Í Möðrudal
Þetta vísukríli er sönglað fram í fóksflutningabíl frá Akureyri miðvikudaginn 4. ágúst 1937, þegar við ókum frá Möðrudal á Fjöllum á leið austuryfir öræfin. Það var nálægt kl. 9.45 árdegis í sólskini og suðvestanvindi. Höfðum staðið við í Möðrudal í 10 mínútur. Lesandinn er beðinn að reyna að lifa upp með sjáandi augum ástmeyjuna og tunglsljósið og kvöldfstjörnuna. Lag kompóneraði ég við kvæðið um leið og ég raulaði það fram.
Í Möðrudal á Fjöllum er mánaljósið tært
og meyjaraugun fegri en himinsólin.
Og kvöldstjörnunnar ljós, það lýsir þar svo skært.
Þar leiðast þau sem elskast bak við hólinn.
-- Þórbergur Þórðarson, Edda
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli