil Got My Woman“ og „Hard Time Killin’ Floor Blues“. Það seinna mátti heyra í kvikmyndinni O Brother Where Art Thou? Þar var það flutt af Chris Thomas King.
Loks fékk ég senda kvikmynd sem ég hef beðið með óþreyju eftir að sjá. Hún heitir Paradise Now og er frá Palestínu. Myndin fjallar um tvo vini sem hafa alist upp saman undir hernámi á Vesturbakkanum. Þeir eru fátækir, vinna skítastörf og framtíðin virðist ekki hafa upp á mikið að bjóða. Dag einn er öðrum þeirra tilkynnt að þeir hafi verið valdir til að framkvæma sjálfsmorðsárás í Tel Aviv. Getur eitthvað eða einhver fengið þá til að snúast hugur?
Þessi mynd réttlætir síður en svo sjálfsmorðsárásir. Hún er þvert á móti ákall um frið. Hún sýnir hins vegar úr hvaða umhverfi ungir menn sem eru tilbúnir til að sprengja sig og aðra í loft upp geta komið og veltir vöngum yfir hvað fær þá til að geta gert slíkt. Myndin sýnir að þetta er fólk með andlit og sína sögu. Myndin er tekin upp "on location" á Vesturbakkanum, í Nablus, Tel Aviv og Nasaret. Hún fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í sama flokki. Mér sýnist á öllu að þetta sé mjög áhrifamikil mynd. Hyggst horfa á hana í kvöld. Heimasíða myndarinnar er hér, þar má m.a. finna umfjöllun og trailer. Í trailernum hljómar hið gullfallega lag Alexi Murdoch, „Orange Sky“.
Loks átti ég feiknagott djamm með Dodda og kórfélögum í gær.
Lag dagsins: „Devil Got My Woman“ með Skip James.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli