NB: Afsakið misskilninginn með frumsýninguna á Corpse Bride. Dagsetninginn sem ég nefndi var frumsýning í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvenær hún verður frumsýnd hér heima, en það er vonandi ekki langt í það.
Mamma er kominn heim frá Englandi. Gaman að því. Úti keypti hún kvikmyndina Metropolis eftir Fritz Lang frá 1927. Þessi sígilda mynd er eitt helsta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Eins keypti hún La Rêgle du jeu eftir Jean Renoir. Ég hef ekki séð hana enn en líst mjög vel á hana. Loks keypti mamma Henry's Dream með Nick Cave and the Bad Seeds. Það er góð plata.
Jórunn systir mín hefur búið í nokkur ár í Svíþjóð ásamt Arnari mági mínum og Börnum þeirra, Valla og Katrínu. Það er því sérlega ánægjulegt að þau séu núna flutt heim.
Lag dagsins: Papa won't Leave you, Henry með Nick Cave and the Bad Seeds
laugardagur, september 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli