Á morgun verður nýja myndin hans Tim Burton; Corpse Bride frumsýnd. 19-aldar gotneskt rómantík, virðist ætla að verða bæði tragísk og gamasöm. Þetta er brúðumynd með tækni a la The Nightmae Before Christmas, stop-motion tekník. Hún er í svipuðum anda og Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og The Nightmare before Christmas. Johnny Depp og Helena Bonham Carter ljá aðalpersónunum raddir sínar. Með öðrum orðum; meistari Burton að gera það sem hann gerir best. Og engir apar, hehe! Djöfull hlakka ég til að sjá hana. Trailerinn má nálgast Hér er trailer. Lofar góðu. :)
Annað gott; 29. september hefst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Sama dag setur Nemendaleikhúsið upp sýninguna Forðist okkur, eftir Hugleik Dagsson. Góð tíð í vændum.
fimmtudagur, september 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli