Nú er mér skapi næst að taka sleggju og mölva þennan helvítis prentara og helvítis tölvudrasl mélinu smærra og dansa síðan stríðsdans yfir hræinu. Þolinmæði mín gagnvart tölvuveseni er ekki mikil. Ég get ekki prentað neitt út og skjalið með glærunum sem ég vildi prenta er of stórt til að senda með e-mail. Og ég varð að bíða í ca. kortér áður en hotmail gat náðarsamlegast tjáð mér það. Nú er bara að sjá hvort sé opið á Þjóðarbókhlöðunni og hvort ég megi prenta út þar. Sérlega skemmtilegt í ljósi áðurnnefnds kvefs míns. Grrrrr....
þriðjudagur, september 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli