þriðjudagur, september 06, 2005

Þá er skólinn hafinn aftur. Það svo sem ágætt. Úrvinda skólanemar ýmist ganga eða hlaupa í skólann með sultardropa á nefi, og rogast með skólatöskur sínar sem ætla mætti að í væru múrsteinar. Þetta á allt ágætlega við mig. Eftir sólríka sumardvöl í Svíþjóð og Danmörku hefur mér og áhlotnast hið indæla íslenska nefkvef, með gamla góða hálsslíminu. Ó, hvað ég hafði saknað þess. Gott ef ég er ekki að fá hita líka. Jolly good show, what! Á þessari önn er ég skráður í Breskar bókmenntir I, Breska menningarsögu, Enska hljóðfræði, almenn málvísindi og ritþjálfun. Það verður sumsé nóg að gera. Af þessu líst mér best á bókmenntirnar og menningarsöguna, þó svo að ég viti að það mun einnig krefjast vinnu og heilabrota en ég stóð mig þó best í menningarsögu og bókmenntum í vor og hafði mestan áhuga á því. Hvað hitt varðar verður maður víst að taka það súra með því sæta, þó ekki sé laust við að manni hrjósi nokkuð hugur við því. Auðvitað mun ég reyna að nálgast þetta með jákvæðu hugarfari og standa mig en þá gæti alveg þurft að læra eins og Ödipus.
Í bókmenntum erum við núna að lesa William Blake. Mörg mögnuð ljóð eftir hann. Það minnti mig líka á bráðfynda myndasögu úr Calvin and Hobbes. Ég fann hana hins vegar einungis í smáu formatti á netinu. Ég birti því textann hér fyrir neðan, til hægðarauka þeim sem eiga erfitt með að lesa svo smátt letur.

PANEL 1: Calvin (over the sleeping Hobbes): "'Tiger! Tiger! Burning bright,
In the forests of the night."

PANEL 2: Calvin: "Blake wrote that. Apparently the tiger was on fire. Maybe
his tail got struck by lightning or something."

PANEL 3: Calvin: "Flammable felines--what a weird subject for poetry." (Hobbes
stirs)

PANEL 4: Hobbes (awake but still reclining): "This is why I try to sleep through most of the day."

Eins er ég sérlega hrifinn af þessum fyrstu ljóðlínum „Augires of Innocence“ og fer vel á að bæta þeim við tilvitnanirnar hér til hægri;
To see a world in a grain of sand and heaven in a flower, hold infinity in the palm of your hand, and Eternity in an hour.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.