mánudagur, september 19, 2005

Gamli góði Uri Avnery varð 82ggja ára um daginn. Ég óska honum til hamingju með það. Ég hef alltaf borið mikla viðingu fyrir Avnery, og hann er eftirlætis dálkahöfundurinn minn. Meistari Avnery er enn virkur aktívisti þrátt fyrir háan aldur, hann hefur aldrei látið undan síga í baráttu fyrir friði milli Palestínumanna og Ísraela, sem hann hefur varið þorra lífs síns í. Nýjasta grein hans nefnist Who murdered Arafat Hér veltir hann fyrir sér vafasömum opinberum skýringum á fráfalli Arafats, að enginn fótur virðist vera fyrir þeirri staðhæfingu að Arafat hafi látist úr alnæmi, (eins og dagblöðin vilja öll ýja að) heldur bendi öll einkenni til þess sama, að honum hafi verið byrlað eitur. Hann veltir fyrir sér hverjir kynnu að hafa staðið að slíku morði og hverjir myndu hafa hagnast á því.

Í seinni greininni í dálkinum fjallar hann um för sína og friðaraktívista til þorpsins Bil’in á Vesturbakkanum. Þar hefur verið vikuleg mótmælaganga gegn aðskilnaðarmúrnum, sem sölsar til sín gífurlegan hluta lands frá palestínumönnum og skiptir þorpinu í tvennt. Ísraelsher hertók Bi’lin, bannaði mótmælagönguna, girti af svæðið og setti á útgöngubann. Þrátt fyrir það hafa mótmæli farið fram, 200 manna hópurinn sem Avnery var þátttakandi í, komst til Bi’lin en urðu fyrir barðinu á harkalegu ofbeldi af hálfu hermanna.

Á Heimasíðu Gush Shalom er einnig sagt frá því að Gush Shalom bauð hollenska píanómeistaranum Jacob Allegro Wegloop að koma til til Bil’in og leika fyrir friði og á móti hernáminu. Hafði hann áður fengið hugmyndina um að leika fyrir friði í Ísrael. Wegloop Hann er langtíma stuðningsmaður Gush Shalom. Hann lék tónverk eftir Bach og Chopin og fólk þyrptist að til að fylgjast með. Þetta hefur verið áhrifaríkt og mér þykir þetta mjög falleg leið til að lýsa afstöðu og sýna málefni stuðning.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.