Háskólakórinn verður með tónleika í Neskirkju kl. 17:00 á morgun. Miðaverð er 2000 krónur. Meðal verka á efnisskránni eru Festival Te Deum eftir Benjamin Britten og Requiem eftir Gabriel Fauré. Kórinn syngur bæði a capella og með orgeli, og hljómsveit. Eftir tónleikanna sé ég fram á mikla jörfagleði í teitinu heima hjá Kristjáni.
Á heimasíðu kórsins má heyra kórinn flytja nokkur
lög sem munu koma út á kórdisknum. Við erum að safna fyrir ferð á kóramót í Finnlandi í vor.
Ef þið mætið ekki á morgun eða kaupið diskinn megið þið éta það sem úti frýs og hananú!
laugardagur, apríl 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli