Davíð Oddson er búinn að segja af sér og er hættur í stjórnmálum. Það er aldeilis. Nú er ég síður en svo mikill fylgismaður hans, en vissulega undarlegtilfinning að hann sé að hætta. Hann hefur verið ráðherra frá því að maður var patti og verið í stjórmálum þarna frá því áður en maður man eftir sér eða var fæddur. Misjafn ferill með góðu og slæmu, eins og gerist á löngum ferli. Ég fer ekki að mér finnst gott að hann sé ekki lengur í stjórn í ljósi margra ákvarðanna og stefnu sem hann og fyrrum ríkisstjórn hans hafa haldið á lofti og ég er aldeilis andsnúinn. Það er einnig tímabært. Hann hefur setið lengi við völd. Hann og Halldór hefðu raunar átt að sjá sóma sinn í að segja af sér eftir að upplýst var að þeir höfðu blekkt þjóðina þegar þeir skýrðu frá hvernig staðið var að stuðningnum við stríðið í Írak. Maður spyr sig samt líka hvað taki við. Hvernig munu íslensk stjórmál líta út eftir breytta ráðherrastöðu, nýjan formann Sjálfstæðisflokksins og hvernig og hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni standast þetta. Davíð hefur verið andlit þessa flokks og óskoraður leiðtogi í áraraðir. Hann hefur orðið samnefnari fyrir flokkinn, hvort maður fílar flokkinn hefur mikið verið tengt hvort maður fíli Davíð og hefur það bæði náð til hans sem stjórnmálamanns og persónu hans. Hann hefur verið allt í öllu í flokknum og sameiningartákn í margra augum. Hann er umdeildasti stjórmálamaður á Íslandi og sá sem hefur verið lengst í stjórn. Hvað sem mönnum finnst um hann verður ekki af honum skafið að hann kann (oftast nær) að koma fyrir og hefur sinn sjarma. Sjarma sem mér finnst t.d. núverandi forsætisráðherra ekki búa yfir. Hvað nýja stöðu hans sem bankastjóra varðar, get ég ekki sagt að það komi mér sérlega á óvart. Bankastjórar koma iðulega úrt röðum þingmanna og mætti segja að kerfið sjái um sína. Eins settist hann ekkert í helgan stein eftir að hann sagðist ætla að hætta sem forsætisráðherra. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu. Maður vonar að ástandið muni fremur batna en vernsa en veit svo sem ekkert enn. Það er bara að bíða og sjá. Alla vegana fram að næstu kosningum.
miðvikudagur, september 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli