Faðir minn skrifaði góða grein um fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu Siglufjarðarganga í gegn um Héðinsfjörð, og birtist hún í umræðunni á bls. 40 í Morgunblaðinu, laugardaginn 3. september. Hann bendir á að fyrir helming þess fés sem nú á að verja í göng gegn um Héðinsfjörð mætti leggja göng undir Siglufjarðarskarð. Fyrir sama fé mætti svo leggja göng gegn um Siglufjarðarskarð og önnur í gegn um Vaðlaheiði, eins og hann leggur til. Hann minnist einnig á framtíðarvonir Siglufjarðar, en atvinnuvegur er ótryggur vegna snjóflóðahættu. Auk þess sem fyrirhuguð göng gegn um Héðinsfjörð myndu raska friðsæld Héðinsfjarðar og Hvanndala bendir pabbi á sérstöðu þessara staða staðanna og einstaka mannlífssögu.
fimmtudagur, september 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli