laugardagur, apríl 29, 2006

Það styttist í að The Stooges komi. Undirritaður fer að sjálfsögðu á þá tónleika og iðar í skinninu. Það styttist raunar líka í bókemnntafræðipróf hjá undirrituðum (daginn eftir tónleikana), og iðar undirritaður ekki eins í skinninu eftir því, nema ef ske kynni af nokkru stressi, sem undirritaður reynir að tempra. Undirritaður hefði hins vegar svo sannarlega ekki viljað missa af þessum tónleikum. Annars er tvísýnt hversu mikinn munað undirritaður lætur annars eftir sér þar til eftir próf, en hyggst hann sletta ærlega úr klaufunum á tónleikunum. Undirritaður tók sér smá hvíld í gær eftir prófið í fílunni, hvárt hann telur að honum hafi gengið vel í, brá sér í sund, snæddi með ömmu og bróður og fór á kaffi- og öldurhús með Dodda. Undirritaður þarf hins vegar all nokkuð að truntast til að halda á spöðunum næstu daga.
Óþreyjufullum Iggy-aðdáendum bendi ég á þetta myndband, tvö lög, TV Eye og 1970, frá gömlum tónleikum kappanna, þar sem þeir fara hamförum.

Undirritaður vonar einnig að Stooges taki nokkur sólólög Iggys, þá er honum lagið The Passenger, af plötunni The Idiot efst í huga. Það er lag dagsins.
Undirritaður varpar textanum hér:

The Passenger

I am the passenger and I ride and I ride
I ride through the city's backsides
I see the stars come out of the sky
Yeah, the bright and hollow sky
You know it looks so good tonight

I am the passenger
I stay under glass
I look through my window so bright
I see the stars come out tonight
I see the bright and hollow sky
Over the city's ripped backsides
And everything looks good tonight
Singing la la la la la.. lala la la, la la la la.. lala la la etc

Get into the car
We'll be the passenger
We'll ride through the city tonight
We'll see the city's ripped backsides
We'll see the bright and hollow sky
We'll see the stars that shine so bright
Stars made for us tonight

Oh, the passenger
How, how he rides
Oh, the passenger
He rides and he rides
He looks through his window
What does he see?
He sees the sign and hollow sky
He sees the stars come out tonight
He sees the city's ripped backsides
He sees the winding ocean drive

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.