Í gær, þegar ég leit í spegil, rann upp fyrir mér að ef ég safnaði yfirskeggi og hökutoppi væri ég ekki svo ósvipaður Trotsky í útliti.
Heimspekilegar og tilvistarlegar vangaveltur mínar um daginn leiddu mig einnig að eftirfarandi niðurstöðu. Það má segja að ég sé ein heild. En eins má segja að ég skiptist í nokkra hluta, eða sjálf. Það er minn innri maður, hið andlega og svo er hið líkamlega. Auk þess á ég mér rafrænt sjálf sem lifir sjálfstæðu lífi á þessu bloggi. Ergo: Ég er þríeinn.
mánudagur, september 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli