Ég er núna búinn með ca. einn fjórða af The Grapes of Wrath, eftir John Steinbeck. Það er góð bók og mér líkar þeim mun betur við hana sem á líður. Ég er svo sem ekki viss um að ég væri tilbúinn að mæla með henni fyrir alla. Sagan er ekkert léttmeti,getur virkað dálítið þung á köflum, ég var dálítinn tíma að komast inn í hana og stundum þarf maður að hafa sig við að halda þræði og beita ímyndunaraflinu. Á það sérlega við ef hún er lesin á ensku. Stíll Steinbecks er mjög sérstakur og kannski ekki við allra hæfi. Hann lýsir öllu af mjög mikilli nákvæmni, frá umhverfi til útlits fólksins en hægt og hægt fær maður sympatíu með fólkinu og atburðunum. Einnig er bygging kaflanna nokkuð mismunandi eftir því hvað hann tekur fyrir, bæði að lengd og formi. Það verður ekkki annað sagt að hann reyni að varpa eins fjölbreyttri og greinagóðri mynd af ástandinu, umhverfinu og fólkinu og auðið er. Hann tengir líka stóra atburði við einstaklinginn. Það er mikil ádeila og reiði í bókinni í bókinni en einnig finnur maður fyrir húmanisma og mikilvægi samstöðu. Fyrir þá sem ekki þekkja gerist þessi bók á kreppuárunum og lýsir því þegar uppskerubrestur verður í Oklahóma og eigendur landsins, bankar og lánastofnanir rústa húsum ábúendanna, reka þá af landinu og senda á vonarvöl. Samhliða heildarmyndinni rekur Steinbeck sögu einnar fjölskyldunnar, Joad-fjölskyldunnar auk fyrrum prestisins, Jim Casy. Allt fólkið neyðist til að selja búslóðina fyrir notaða bílgarma og leggur í langferð um þjóðveg 66 til Kaliforníu, þar sem er búið að lofa gulli og grænum skógum. ég birti hér klausu sem mér fannst afar áhrifarík, eftir að fólkið hefur, með blæðandi hjarta þurft að selja allt sem það átti:
Maybe we can start again in the new rich land – in California, where the fruit grows. We’ll start over.
But you can’t start. Only a baby can start. You and me – why, we’re all that’s been. The anger of a moment, the thousand pictures, that’s us. This land, this red land, is us; and the flood years and the draught years and the dust years are us. We can’t start again. The bitterness we sold to the junk man – he got it all right, but we have it still. And when the owner men told us to go, that’s us; and when the tractor hit the house; that’s us until we’re dead. To California or any place – every one a drum major leading a parade of hurts, marching with our bitterness. And some day – the armies of bitterness will all be going the same way. And they’ll all walk together and there will be a dead terror from it.
fimmtudagur, september 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli