mánudagur, september 12, 2005

Í myrkri Edengarðsins
fann ég þig liggjandi
stúlkuna undir klöppinni
ég þurfti að kafa í dýpstu iður
uns ég fann þig
vanginn þinn var fölbleikur
og ég vildi ferma hvíta höndina
hún var ísköld og mjúk á yfirborðinu
en hörð að innan, eins og þú sjálf
og innst inni varstu tóm

þú starðir á mig tómu augnaráði
brostir til mín, frosnu brosi
svo tennurnar lýstu í myrkrinu
og ég fylltist náhrolli
og illur daunn steig upp og fyllti vit mín
gat verið að ég hefði vakið þig af Þyrnirósarsvefninum
eftir fegurðarblund í hundrað ár?
Ég flúði í dauðans ofboði
nú geng ég milli stofanna
og sérfræðingar telja mig stórfenglegt viðfangsefni
en enn man ég nafn þitt;
Nekrófilía

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.