Krossferð
með herópið úr krossferð rauða hersins
hóf vængbrotin farfuglahreyfing
steinaldarárás á ríkisvaldið
eftir herferð rauða krossins
varð jarðarför ferðafélagsins
að kröfugöngu verkalýðsins
en á varðbergi við hrafnaþing
hvíta hússins biðu grímumenn
þarfasta þjónsins með táragas
-- Jónas E. Svafár, Geislavirk tungl (1957), einnig í ljóðasafninu Klettabelti fjallkonunnar (1968)
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli