þriðjudagur, apríl 25, 2006

And Socrates himself is particularly missed...
Hugleiðingar um próflestur í Heimspekilegum Forspjallsvísindum og grein George OrwellÁfram truntast ég í fílunni. Próf á föstudaginn. Getað ekki neitað því að ég er dulítið stressaður. Hefði átt að hefja lestur mun fyrr en ég gerði.
Það get ég sagt um Schleiermacher, að þetta er alla vega ekki nafn sem maður gleymir auðveldlega. Ekki fremur en Elí Áni, Járbrá, Ína Þöll eða Hnöll Dögg Mjöll.
Textarnir eru upp og ofan. Róbert kann að setja skýrt og skilmerkilega fram, jafnvel skemmtilega, en það sama verður ekki alltaf sagt um erlendu greinarnar. Vill stundum verða bölvaður vaðall. Sumir virðast velta sér upp úr ekki neinu (t.d. efahyggjumenn margir hverjir), svo vangavelturnar verða jafn áhugaverðar og gagnlegar og hversu margir englar komast fyrir á títuprjónshaus. Málfar margra er líka mjög „fræðilegt“, eins og höfundar vilji fremur sýna fram á hvað þeir eru lærðir en að setja textann fram á máli sem er aðgengilegt, eða alla vega skiljanlegt lesanda. Sem ég sagði áðan hef ég ekki orðið var við þetta í bókinni hans Róberts. Á hinn bóginn eru greinarnar þar býsna lengri.
Af öllum þeim greinum sem við höfum lesið í forspjallsvísindum, var ég líklega hrifnastur af grein George Orwell, Some Thoughts On The Common Toad, rituð 1946. Næst henni myndi ég líklega setja hugleiðingar Henry David Thoreau í Walden, alla vega útfrá því ágripi sem við fengum af henni í grein Róberts og umfjöllun Róberts sjálfs. Í þessari grein Orwell lýsir hann athugun sínum á tilhugalífi froskanna, og því þegar sumarið kemur til Englands. Hann veltir vöngum yfir þeim rökum hvort sé rangt að gleðjast yfir "de små glæder i livet", fegurð náttúrunnar þegar á hinn bógin má hvarvetna sjá hörmungar og eymd meðal fólks og hvort það að njóta fegurðarinnar og finna til gelði fái mann til að hunsa hörmungarnar, eymd og óréttlæti. Orwell kemst að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé sjálfsagt að við séum meðvituð um eymd og hörmungar náungans, og gerum það sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn því, væri heimurinn snauður ef við gætum ekki enn notið fegurðar, vorsins, hluta sem við unnum úr bernsku, fuglasöng, trjáa, vorsins, tilhugalífi froska, eða hvað sem kann að snerta streng í okkur. Það væri til lítils að byggja upp útópíusamfélag ef við gætum ekki haft ánægju af viðlía fyrirbærum. Ef maðurinn trúði aðeins á vélar og útilokaði áðurnefndar tilfinningar, væri vegurinn vís að haturs- og foringjadýrkun.
Þessi grein þykir mér í raun óður til lífsins, að án þess að líta framhjá því illa, geti maður enn reynt að halda í það góða og fagra. Mér finnst að ég gæti ekki verið meira sammála honum í þessu efni. Þetta er um leið haldreipi. Gæti maður ekki haldið í það hefði harðstjórnin og kúgunarvaldið sigrað. Þetta skýrir einnig viðhorf Orwell til sannleikans og mikilvægi þess að halda í hann, sem sést kannski hvað best í 1984. Ég hvet lesendur eindregið til að lesa þessa dásamlegu grein, hún talar svo sannarlega sínu máli.
Ég læt að endingu fylgja niðurlag Some Thoughts On The Common Toad, sem ég skellti einnig með tilvitunununum í þartilgerðum dálki:

At any rate, spring is here, even in London N.I, and they can’t stop you enjoying it. This is a satisfying reflection. How many a time have I stood watching the toads mating, or a pair of hares having a boxing match in the young corn, and thought of all the important persons who would stop me enjoying this if they could. But luckily they can’t. So long as you are not actually ill, hungry, frightened or immured in a prison or a holiday camp, spring is still spring. The atom bombs are piling up in the factories, the police are prowling through the cities, the lies are streaming from the loudspeakers, but the earth is still going round the sun, and neither the dictators nor the bureaucrats, deeply as they disapprove of the process, are able to prevent it

Mér er víst hollast að snúa mér aftur að lestri. Lög dagsins eru Bruce's Philosopher´s Song með Monty Python auk hvaða laga sem er af plötunum Highway To Hell og Back In Black með AC/DC

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.