laugardagur, apríl 29, 2006

Álelújá


Áhugaverða mynd má finna á forsíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn. Fréttin sem henni fylgir er um að síðasti hluti stálvirkis kerskála fyrir verksmiðjuna á Reyðarfirði sé kominn á sinn stað. Á myndinni, sem tekin er af stálvirkinu á þann hátt að litið er upp á það, sést stálvirkið rísa í tign og mikilfengleik eins og Artemishofið í himinnblámanum. Hópur starfsmanna er samankomninn í bljúgri bæn fyrir framan, starfmenninir eru klæddir í appelsínugulan og gulan einkennisklæðnað, snúa baki í lesandann og horfa á helgidýrðina sem teygir sig til himins, uppfullir af andakt, svo ætla mætti að þar væri á ferð hópur tíbetskra meinlætamunka.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.