Nú líður að jólum, og fólk fagnar vetrarsólstöðum, hver með sínum hætti. Kristnir halda upp á fæðingu Jesú krists, sem álitinn er hafa fæðst í Betlehem í Júdeu, þar sem núna heitir Vesturbakkinn og er á herteknum svæðum Palestínu. Hann er kenndur við náungakærleik og fyrirgefningu og meðal fegurstu kaflanna í Biblíunni eru orðin sem lögð eru í munn hans í fjallræðunni sem og gullna reglan, sem margir telja að sé kjarninn í boðskap hans og menn ættu að geta sameinast um, óháð trúarskoðunum: “Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra”.
Jólaguðspjallið er flutt í Ríkisútvarpinu ár hvert. Þar segir frá trésmið sem hélt með þungaðri konu sinni til þorpsins Betlehem í Galíleu, svo Rómverjar, sem voru þá með hersetu í landinu, gætu skráð hann í manntali sínu. Ekkert gistirými var að finna svo þau urðu að hírast í fjárhúsi. Lesendur kannast að öllum líkindum við söguna.
En hvað er að gerast í Betlehem í dag? Aðskilnaðarmúr liggur þvert í gegn um borgina, Ísraelsher takmarkar aðgengi pílagríma og landið er hersetið. Svo dæmi sé tekið gæti palestínskur trésmiður með þungaða konu, við getum kallað hann Youssef, þurft að bíða endalaust við eftirlitsstöðvar Ísraelshers eða að hann kæmist ekki vegna vegatálma. Hvort hann kæmist í gegn færi í raun eftir duttlungum ísraelsks hermanns, sem líklega væri rétt í kringum tvítugt. Dæmi eru um að konur hafi þurft að fæða börn við vegatálma eða eftirlitsstöðvar vegna þess að þeim var ekki hleypt í gegn og margar hafa látist af barnsförum þar sem þær fengu ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Þar sem Youssef er Palestínumaður þyrfti hann sérstakt leyfi hernámsyfirvalda til þess að mega ferðast til Jerúsalem. Á dögunum gáfu hernámsyfirvöld t.a.m. leyfi fyrir 40 nýjum landtökubyggðum í Betlehem.
Samtímis hefur Ísrael lokað einni af aðkomuleiðunum að Al-Asqa moskunni í Jerúsalem, einum mesta helgistað múslima í heiminum, en minnumst þess að borgin er í senn helg kristnum, múslimum og gyðingum.
Í þorpinu Nabi Saleh á Vesturbakkanum mótmælti fólk friðsamlega hernáminu en Ísraelsher svaraði með ofbeldi. Ungur maður, Mustafa Tamimi, lést af sárum sem hann hlaut þegar ísraelskur hermaður skaut táragassprengju í andlit hans úr návígi. Mustafa var 28 ára gamall og á ættingja hér á landi.
Landtökumenn hafa bæði stolið landi og vatni þorpsbúa. Tugir voru handteknir fyrir þáttöku í mótmælunum.
Yfirlýstir stuðningsmenn Ísrael birta iðulega greinar í Morgunblaðinu. Oft tala þeir um kristileg gildi sem þeir aðhyllist. Munu þessir stuðningmenn fordæma aðgerðir hermanna og landtökufólks? Munu prestar minnast á þetta í predikunum sínum þegar talað er um Betlehem, eða skiptir það eitt máli sem á að hafa gerst fyrir 2000 árum? Mun fólk almennt, hvaða lífsskoðanir sem það annars aðhyllist, taka sér stöðu með mannréttindum og baráttunni fyrir því að hernáminu ljúki og friður komist á? Eða fáum við réttlætingar á þessu framferði og friðarkveðjur í sömu andránni? Mun fólk fussa yfir því hvað þessir arabar/múslimar sé nú klikk? Eiga skilaboðin með slíku skeytingarleysi kannski að vera þau að guð búi fyrst og fremst í gaddavírnum, amma, svo vísað sé í frægt lag Megasar?
Hvað myndi Jesús gera?
Einar Steinn Valgarðsson Höfundur er í MA-námi í enskukennslu við HÍ og situr í stjórn í Félagins Ísland-Palestína.. Greinin birtist samdægurs bloggfærslunni í Morgunblaðinu á bls. 34..
Þá er ég öllu spenntari fyrir I Was Born Here, I Was Born There eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Barghouti en bókinni að neðan. ég pantaði mér Bók Barghoutis og hún ætti að vera komin í kringum sjöunda til níunda nóvember. Hlakka mikið til að lesa hana. Fyrri bókin hans, I Saw Ramallah, er hreint afbragð og með því allra besta sem ég hef lesið um ástandið. Ég fjallaði um fyrri bókina hans í Frjálsri Palestínu árið 2010. Greinin, sem ég nefndi "En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland" (tilvísun í Stephan G. Stephansson), er á bls. 16 -17 í blaðinu.
Nýútkomin bók hefur verið áberandi í bókabúðum og verið auglýst víða, en hún nefnist "Sonur Hamas" og er eftir Mosab Hassan Yousef, son Sheikhs Hassan Yosef, eins af stofnendum Hamas.
Fram kom á vefnum að Mosab, sem kristnir zíonistar eru núna sérlega duglegir að hampa sem hetju, snerist frá Hamas til kristni en lét sér það ekki nægja, heldur hóf að starfa með ísraelsku innanríkisleyniþjónustunni, Shin Beit.
Sumir hafa reyndar efast um að Yosef sé heill í stuðningi sínum við ísraelsk yfirvöld og leiki jafnvel tveimur skjöldum, nú eða að hann hafi verið þvingaður til þessa, í kjölfar þess að hann var handtekinn af ísraelum. Um það skal ég ekkert segja, en hann heldur því alltént fram opinberlega að hann hafi snúist af hugsjónaástæðum.
Ég get hins vegar ekki losnað við tilfinninguna að annarlegur ásetningur kunni að vera að baki þessari útgáfu og spyr mig hvaða hagsmunum hún þjónar. Finnst eins og útgáfa hennar sé ekki síst til að ala á einhæfri mynd og ýta undir fyrirfram gefnar hugmyndir. Þá vekur tímasetningin einnig grunsemdir. Seint yrði ég kallaður hrifinn af Hamas, og held að gagnrýnin sem þeir fá kynni svo sannarlega að eiga rétt á sér. Eins væri áherslan á að Ísraelar séu ekki allir vondir rétthá, þó það nú væri. En að ætla að skella allri skuld á andspyrnuna en engri á hernámsliðið þykir mér vafasamt í meira lagi.
Ég veit ekki mikið um þýðandann, annað en að hann heldur úti þættinum "ljós í myrkri" á Omega. Hef ekki staðfest hvort hann sé zíonisti, en mann skyldi ekki undra.
Ef sonur Sitting Bull hefði sagt skilið við andpyrnu Sioux-indíána og gengið til liðs við bandaríska riddaraliðið sem uppljóstrari, með þeim rökum að Sioux-indíánar væru hryðjuverkamenn sem flettu höfuðleður af hvítum, á sama tíma og hinir hvítu teygðu sig æ lengra yfir á landsvæði indíána og sviku loforð um verndarsvæði, hefðu þá indiánar fremur átt að álíta hann hetju eða svikara?
Mér finnst lítið unnið með rökræðum um trú, fornleifafræði eða "hver kom fyrstur", hversu rétt sem hægt er að hafa fyrir sér í þeim efnum. Mér finnst það vera komnar nokkuð út fyrir kjarna málsins. Staðan er þannig að hvorug þjóðin er að fara af svæðinu nema að hún verði þvinguð til þess. Væri slík þvingun æskileg? Hvað eigin afstöðu varðar, þá er svar mitt hreint og klárt "nei". Það sem mér finnst skipta mestu máli í dag er að þjóðirnar geti lifað saman í friði, við lífvænleg skilyrði og að mannréttindi þeirra séu virt.
Skyldi einhvern tíman grípa einhvern óstjórnleg löngun til að gefa mér gjöf af því að ég er svo ógisslega frábó má viðkomandi alveg gefa mér eithvað af eftirfarandi. Þessi listi verður svo uppfærður með tímanum, detti mér fleira í hug og eignist ég eitthvað sem er á honum núna. Annars brúka ég bókasafnið. :) Skáletrað er það sem ég hef eignast síðan að þessari færslu var fyrst póstað.
Tónlist: Metallica - Live Shit -Binge and Purge (Tónleika-box set með Metallica)
Le Trio Joubran - Asfar Rockers - soundtrack (reggítónlist) Manhattan - soundtrack Sinfónía frá Nýja heiminum eftir Antonín Dvorák í hljómsveitarstjórn Herberts von Karajan The Road to Or Shalem (tónlistarDVD með hljómsveitinni Orphaned Land)
Ljóð: Taha Muhammad Ali: So What: New and Selected Poems, 1971-2005 Ljóð Mahmoud Darwish, t.d. Unfortunately it Was Paradise, Mourid Barghouti: A Small Sun, Midnight and Other Poems Pablo Neruda: E-ð ljóðasafn? Allen Ginsberg: The Collected Poems 1947-1995 The Collected Poems of Langston Hughes Poets for Palestine
Bækur: Uri Avnery: 1948- A Soldier's Tale - The Bloody Road to Jerusalem Adina Hoffman: My Happiness Bears No Relation to Happiness - A Poet's Life in the Palestinian Century (ævisaga palestínska ljóðskáldsins Taha Muhammad Ali) Avi Shlaim: The Iron Wall: Israel and the Arab World, The Lion of Jordan Dov Yirmiya: My War Diary Eknath Easwaran: Nonviolent Soldier of Islam: Badshah Khan: A Man to Match His Mountains Abdul Ghaffar Khan: My life and struggle;: Autobiography of Badshah Khan Edward Said: The Question of Palestine, Covering Islam: How the Media and the Experts Determine How We See the Rest of the World, Orientalism Vittorio Arrigoni: Gaza; Stay Human Tom Segev: One Palestine Complete: Jews and Arabs Under the British Mandate Hanan Ashrawi: This Side of Peace: A Personal Account Sahar Khalifeh: Wild Thorns Noam Chomsky: Hvað sem er nema Gaza in Crisis (ásamt Ilan Pappé) og Fateful Triangle ogLatin America og 9/11), þar sem ég á þær. Gideon Levy: The Punishment of Gaza Benny Morris: The Birth of the Refugee Problem 1947-1949 Ilan Pappé (ritstjóri): The Israel/Palestine Question ; The Ethnic Cleansing of Palestine (höfundur) Amira Hass: Drinking the Sea at Gaza: Days and Nights in a Land under Siege
Jon Lee Anderson: Che Guevara, A Revolutionary Life
Neil McCormick: I Was Bono's Doppelganger Lemmy Kilmister ásamt Janiss Garza: White Line Fever: Lemmy - The Autobiography Neil Gaiman: American Gods Truman Capote: In Cold Blood og Handmade Coffins Tom Wolfe - The Electric Kool-Aid Test P.J. O' Rourke: Peace Kills Anthony Loyd: Another Bloody Loveletter George Orwell Down and Out in Paris and London. Nick Mason: Inside Out: A Personal History of Pink Floyd
DVD/VHS (sniðugt að tékka Mál og Menningu, Eymundsson og Nexus)
Tek alltaf vel í myndir í Masters of Cinema-seríunni. :)
Rana's Wedding Amreeka Bab El Shams (Gate to the Sun, kvikmyndin s.s., ef hún er fáanleg með enskum texta) The Time that Remains Myndir e. Ousmane Sembene (aðrar en Mooladé, sem ég á Myndir eftir Yousef Chahine German Expressionism Collection Time of Gypsies e. Emir Kusturica Gimme Shelter Quadrophenia Almost Famous Don't Look Back (heimildamynd um Bob Dylan) No Direction Home (líka heimildamynd um Bob Dylan, eftir Martin Scorcese) D. W. Griffith - Monumental Epics Buster Keaton - The Complete Short Films 1917-1923 Buster Keaton - The General Myndir eftir Ingmar Bergman Ivan The Terrible The Jim Jarmusch collection volume one (á núna Stranger than Paradise og Dead Man) The Legend of The Shadowless Sword The Muppet Show Series One Cliff 'Em All (e.t.v. bara til á VHS, videó með efni (viðtölum, tónlistarflutningi og þess háttar) með Cliff Burton heitnum, bassaleikara Metallica).
Ólína Klara Jóhannsdóttir, félagi í Ísland-Ísrael, ritar grein í Morgunblaðið 12. Október undir heitinu “Dagurinn sem heimurinn breyttist.” Í henni virðist Ólína reyni að tengja ósk Palestínumanna eftir sjálfstæðu ríki við hryðjuverkin 11. September. Eftir lestur greinarinnar er sá sem hér skrifar litlu nær um þau tengsl. Hér verður þó gerð tilraun til að svara helstu atriðum.
Ólína heldur því fram að menn hafi farið í stríð (nú veit ég ekki hvort hún hugsi fremur um Afghanistan eða Írak, það kemur ekki fram) á hæpnum forsendum. Þar getum við verið sammála, þó ég myndi leyfa mér að taka dýpra í árinni. Engar sannanir fundust allavega fyrir meintum gereyðingarvopnum Saddams Hussein, meintum tengslum hans við Al-Kaída eða þá meintu ógn sem Vesturveldum átti að standa af honum. Saddam var helst hættulegur eigin fólki, en Vesturveldunum virtist alveg sama um það þegar hann beitti efnavopnum á Kúrda og Írani og voru reyndar dugleg að útvega honum vopn.
Ólína heldur fram að Islam fjölgi hraðast trúarbragða. Mælikvarðar á útbreiðslu trúarbragða eru óljósir og enginn einhugur þar um, hvorki hverjum fjölgi mest né hvernig það skal mælt. T.a.m. bendir ýmislegt til að það gæti allt eins verið kristni sem breiðist hraðast þegar litið er til árlegrar fjölgunar. Þá væri Islam í öðru sæti. Ekki að ég sjái hvaða máli það skiptir.
Ólína alhæfir svo um gyðingahatur meðal múslima. Ef styðjast ætti við trúarrit mætti allt eins segja að kæmi fram “heiðingja”hatur í kristni og gyðingdómi. Það vantar sannarlega ekki kafla í þeim ritum þar sem blessun er lögð yfir dráp á “heiðingjum”, samkynhneigðum, hórkonum o.s.frv. Nú gæti Ólína sagt að það fari eftir túlkun, eða að nýja testamentið sé það sem gildi. En kaflarnir um hórið og samkynheigðina eru reyndar úr því nýja, lagðir í munn Páls postula, sem átti jú að vera innblásinn heilugum anda.
Þá má halda því fram að kristnir hugsi ekki svona í dag, en það segir þá meira um að réttlætis- og frelsishugmyndir okkar séu komnar fram úr trúarbókstafnum. Við sjáum að það er ekki gefið að þeir sem aðhyllast ákveðin trúarbrögð taki undir það ofstækisfyllsta í ritunum eða kjósi að túlka bókstaflega. Kristnir vilja gjarnan túlka bókstafinn frjálslega eða horfa framhjá vandræðalegum köflum, en það er ekkert einsdæmi, það gerist í flestum ef ekki öllum trúarbrögðum. Salman Tamimi, ágætur kunningi minn og formaður Félags múslima á Íslandi túlkar t.d. Kóraninn ekki sem svo að hann réttlæti ofbeldi gegn konum, þó að margir kynnu að lesa bókstafinn orðrétt. Ef fólk vill ásaka Salmann um tvískinnung í trúmálumi verður það að horfast í augu við að það er þá allavega síst meiri tvískinnungur en hjá meðalkristnum, eða almennt þeim sem telja sig hófsmenn í trúmálum; sem sagt að kjósa að túlka líka ofstækisfyllstu kaflana á besta veg eða líta hreinlega fram hjá þeim.
Múslimar eru 1,3- 1.5 milljarðar fólks. Ef heiminum stæði raunverulega þessi ógn af islam, og múslimar væru upp til hópa morðóðir brjálæðingar, þá væri allt löngu farið til fjandans og eflaust búið að útrýma kristnum. En bíðum nú við… hverjir voru það sem útrýmdu mest gyðingum? Voru það múslimar? Nei, það voru Vesturlandabúar, sem meira að segja kenndu sig margir hverjir við kristni. Sambúð gyðinga og múslima í Mið-Austurlöndum var almennt góð öldum saman, alltént í samanburði við þær stæku ofsóknir sem gyðingar urðu fyrir á Vesturlöndum.
Reglulegt gyðingahatur í Mið-Austurlöndum ágerðist hins vegar þegar arabar sáu fram á að missa landsvæði í Palestínu. Það var auðvitað ekki réttlátt að það yrði að almennu hatri gagnvart öllum gyðingum, svona ekki fremur en það er réttlátt að útmála alla múslima sem froðufellandi ofstækismenn.
Í þessu sambandi má ég til með að mæla með ræðu Nurit Peled-Elhanan, Education or Mind Infection (“Menntun eða hugsýking” en undirritaður þýddi hana fyrir júnítölublað Frjálsrar Palestínu árið 2007) sem hún hélt í Connecticut-Háskóla í Bandaríkjunum 27. September 2006. Dóttir hennar var myrt í sjálfsmorðsárás árið 1997. Hún var 14 ára gömul. Fáir hefðu átt jafn mikinn rétt á heift og Nurit og Rami eiginmaður hennar. En þau stofnuðu samtök foreldra sem misst höfðu börnin sín í átökunum. Samtökin hvetja til samræðu milli gyðinga og araba sem orðið hafa fyrir slíku áfalli og tala fyrir friði. Nurit og Rami styðja sjálfstætt Palestínuríki. Hvað segir það manni, þegar fólk sem hefur gengið í gegn um annað eins er reiðubúið til þessa, en fólk sem gefur sig út fyrir að bera hag Ísraels fyrir brjósti er það ekki? á Íslandi er það ekki?
Svo virðist að Ólína vilji leggja Palestínumenn sem heild að jöfnu við Al Kaída ef ekki bara alla múslima. Mætti þá ekki allt eins leggja alla kristna að jöfnu við Alexander Breivik? Getur svo Ólína lýst fyrir mér hver þessi “kristnu gildi” og “kristna siðferði “eru? Eru það gildi Breiviks? Eða gildi þeirra sem vilja meina samkynheigðum að giftast eða njóta kynlífs sín á milli með gangkvæmu samþykki? Er það siðferði þeirra sem vilja sífellt vera með nefið ofan í kynlífi annara, siðferði öfuguggans? Eða eru það frjálslyndara og húmanískra siðferði? Og á þá kristnin einhvern einkarétt á því siðferði? Eru þá trúlausir kannski siðblindir?
Ólína virðist svo komin í mótsögn við sjálfa sig þegar hún heldur því fram að Vesturveldin hafi boðið hinn vangann í kjölfar 11. September, sem hún segir vera samkvæmt kristnu siðferði. Það var ráðist inn í tvö ríki, Afghanistan og Írak, eins og hún vísar óbeint til í upphafi greinar sinnar. Og var hún ekki sjálf að hampa kristna siðferðinu? Eða kýs hún fremur herskáu línuna, sem myndi þá ríma vel við hugmyndir hennar um Islam? Múslimar hafa vissulega framið hrottaleg hryðjuverk. Það hafa gyðingar líka gert. Deir Yassin? Jenín? Loftárásir á Gaza? Eða þegar Ísraelsher stóð vaktina þegar kristnir falangistar murkuðu lífið úr konum og börnum í Sabra og Shatila-flóttamannabúðunum í Líbanon? Hvað þykir Ólínu um þann hrottaskap? Ariel Sharon var dæmdur frá embætti sem varnarmálaráðherra fyrir óbeina aðild að fjöldamorðunum, sem reyndar hindraði hann ekki í að vera kosinn forsætisráðherra Ísraels síðar. Eru þá allir gyðingar vondir? Auðvitað ekki. Ekki fremur en múslimar.
Ólína talar um fósturjörð gyðinga. Það er rétt að það var samfelld gyðingabyggð í Palestínu en gyðingar voru í minnihluta þar öldum saman. Og múslimar þá í meirihluta. Flestir gyðingar í Ísrael eru aðfluttir eða afkomendur innflytjenda. Er landið eitthvað síður fósturjörð annara sem fæðst hafa í landinu? Á kannski að fara út í kynstofnapælingar; hvaða kynstofn var fyrstur eða hverjir séu “hreinastir” afkomendur þeirra? Er þá ekki komið á hálan ís? Að ekki sé talað um hversu fólk blandast gegn um aldir. Á þá kannski að taka erfðaprufur á öllum í Ísrael og leyfa bara þeim “kynhreinustu” að vera þar? Það sér vonandi hver maður hvílík fásinna þetta er.
Allt þetta trúartal, sem mér fannst mér þó skylt að svara, leiðir frá kjarna málsins: Deilan snýst fyrst og fremst um land sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til. Ísrael lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 1948. Gyðingar höfðu samþykkt opinberlega ályktun Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Ben-Gurion lét samt t.a.m. þá skoðun sína í ljós á leynilegum fundum að landamærin væru óásættanleg og þyrfti að breyta við fyrsta tækifæri. Arabaríkin höfnuðu tillögunni, en fulltrúar þeirra voru engan veginn fulltrúar Palestínumanna. Engin lýðræðisleg forysta fór í raun fyrir Palestínumönnum á þessum tíma. Arabanefndin sem fór fyrir samningaviðræðunum var ekki kosin og hafði litlar rætur í samfélaginu. Hefðu Palestínumenn í raun verið spurðir, hefðu þeir sjálfsagt hafnað skiptingunni. Þeir álitu að færa ætti útlendingum stóran hluta heimalandsins sins. Þá voru gyðingar um 1/3 af fólksfjölda landsins og það átti að úthluta gyðingum 55% landsins. Og jafnvel á því svæði voru arabar 44% íbúanna. Gyðingar höfðu gengið í gegn um helförina og börðust fyrir landinu með kjafti og klóm. Arabar töldu sig hins vegar ekki bera ábyrgð á helförinni, heldur væri ábyrgðin Evrópu. Lái aröbum hver sem vill. Palestínumenn höfðu sjálfir engan sameinaðan her, og gátu í best falli reitt sig á skærusveitir þar sem þeir höfðu mest megnis verið afvopnaðir eftir arabauppreisnina gegn breskum hernámsyfirvöldum, en hún stóð yfir á árunum 1936-9. Vert er að hafa þennan bakgrunn allan í huga þegar litið er til árásar arabaríkjanna á Ísrael 1948, hvað sem manni annars finnst um þá árás.
Hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza er ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft ályktað gegn hernáminu, að Ísrael beri að draga sig frá svæðunum. Fyrsta ályktun öryggisráðsins þess efnis, ályktun 242, var gerð árið 1967, en ályktanir öryggisráðsins eiga að vera bindandi fyrir ríki heims. Að auki brýtur stefna og framferði Ísraelsmanna á herteknum svæðunum í bága við fjölda alþjóðalaga og alþjóðlegra samþykkta. T.a.m. er í 49. grein Genfarsáttmálans bannað með skýrum hætti að þegnar hernámsveldis setjist að á herteknum svæðum. Þetta hafa ráðamenn í Ísrael hunsað. Meira að segja Bandaríkin hafa gagnrýnt stækkun landtökubyggða og byggingu nýrra. Það vill hins vegar oft gleymast að landtökubyggðirnar sem fyrir eru eru alveg jafn ólöglegar og Ísrael eina ríkið sem álítur þær löglegar. Það var svo vel að merkja Ísrael sem hóf árásir í Sex daga-stríðinu. Það tengdist m.a. Súes-deilunni og að siglingafrelsi Ísraels var þar með heft. Með sömu rökum mætti réttlæta árásir af Gaza á Ísrael þegar Ísrael heftir hafnfrelsi Gazabúa.
Ólína, heldur því fram að Össur Skarphéðinsson hafi “lýst yfir stuðningi við þekkt hryðjuverkasamtök og lýsi andúð sinni á lýðræðisríkinu Ísrael”. Hún þarf hins vegar ekki að leita lengra en í Fréttablaðið deginum áður en grein hennar birtist til að sjá grein Össurar, um þetta. Gefum Össuri orðið: “Frá tíma Thors Thors hefur Ísland stutt tilvist og öryggi Ísraels. Tillaga mín um viðurkenningu á fullveldi Palestínu breytir engu um það. Núverandi ríkisstjórn hefur í engu stutt við ríkisstjórnir sem vilja má Ísrael út af landakortinu en minna má á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skipulagði opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Írans árið 2003. Varla þarf að fara mörgum orðum um afstöðu þess ríkis til Ísraels.”
Það á svo ekki að þurfa að leita leyfis hernámsaðilans fyrir því að hernumda þjóðin lýsi yfir sjálfstæði. Voru Serbar beðnir um leyfi þegar Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði? Voru Sovétríkin spurð þegar Eistland, Lettland og Litháen lýstu yfir sjálfstæði?
Mál er að linni. Þjóðirnar eiga báðar skilið að lifa í friði. Sé ekki hægt að tryggja réttindi þjóðanna í einu ríki, þá þarf tvö. Og þá er lágmarkskrafa að bæði ríkin séu viðurkennd sem og réttur flóttamanna til að núa aftur. Hamas mun svo vissulega þurfa að viðurkenna Ísrael í orði, en ekki aðeins á borði, en það seinna hafa þeir gert með því að lýsa sig reiðubúna að fallast á landamærin fyrir 1967 ef það reynist almennur vilji Palestínumanna. Hernáminu þarf að linna. Báðir aðilar munu þurfa að láta af árásum.
Sannir vinir Ísraels ættu hún að fagna því skrefi í átt til friðar sem sjálfstæð Palestína gæti orðið. Það er vissulega ekki trygging fyrir friði að ríkið verði stofnað. Á hinn bóginn ætti að vera ljóst að enginn friður er mögulegur á meðan Palestínumenn búa við hernám Ísraels. Vil ég þá að lokum benda Ólínu og lesendum á ljóðlínur eftir Ísraelska skáldið Yehuda Amichai, þar sem hann lýsir sýn sinni á frið. Þýðingin, úr ensku, er mín:
Villifriður
Ekki friður vopnahlésins Né einu sinni myndin af úlfinum og lambinu Heldur fremur Eins og hjartað þegar æsingnum er lokið Og þú getur aðeins talað um mikla þreytu Ég veit að ég kann að drepa, það gerir mig fullorðinn Og sonur minn leikur sér með dótabyssu sem kann Að opna og loka augunum og segja mamma Friður Án skarkalans þegar sverðum sem er breytt í plóga Án orða án Dynkisins frá þunga innsiglinu: megi hann verða Léttur, fljótandi, eins og letileg hvít froða Örlítil hvíld frá sárunum – hver sagði að þau yrðu grædd? (og kvein munaðarleysingjanna berast frá einni kynslóðar til annarar eins og í boðhlaupi keflið fellur aldrei) megi hann koma eins og villiblóm skyndilega, því akurinn þarfnast hans: villifriðar
Greinarhöfundur situr í stjórn Félagsins Ísland-Palestína.
Er nýlega byrjaður að lesa sjálfsæfisögu langafa míns, Indriða Einarssonar. Hann fæddist á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði árið 1851. Langafi var menntaður hagfræðingur, frumkvöðull í íslenskri leikritagerð og einn af helstu hvatamönnum þess að reist yrði þjóðleikhús í Reykjavík. Hann var mikill ástríðumaður um leikhús og leikritun, og leikstýrði bæði eigin verkum og annara en var aftur á móti alveg sjálfærður. Leikrit hans hafa ekki náð mikið að lifa eftir hans dag, nema helst Nýársnóttin og einhverjir kynnu í dag að kannast við Dansinn í hruna. Sjálfsævisagan Séð og lifað kom út árið 1936 en Indriði lést þremur árum síðar, 88 ára að aldri.
Sjálfsævisagan kemur skemmtilega á óvart. Indriði hefur mikla frásagnargáfu, er ferskur og skemmtilegur. Hann sameinar vel næmni, ljóðrænu og húmor og dregur upp ljóslifandi mynd af af uppvaxtarárum sínum í Skagafirði og mannlífinu þar um miðja 19. öld. Löngu horfið fólk á borð við Gísla Konráðsson, Konráð Gíslason og Bólu-Hjálmar lifnar við á síðunum.
Það sem foreldrar mínir möttust um, er gamalt deiluefni bæði hér og annars staðar. Hver er meiri, framkvæmdamaðurinn, sem hefur mikil mannaforráð og stýrir þeim með dug og djörfung eins og Bjarni Halldórsson? Vísindamaðurinn, sem ver landið fyrir alls konar erlendri bakmælgi eins og Arngrímur lærði? Eða segir fyrir lögin og lætur framkvæma manntalið og jarðatalið og skepnutalið 1703, með annari eins snilld og Páll Vídalín? Eða eru þeir meiri feðgarnir Gísli Konráðsson, sem mundi allt, sem hann hafði nokkurn tíma lesið eða heyrt, og þurfti, eins og hann ætti líf sitt að leysa, að skrifa það allt upp, til að forða því frá gleymsku, og var mesti fræðimaður á síðari hluta 19. aldar á þessu landi? Eða Konráð Gíslason, sem á síðari árum tæmdi alveg hvert efni, sem hann tók sér fyrir hendur að skýra? Eða Jón Þorláksson, skáldið? – Nei, um hann má ekki spyrja hér. – Það er óviturlegt að spyrja hver sé mestur, því verður aldrei svarað. – Emerson segir um Talleyrand, að hann hafi aldrei spurt um, hvort maðurinn væri ríkur, í hverjum stjórnmálaflokki hann væri eða hverja hæfileika hann hefði. Hann hefði aðeins spurt um: Er maðurinn nokkuð? Hvað er hans áhugamál? – Sé svo, þá hlýtur hann að vera nýtur maður. Talleyrand spurði ekki um annað, stjórnendur spyrja ekki um annað, og heilbrigð skynsemi spyr tæpast um nokkuð annað. Allir þessir fyrrnefndu menn voru eitthvað, þeir höfðu allir stór áhugamál. En það ber á forfeðrum föður míns tvö hundruð árum fyrr en ég sé bóla á hinum, og þess vegna verður mér á að taka þá fram yfir hina. ,,Ég er kominn af Reynistaðaætt", sagði Jón Þorláksson, síðast borgarstjóri í Reykjavík.
Við þetta mætti kannski bæta við orðum sem höfð eru eftir Dostojevskí (veit ekki hvort það komi úr ræðu eða riti): ,,Ef þú vilt skyggnast inn í mannssálina og kynnast manni, skaltu ekki vera að hafa fyrir því að rannsaka hvernig hann þegir, talar, grætur eða hversu göfugar hugsjónir hreyfa við honum; þú færð betri niðurstöður ef þú fylgist bara með honum hlæja. Ef hann hlær vel, þá er hann góður maður."
Sannreyndi áðan að máfar eru ekki skörpustu dýr í heimi. Vinur minn setti brauð á svalirnar hjá sér í von um að geta myndað máf, þeir flykktust svo þangað í hrönnum. Þeir voru mislengi að fatta að þeir kæmust ekki í gegnum öryggisglerið sem girðir svalirnar af, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Einn þeirra tók sér eina og hálfa mínútu á glerið áður en honum hugkvæmdist að snúa sér í hina áttina og fljúga upp í loftið. Félagi hans tók sér aftur á móti tíu og hálfa mínútu í þetta, og það eftir að við strákarnir höfðum meira að segja sett stól hjá honum sem hann gæti þess vegna notað sem flugpall, í von okkar um að hann færi eitthvað að setja saman tvo og tvo. Myndband væntanlegt.
Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman við hernám, umsátur og stöðugar árásir Ísraelshers. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Maurice Jacobsen bjó á Gazaströndinni í rúmt ár og kynntist lífi íbúanna. Kvikmynd hans Inshallah („ef guð lofar“), sýnir okkur að íbúar Gaza eru harðduglegir, snjallir og úrræðagóðir í baráttunni við ógnina og skortinn.
Heimildamyndin Inshallah veitir einstakt tækifæri til að kynnast lífi Gazabúa. Nafn myndarinnar „ef guð lofar“, lýsir þeirri óvissu um framtíðina sem fólkið býr við. Árásir Ísraelshers eru daglegur viðburður og ísraelskir stjórnmálamenn hóta enn stórárás svipaðri þeirri sem þeir gerðu um jól og áramót 2008/2009.
SÝND Í BÍÓ PARADÍS FIMMTUDAGINN 26. MAÍ KL. 20 Maurice Jacobsen verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum áhorfenda eftir sýningu. Allur ágóði af sýningunni rennur til hjálparstarfa á Gaza. Miðaverð er 1150 krónur. Myndin er á ensku, ótextuð.
Varð þeirra forréttinda aðnjótandi að vera við hljómburðarprufu í Hörpu. Þar var leikin sinfónía eftir Shostakovich, fyrsti hluti 9. sinfóníu Beethovens og 2. sinfónían eftir Sibelius. Stórkostlegt. Hef svo í kvöld notið þess að hlusta á píanókonsert eftir Edward Grieg, Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns og 9. sinfónían er í þann mund að hefjast. Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson greip mig aftur á móti ekkert sérstaklega, en það var svona "god nok" í mínum eyrum. Ómstríðari og módernískari verk Þorkels hafa reyndar sjaldnast höfðað sérstaklega til mín. Allir hafa sinn smekk og sjálfur hef ég verið hrifnari af verkum hans á borð við Heyr, himasmiður, en það þykir mér dásamlegt kórverk.
Ég bið þá sem þetta lesa um einnar mínútu þögn í minningu ítalska friðaraktívistans Vittorio Arrigoni. Hann var myrtur á Gaza. Ég hef spjallað við hann á netinu og skipst á hlekkjum við hann. Virkaði vænsti maður, með sterka réttlætiskennd og einlægur baráttumaður fyrir friði og réttlæti fyrir Palestínumenn. Ég veit ekki hvort hópurinn sem rændi honum er raunverulega palestínskur eða ekki. Teikn eru jafnvel á lofti um að aðrir hafi verið að verki, t.d. Mossad. Ég veit það ekki, en skrýtnari hlutir hafa vissulega gerst. Sé hópurinn raunverulega palestínskur er þetta ekki bara viðurstyggilegur glæpur heldur einnig heimskulegur. Ég hélt að kóraninn bannaði að saklausir væru drepnir. Ef það er eitthvað helvíti til þá er ég viss um að þeir sem drepa saklausa, sérstaklega þá sem styðja meira að segja frelsisbaráttu Palestínumanna muni fara þangað. Fari þeir hrottar bölvaðir sem gerðu þetta, hverjir sem þeir eru. Þetta mun ekki verða málstað Palestínumanna til nokkurs framdráttar heldur styðja myndina af Palestínumönnum sem hryðjuverkamenn sem séu tilbúnir að drepa eigin stuðningsmenn í blindri von um pólitískan ávinning. Ég get ekki lagt of mikla á herslu á hversu þetta vinnur gegn málstað Palestínumanna og hversu heimskulegur, heigulslegur og hrottalegur glæpur þetta er.
Vittorio Arrigoni, hvíldu í friði.
Einar Steinn Valgarðsson, í stjórn Félagsins Ísland-Palestína.
Það virðist vera í sérstakri tísku núna í stjórnmálaumræðu að vísa til Bjarts í Sumarhúsum máli sínu til framdráttar, en oft virðist þekking eða skilningur á verkinu harla lítill og fremur að fólk slái um sig með þessu. Rétt er að taka fram að Halldór Laxness var síst að hvetja til þess að farið væri að dæmi Bjarts, sem fórnaði öllu fyrir sjálfstæðishugsjónina, jafnvel eigin fjölskyldu og taldi mikilvægara að hafa nægt fóður handa kindunum heldur en mannfólkinu. Laxness hæðist í verkinu að einstrengislegri og blindri sjálfstæðishugsjón, enda átti á þessum tíma félagshyggjan sterkari ítök í honum. Eða að kannski sé hreinlega þetta mikill vilji í þjóðfélaginu að vera einstrengislegir og tuddalegir þverhausar. Það þýðir þó ekki að Bjartur fái ekki einhverja sympatíska drætti í verkinu. Það birtist ekki síst í tvíræðu sambandi við Ástu Sóllilju. Hann verður á sinn hátt tragísk eða öllu heldur tragíkómísk hetja.
Laxness sagði sjálfur um persónuna eitthvað á þessa leið : "Hér var, eins og í Íslendingasögunum, gerð tilraun til að útmála hetjuskap manns óháð málstað hans. Og málstaður Bjarts í Sumarhúsum var rangsnúinn frá nánast öllum sjónarhornum að hetjuskapnum undanskildum".
Gagnvart sjálfum mér álít ég góða tónlist gulli fegurri og betri. Ekki svo að skilja að ég myndi fúlsa við gullinu en ég myndi ekki vilja eiga heima í heimi án tónlistar og ég efa að nokkuð listform hrífi mig jafn mikið og tónlist, fjöllisthneigður sem ég annars er.
Í dag barst mér fjársjóður af því tagi. Þátturinn Séð frá tungli, frá árinu 2000. Í tilefni af aldamótunum fékk Jakob Frímann Magnússon þá ágætu hugmynd að para saman þrjú ljóðskáld og þrjú tónskáld. Eitt parið átti að taka fortíðina fyrir sem þema, eitt nútíðina og eitt framtíðina. Fortíðina hlutu Mist Þorkelsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Verk þeirra nefnist Spinnaminni. Nútíðina fengu Sigurður Pálsson og Þorkell Sigubjörnsson. Verk þeirra nefnist einmitt Nútíð. Framtíðarparið var Jórunn Viðar amma mín og Sjón. Verk þeirra nefnist Séð frá tungli. Ég mundi glefsur úr því en fram að þessu hafði ég ekki séð það né heyrt í ellefu ár og það hefur enn ekki komið út á geisladisk.
Ljóð Sjóns á sér stað í nálægri framtíð. Sögumaður er mennskur tunglbúi, staddur í Armstrong City á tunglinu. Hann dregur fram stjörnukíki og virðir fyrir sér mannlífið á jörðinni. Það kemur á daginn að þrátt fyrir tækniframfarirnar þá heldur lífið áfram sinn vanagang og fólk og dýr eru enn að gera sömu hlutina og áður. Kartöflur eru settar í pott. Segl er fest á bát. Köttur veiðir sér fugl. Piltur og stúlka laumast eitthvað. "Þannig hefur það verið, þannig er það víst, þannig mun það verða. Eða þannig", eins og segir í verkinu. Fyrirsögn þessarar færslu er að auki sótt þangað.
Ljóðið er hrífandi og tónverkið, sem er fyrir kór, klarínettu, píanó og fiðlu er það ekki síður. Flutningurinn þar að auki framúrskarandi. Amma hefur sérstakt lag (orðalag meðvitað (sko, hér gerði ég það aftur)) á að að fangar blæ ljóðs í tónum og er þetta verk engin undantekning, má í raun segja að ljóð og tónlist hvort bæti hvort annað upp og útkoman er sérlega heillandi. Í því er í senn undurfegurð og gáski. Þetta verk sagði Jónas Sen að væri eitthvað magnaðasta verk ömmu minnar og ætla ég ekki að andmæla því. Ég hreifst niður í tær af því að horfa og hlýða á verkið og ég fann tár renna niður kinnina mína. Ég var djúpt snortinn.
Nú langar mig að verkið komi út ásamt öðrum frábærum verkum eftirlætis tónskáldsins míns. Þar má nefna tónlistina úr Síðasta bænum í dalnum, Gátur fyrir konunga (Gestumblindi) við ljóð eftir föður minn, Valgarð Egilsson. Þá á amma skírnarsálm, útsetningu á gamalli drykkjuvísu (Nú er hlátur nývakinn). Stóð ég við Öxará, við ljóð Halldórs Laxness hefur ekki komið út í opinberu Smekkleysuútfáfunni, en er til á disk Dómkórsins.
Ég fíla þetta þetta lag en samhengið sem það birtist í er truflandi, svo vægt sé til orða tekið, og atriðið alls ekki fyrir viðkvæmar sálir. Í japönsku hrollvekjunni Suicide Circle kynnumst við persónunni Genesis (leikinn af japönsku rokk/poppstjörnunni Rolly) sem einhvern veginn virðist hafa æxlast úr trekanti milli Charles Manson, David Bowie og dr. Frank-N-Furter. Þar sem hann lætur klíkuna sína nauðga japönskum skólastúlkum og myrða þær inn í einhvers konar tjalddúkum fer hann að syngja þetta lag og grípur svo í gítarinn og heldur áfram að spila lagið ásamt hljómborðsleikaranum sínum. Enskan hans er líka skemmtileg: "Because dead it's a shine all night loooooooong".
Þann 10. desember var seinasti vinnudagurinn minn sem stuðningsfulltrúi á Kleppi, en ég missti vinnuna sökum sparnaðar hjá Landspítala. Vinnumálastofnun sendi mér póst í dag, viku frá því að ég sendi inn atvinnu- og atvinnuleysisbótaumsókn um að ég þurfi að mæta í seinasta lagi á morgun á skrifstofu þeirra til að staðfesta umsóknina skriflega og afhenda "viðeigandi gögn", annars verður hún tekin niður. Andskotinn hafi það, þetta er það fyrsta sem ég heyri frá þeim um þetta, auk þess sem ekki er tiltekið hvaða "viðeigandi gögn" þeir þurfa, síðast þegar ég talaði við þjónustufulltrúa sagði hann að stofnunina vantaði aðeins staðfestingu frá vinnuveitanda um síðustu þrjá starfsmánuði og það er ég búinn að senda þeim.
Fyrir slysni birtist föðurnafn Vésteins Valgarðssonar rangt við greinina "Tilvistarréttur og vopnuð barátta" í nýjasta tölublaði Frjálsrar Palestínu. Þá er það rétt að Moshe Dayan gegndi stöðu varnarmálaráðherra og á stríðstímum, t.a.m. í Sex daga stríðinu (hér er vísað til greinarinnar "Maður er nefndur Joe Sacco"), en þegar fjöldamorðin áttu sér stað í Rafah og Khan Younis var hann yfirmaður herráðsins (Chief of Staff). Varnarmálaráðherra var Menachem Begin. Ekki auðnaðist að leiðrétta þetta áður en blaðið fór í prentun en það er gert hér og beðist velvirðingar. Einar Steinn Valgarðsson, ritstjóri.
Alþjóðlegur samstöðudagur til stuðnings palestínsku þjóðinni er haldinn 29. nóvember ár hvert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og Félagið Ísland-Palestína var stofnað á þessum degi árið 1987. Félagið hefur alla tíð gert þennan dag að baráttudegi fyrir grundvallarréttindum palestínsku þjóðarinnar.
Dagskrá: Árni Þór Sigurðsson alþingismaður, formaður utanríkismálanefndar Alþingis flytur ræðu.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður félagsins segir frá nýlegri ferð til Gaza í máli og myndum.
Kristín Sveinsdóttir syngur nokkur íslensk lög við undirleik Jóns Stefánssonar.
Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndargerðarmaður og stjórnarmaður FÍP sýnir tvær stuttmyndir frá Gaza.
Út er komið tímaritið Frjáls Palestína, málgagn félagsins Ísland-Palestína, í ritstjórn minni og Hjálmtýs Heiðdal. Félagsmenn fá það sent heim til sín en aðrir geta keypt blaðið á 500 krónur. Blaðið verður einnig haft til sölu á viðburðum félagsins. Þá eru enn til eintök af Frálsri Palestínu frá því í fyrra (sem ég ritstýrði einnig, en í ritstjórn sátu auk mín Hjálmtýr Heiðdal og Katrín Mixa) og er það einnig til sölu, á 250 krónur.
Ágóði blaðins rennur allur óskiptur í neyðarsöfnun fyrir Palestínu. Fókus okkar hefur verið á að safna til að koma gervifótum til fólksins á Gaza. Einnig er hægt að leggja inn á reikning söfnunarinnar. Reikningur: 0542-26-6990 Kt. 520188-1349 Skýring greiðslu: Neyðaraðstoð við Palestínu
Þá vill félagið leggja áherslu á starfsemi Maríusjóðs Aisha á Gaza, sem er til stuðnings konum og börnum á Gaza sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Stefnt er að því að safna áskrifendum sem myndu vilja styrkja verkefnið með föstu mánaðarlegu framlagi. Lagt er til að það verði á bilinu 2400 til 12 þúsund krónur mánaðarlega (20-100 USD), en er að sjálfsögðu frjálst. Stefnt er að því að leggja inn í sjóðinn 5000 bandaríkjadali mánaðarlega í þrjú ár til að byrja með, frá 1. janúar 2011 og verður safnað áskrifendum að samstöðu með konum og börnum á Gaza. Reikingsnúmer er það sama og að ofan. Skýring greiðslu: Framlag til Maríusjóðs.
Maríusjóðurinn er kenndur við Maríu M. Magnúsdóttur hjúkrunarfræðing en hún starfaði í Lundúnum á stríðsárunum og alls í hálfa öld. María, sem varð 94 ára á Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október, býr á Blönduósi. Hún er eldhress og hefur um árabil verið helsti stuðningsaðili Neyðarsöfnunar FÍP.
Sjálfur vil ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem áttu aðkomu að blaðinu, öllum þeim sem hafa unnið göfugt starf í þágu félagsins eða stutt hjálparstarf fyrir Palestínu á annan hátt. Þið vitið hver þið eruð og framlag ykkar er dýrmætt. Niður með hernámið. Niður með herkvína. Niður með andlega og veraldlega múra. Megi friður og réttlæti ná að ríkja. Shalom salaam.*
*Kveðjan shalom/salaam er sameiginleg gyðingum og aröbum, og heilsast þeir og kveðja svona. Orðið merkir í senn friður, heilsa og velfarnaður. Þannig gæti arabi sagt "Salaam aleikum og gyðingur "shalom alekheim", sem mætti útleggjast sem "megi friður og velfarnaður fylgja þér".
Það rann upp fyrir mér á kóræfingu í kvöld að frasinn hér að ofan, úr Æfintýravísum Jóns Leifs sem við erum að æfa fyrir tónleika 23. nóv. nk., er ágætis útlegging á "Shake it baby". Gunnsteinn, kórstjórinn okkar, lagði til að fyrri frasinn yrði nafnið á disk Háskólakórsins næsta vor og að sá enski yrði undirtitill í sviga. Tillagan hlaut góðar undirtektir.
Það er hætt við að það gefi falska mynd af ástandinu þegar talað er um "stríðið við Ísraelsmenn" þannig að mynd fáist af sem tveimur tiltölulega jafnvígum herjum sem berjast sín á milli. Herkvíin sem Gaza er í er stríðsaðgerð í sjálfu sér og hernámið sjálft ólöglegt, ef út í það er farið, en það vill oft hverfa í bakgrunn fjölmiðlaumræðu, eins og þetta tvennt, sem og landtökur á Vesturbakkanum eða í Austur-Jerúsalem séu status quo sem ekkert sé athugavert við. Er hægt að kalla það stríð, af hálfu Palestínumanna, heimagerðar eldflaugar, sem verða þegar mest lætur 1-3 til bana á ári, auk þess að valda eyðileggingu, í samanburði við einn öflugasta her heims? Palestínumenn eiga í andspyrnu við hernámslið sem hefur alla tilveru þeirra í hendi sér og vopnin sem þeir sjálfir hafa eru á borð við áðurnefndar eldflaugar, riffla og sprengjubelti. Þeir eiga engar herflugvélar, skriðdreka eða herskip. Taka skal fram að árásir sem bitna á óbreyttum borgurum eru stríðsglæpur, og á þetta jafnt við eldflaugaárásir og land- og loftárásir, sem og sjálfsmorðsárásir. 1400 manns sem féllu í árásarhrinu Ísraela á Gaza versus 13 Ísraelar segir þó sína sögu. Einnig má geta þess að "Hamas-liði" er vítt hugtak, þar sem Hamas heldur ekki bara úti vopnuðum armi heldur hefur einnig úti víðu félagslegu neti, skólum, spítulum o.fl. þannig að sjúkraflutningamaður eða leikskólakennari sem drepinn er af Ísraelsher gæti allt eins flokkast sem "Hamas-liði" án þess að það þurfi að þýða að viðkomandi sé vígamaður.
"sem titlaður er innaríkisráðherra Hamas" (leturbreytingar mínar)? Hver er tilgangurinn með þessu tvíræða orðalagi? Er hann þá ekki jafnframt innaníkisráðherra PALESTÍNUMANNA?! Það er sem ég sjái RÚV tala um "Mahmoud Abbas, sem titlaður er forseti Fatah".
Ég vil hvetja fólk til að nýta tækifærið og sjá Nosferatu - Eine Symphonie des Grauens á stóru tjaldi. Hvað sjálfan mig varðar er þetta ein eftirlætis myndin mín. Sérstaklega er vert að benda Twilight-kynslóðinni á hvernig alvöru vampýrur eiga að vera.
Vs þessi? Hver ætli hafi nú vinninginn?
Hávaxin hrollvekjandi, skorpin og nagdýrsleg óvættur með djúpa bauga, sköllótt, með oddmjó eyru, vígframtennur oglangar oddmjóar klær eða ímó-vælukjói sem skreytist glimmeri í sólarljósi? Erfitt er valið.
Þegar þið hafið séð Nosferatu megið þið líka til með að tékka á tilbrigði Werners Herzog við hana, frá 1979. Stórfín mynd, reyndar ein af bestu myndum Herzogs, og góður virðingarvottur. Klaus Kinski og Isabelle Adjani eru sérlega góð í hlutverkum sínum.
"Óhætt virðist að kippa út úr dæminu nýnazistunum, þjóðernissinnunum, anarkistunum, kommúnistunum og öllum hinum sértrúarsöfnuðunum sem eru alltaf óánægðir hvort sem er, burtséð frá því hvort kreppa er í þjóðfélaginu eða ekki. Þeir sáu vafalaust bara góðan mótmælafund og vildu vera með." (úr leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 6. nóvember 2010, leturbreytingar mínar).
Óhætt virðist að ætla að Ólafur ætli sér með þessum ummælum að afhjúpa sig sem smáborgaralegan plebba, og hafi hann þá þökk fyrir hreinskilnina.
Gaman að því. Minn eiginlegi sími er í viðgerð í Hátækni og ég er með lánssíma frá þeim á meðan. Sama símanúmer, keypti nýtt símakort. Hvort símanum mínum og/eða einhverju af því dóti sem er vistað á honum (símanúmerum, sms-um, ljósmyndum o.þ.h.) sé viðbjargandi á enn eftir að ráðast.
Það er meiri viðbjóðurinn sem Ólafmálið er. Vantrú fjallar um það hér og víðar.
Lesið einnig Prestar telja sig hafna yfir lög. Réttara væri þó að kalla greinina "Sumir prestar telja sig hafna yfir lög" því glöggt má sjá við lestur greinarinnar að það er það sem við er átt. Einum presti sem telur sig hafinn yfir lög er hins vegar einum ofaukið. Þessum sömu prestum þykir sjálfsagt að vera á spena ríkisins og hafa afskipti af stjórnsýslu en sleppa því að hlýða landslögum þegar það hentar ekki kreddufestu þeirra. Því fyrr sem ríki og kirkja verða aðskilin, því betra. Ég hvet fólk til að nota tækifærið og skrá sig úr Þjóðkirkjunni, hafi það ekki þegar gert það.
Ég tek undir henni með þetta og sé ekki hvað stöðvar hana í því. Ekki get ég sagt að traust mitt á Þjóðkirkjunni sé mikið, enda sagði ég mig úr henni fyrir nokkrum árum og sé ekki eftir því. Svona, ef út í það er farið gæti Jóhanna í leiðinni beitt sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Alltént sé ég ekki hvers vegna Jóhanna ætti að vilja vera skráð í söfnuð sem mismunar henni og öðrum samkynhneigðum á grundvelli kynhneigðar þeirra og hvers stofnun hylmir yfir níðinga, hvað þá að greiða fé til þeirrar stofnunar, fremur en aðrir sem láta sig mannréttindi einhverju varða.
Ég segi mínar farir ekki sléttar af facebook. Eftir að síðunni minni var lokað (sjá færsluna "Fjarskiptavesen", sem ég ritaði hér þann 18. þessa mánuðar) hef ég frá 15. ágúst nú alls sent facebook 9 tölvupósta. Þar skýri atburðarásina eins og hún horfir við mér, svo hljóðandi:
Recently someone broke into my facebook account. I reported it to facebook and the account was temporarily suspended. I was then able to change my password and access my account again. Then everything was fine and whoever broke into my account couldn't access it again, as far as I've been able to tell. However some days later the account got suspended again, after the security issue had in fact been resolved. I therefore kindly request that facebook reinstate my facebook account.
Ég hef ég beðið teimið að svara mér, gefa skýringu á lokuninni og síðast en ekki síst að opna síðuna mína aftur. Enn sem komið er hefur mér ekki borist neitt svar, og hef ég því ekki séð annað í stöðunni en að halda áfram að senda pósta og þrýsta á um svar. Ég sendi beiðnirnar á netfangið info+y275lu5@support.facebook.com Geti einhver bent mér á annað netfang sem bæri vænlegra til svars, eða langi einhverja aðra að leggja mér lið við að þrýsta á facebook að opna síðuna mína aftur, væri það vel þegið.
Sky is Mine með Amorphis, af meistaraverkinu Skyforger
Í dag er ég 26 ára og býsna sáttur við það. Svaf dágóðan hluta dagsins eftir skemmtilegt djamm með Wacken-förum. Langi einhvern að fagna aldri mínum og ágæti með afmælisgjöf, þá eru hér hugmyndir á uppfærðum óskalista: http://einarsteinn.blogspot.com/2007/12/skalisti.html
Besta gjöfin sem ég gæti fengið frá fésbók er að teimið svari póstunum mínum og opni fésbókarsíðuna mína aftur. Í millitíðinni er vinum og kunningjum mínum velkomið að gera grúppu/likesíðu og þrýsta fremur á þetta.
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“
-- Oscar Wilde
„To see a world in a grain of sand and heaven in a wild flower, hold infinity in the palm of your hand, and Eternity in an hour“
--Úr ljóðinu Auguires of Innocence eftir William Blake
„I hold it true, whate'er befall; I feel it, when I sorrow most; 'Tis better to have loved and lost Than never to have loved at all.“
-- Alfred Lord Tennyson
„The worst sin towards our human beings is not to hate them, but to be indifferent to them. That is the essence of inhumanity.“
-- George Bernard Shaw
„Think where man's glory most begins and ends, and say my glory was I had Such friends“
-- William Butler Yeats
„Where today are the Pequot? Where the Narangansett, the Mohican, the Pokanoket? They have vanished before the avarice and opression of the white man, as snow before a summer sun“
-- Tecumseh, höfðingi Shawnee-indíána
„The white man made many promises. So many I can not remember them all. Of all these promises only one did he keep. He said he would take our land, and he took it.“
-- Red Cloud, höfðingi Sioux-indíána
„It is not the transient breath of poetic incense that women want; each can recieve that from a lover. It is not the life-long sway; it needs but to become a coquette, a shrew, or a good cook to be sure of that. It is not money, nor notoriety, nor the badges of authority, that men have appropriated to themselves. If demands made in their behalf lay stress of any of those particulars, those who make them have not searched deeply into the need. It is for that which at once includes all of these and precludes them; which would not be forbidden power, lest there be temptation to steal and misuse it; which would not have the mind perverted by flattery from a worthiness of esteem. It is for that which is the birthright of every being capable to recieve it, the freedom, the religious, the intelligent freedom of the universe, to use its means, to learn its secret as far as nature has enabled them, with God alone for their guide and their judge.“
-- Margaret Fuller, The Great Lawsuit
„If the injustice is part of the necessary friction of the machine of government, let it go, let it go: perchance it will wear smooth, certainly the machine will wear out. If the injustice has a spring, or a pulley, or a rope, or a crank, exclusively for itself, then perhaps you may consider whether the remedy will not be worse than the evil; but if it is of such a nature that it requires you to be the agent of injustice to another, then I say, break the law. Let your life be a counter-friction to stop the machine. What I have to do is to see, at any rate, that I do not lend myself to the wrong which I condemn.“
-- úr Resistance To Civil Government, eftir Henry David Thoreau
„Undarlegir eru mennirnir, hræðilegir sakir dularinnar sem sveipar þá, djúpir eru brunnar sálar þeirra, uppsprettur þols þeirra ríkar, undraverður hæfileiki þeirra til stuttrar gleði og langra ólíkindaláta, leyndra þjáninga og blóðdöggvaðs lífs þeirrar rósar sem springur út á næturþeli“
-- úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson
„Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því í armslengd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni eins og því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún gleypt í einum munnbita. Ég veit að þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“
-- Arnas Arnæus við Úffelen í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness
„Hið unga hjarta er líkt hafinu með myrkum harmadjúpum; það vakna gárar á því undan örveikum vindblæ hugarins, stormar þránnar koma róti á það – og á þetta haf skína hinar fyrstu ástir eins og ljós frá sólu, ýmist léttir sólstafir eða þung sólarbreyskja, hverful stund skín snögglega í hættulegu litaflúri, löðrið sem uppþeytist af losta og sársauka, freyðir og hjaðnar í sólundunarsamri helbirtu“
-- úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson
„All the world's a stage, And all the men and women merely players: They have their exits and their entances; And one man in his time lays many parts, His acts being seven ages. As first the infant Mewling and puking in the nurses' arms And then the whining schoolboy, with his satchelAnd shining morning face, creeping like snail Unwillingly to school. And then the lover, Sighing like furnace, with a woeful ballad Made to his mistress' eybrow. Then the soldier, Full of strange oaths and bearded like the pard Jealous in honour, sudden and quick in quarrel, Seeking the bubble reputationEven in the cannon's mouth. And then the justice, in fair round belly with good capon lined, with eyes severe and beard of formal cut, Full of wise saws and modern instances; And so he plays his part. The sixth age shifts Into the lean and slipperer'd pantaloon, With spectacles on nose and pouch on side; His youthful hose, well sav'd, a world too wide For shrunk shank, and his big manly voice,Tutnign again toward childish treble, pipes And whistles in his sound. Last scene of all, That ends this strange eventful history, Is second childinshness and mere oblivion, Sans teeth, sans eyes, sans everything."
-- Jaques í leikritinu As You Like It, (II þátt, senu VII) eftir William Shakespeare
„,Hvar var það, hugsaði Raskolnikof og hélt áfram ferð sinni, - ,hvar var það sem ég las um dauðadæmdan mann, sem segir eða hugsar, klukkustund áður en hann deyr, að þó hann ætti að lifa einhversstaðar uppi á háum kletti, á örmjórri sillu þar sem aðeins væri rúm fyrir fætur hans og allt í kring hyldýpi, úthaf, eilíft myrkur, eilíf einvera og eilífur stormur og þótt hann ætti að standa þarna á þriggja feta rými alla ævi, þúsund ár, heila eilífð,þá væri betra að lifa þannig en að deyja strax! Aðeins til að lifa, lifa lifa! ... Satt er það! Drottinn minn. hvílíkur sannleikur! Maðurinn er úrhrak! Og úrhrak er sá sem kallar hann úrhrak af þeim sökum!' bætti hann við skömmu síðar“
-- úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí
Our love was like the water
That splashes on a stone
Our love is like our music
It's here, and then its gone“
--úr laginu No Expectations með The Rolling Stones
„When the train, left the station it had two lights on behind
When the train, left the station it had two lights on behind
Well, the blue light was my blues and the red light was my mind
All my love's in vain“
-- úr laginu Love In Vain með Robert Johnson
„A beautiful girl
A beautiful girl
Can turn your world into dust“
-- Úr laginu Punchdrunk Lovesick Singalong með Radiohead
„Ak ja, livet er svært - men matematik er sværere.“ -- Storm P.
„Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.“
-- úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson
„Engin leið er löng í samfylgd vinar.“
-- Japanskt spakmæli
„Í þöglum, niðurbældum söknuðinum sindrar löngunin til að endurlifa hið leikandi líf, sjá aftur hina sólglöðu daga sem minningin geymir, hitta aftur þann sem maður hitti einu sinni, endur fyrir löngu...“
-- Úr fimmtu bók Fjalkirkjunnar, Hugleik, eftir Gunnar Gunnarsson
„Jafnvel þúsund mílna leið hefst á einu skrefi.“
-- Japanskt spakmæli
„Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.“
-- Úr laginu Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós
„It´s nice to be important but it´s more important to be nice“
„Freedom´s just another word for nothing left to loose.“
-- Úr laginu Me and Bobby McGee eftir Kris Kristofferson
„One good thing about music: When it hits you, you feel no pain“
-- úr laginu Trenchtown Rock með Bob Marley & The Wailers
„Under a government which imprisons unjustly, the true place for a just man is also a prison“
-- úr Resistance To Civil Government, eftir Henry David Thoureau
„Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá en ég hafi ekki vit til að hafa vit fyrir mér.“
-- Úr laginu Bjór með Fræbbblunum
„It is better to be hated for what you are than to be loved for what you are not.“
-- André Gide
„Okkar stærsta stund er ekki það að tapa aldrei, heldur að rísa upp eftir hvern ósigur.“
-- Konfúsíus
„If you wish to glimpse inside a human soul and get to know a man, don't bother analyzing his ways of being silent, of talking, of weeping, of seeing how much he is moved by noble ideas; you will get better results if you just watch him laugh. If he laughs well, he's a good man“
-- Fjodor Dostojevskí
„Maybe we can start again in the new rich land in California, where the fruit grows. We'll start over. But you can't start. Only a baby can start. You and me , why, we're all that's been. The anger of a moment, the thousand pictures, that's us. This land, this red land, is us; and the flood years and the draught years and the dust years are us. We can't start again. The bitterness we sold to the junk man , he got it all right, but we have it still. And when the owner men told us to go, that's us; and when the tractor hit the house; that's us until we're dead. To California or any place , every one a drum major leading a parade of hurts, marching with our bitterness. And some day the armies of bitterness will all be going the same way. And they'll all walk together and there will be a dead terror from it.“
-- Úr The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck
„An eye for an eye will only make the whole world blind“
-- Mahatma Ghandi
„When the power of love overcomes the love of power, the world will know peace“
-- Jimi Hendrix
„Ours is but a small part in a world-wide struggle for peace, justice and equality between human beings and between nations, for the preservation of our planet. It can all be summed up in one word, which both in Hebrew and in Arabic means not only peace, but also wholeness, security and wellbeing: Shalom, Salaam.“
-- Uri Avnery
„The western land, nervous under the beginning change. The Western States, nervous as horses before a thunder storm. The great owners, nervous, sensing a change, knowing nothing of the nature of the change. The great owners, striking at the immiediate thing, the windening government, the growing labor unity; striking at new taxes, at pans; not knowing that these are results, not causes. Results, not causes; results, not causes. The causes lie deep and simply; the causes are a hunger in the stomach, multiplied a million times, a single soul, hunger for joy and some security, multiplied a million times; muscles and mind aching to grow, to work, to create, multiplied a million times. The last clear definite function of man: muscles aching to work, minds achying to create beyond the single need: this is man. To build a wall, to build a house, a dam, and in the wall and house and dam to put something of Manself, and to Manself take back something of the wall, the house, ther dam; to take hard muscles from the lifting, to take the clear lines and form from concieving. For man, unlike any other thing organic or inorganic in the universe, grows beyond his work, walks up the stairs of his concepts, emerges ahead of his accomplishments. This you may say of man: when theories change and crash, when scholles, philosophies, when narrow dark alleys of thought, national, religious, economic, grow and disintegrate, man reaches, stumbles forward, painfully, mistakenly sometimes. Having steped forward, he may slip back, but only half a step, never the full step back. This you may say and know it and know it. This you may know when the bombs plummet out of the dark planes on the marketplace, when prisoners are stuck like pigs, when the crushed bodies drain filthily in the dust. You may say it and know it in this way. If the step were not being taken, if the stumbling-forward ache were not alive, the bombs would not fall, the throats would not be cut. Fear the time when the bombs stop falling while the bombers live - for every bomb is proof that the spirit has not died. And fear the time when the strikes stop while the great owners live - for every little beaten strike is proof that the step is being taken. And tis you can know - fear the time when Manself will not suffer and die for a concept, for this one quality is the foundation of Manself, and this one quality is man, distinctive in the universe.“
-- Úr The Grapes Of Wrath eftir John Steinbeck
„People should not be afraid of their governments. Governments should be afraid of their people.“
-- V" í myndasögunni V For Vendetta eftir Alan Moore og David Lloyd
Pity is the feeling which arrests the mind in the presence of whatsoever is grave and constant in human sufferings and unites it with the sufferer. Terror is the feeling which arrests the mind in the presence of whatsoever is grave and constant in human sufferings and unites it with the secret cause."
-- Úr A Portrait of the Artist as a Young Man eftir James Joyce
„We must all hang together, or assuredly we shall all hang separately.“
-- Benjamin Franklin (við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna)
Patriotism is supporting your country all the time, and your government when it deserves it." -- Mark Twain
All you need is love" -- úr samefndu lagi Bítlanna
(Varúð! Spillir!)
„The Jewish Barber: 'I'm sorry but I don't want to be an emperor. That's not my business. I don't want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone if possible; Jew, Gentile, black men, white. We all want to help one another. Human beings are like that. We want to live by each others' happiness, not by each other's misery. We don't want to hate and despise one another. In this world there is room for everyone. And the good earth is rich and can provide for everyone. The way of life can be free and beautiful, but we have lost the way. Greed has poisoned men's souls; has barricaded the world with hate; has goose-stepped us into misery and bloodshed. We have developed speed, but we have shut ourselves in. Machinery that gives abundance has left us in want. Our knowledge as made us cynical; our cleverness, hard and unkind. We think too much and feel too little. More than machinery we need humanity. More than cleverness, we need kindness and gentleness. Without these qualities, life will be violent and all will be lost. The aeroplane and the radio have brought us closer together. The very nature of these things cries out for the goodness in man; cries out for universal brotherhood; for the unity of us all. Even now my voice is reaching millions throughout the world, millions of despairing men, women, and little children, victims of a system that makes men torture and imprison innocent people. To those who can hear me, I say "Do not despair." The misery that has come upon us is but the passing of greed, the bitterness of men who fear the way of human progress. The hate of men will pass, and dictators die, and the power they took from the people will return to the people. And so long as men die, liberty will never perish.'
(In a passionate raging voice now) 'Soldiers! Don't give yourselves to these brutes who despise you, enslave you; who regiment your lives, tell you what to do, what to think and what to feel! Who drill you, diet you, treat you like cattle and use you as cannon fodder! Don't give yourselves to these unnatural men---machine men with machine minds and machine hearts! You are not machines! You are men! With the love of humanity in your hearts! Don't hate! Only the unloved hate; the unloved and the unnatural. Soldiers! Don't fight for slavery! Fight for liberty! In the seventeenth chapter of St. Luke, it is written that the kingdom of God is within man, not one man nor a group of men, but in all men! In you! You, the people, have the power, the power to create machines, the power to create happiness! You, the people, have the power to make this life free and beautiful, to make this life a wonderful adventure. Then in the name of democracy, let us use that power. Let us all unite. Let us fight for a new world, a decent world that will give men a chance to work, that will give youth a future and old age a security. By the promise of these things, brutes have risen to power. But they lie! They do not fulfil that promise. They never will! Dictators free themselves but they enslave the people! Now let us fight to free the world! To do away with national barriers! To do away with greed, with hate and intolerance! Let us fight for a world of reason, a world where science and progress will lead to the happiness of us all. Soldiers, in the name of democracy, let us unite!'
(Here, Chaplin pauses, seeming to gather himself, and the picture soon fades out to a scene of refugee Hannah (Paulette Goddard) with her family in a peaceful field, seemingly hearing his words.)
,Hannah, can you hear me? Wherever you are, look up! Look up, Hannah! The clouds are lifting! The sun is breaking through! We are coming out of the darkness into the light! We are coming into a new world; a kinder world, where men will rise above their greed, their hate and their brutality. Look up, Hannah! The soul of man has been given wings and at last he is beginning to fly. He is flying into the rainbow! Into the light of hope, into the future, the glorious future that belongs to you, to me, and to all of us. Look up, Hannah! Look up!'
Hannah's Father: 'Hannah?'
Hannah: 'Shhh. Listen.'“
--Lokasenan í The Great Dictator eftir Charlie Chaplin
„At any rate, spring is here, even in London N.I, and they can't stop you enjoying it. This is a satisfying reflection. How many a time have I stood watching the toads mating, or a pair of hares having a boxing match in the young corn, and thought of all the important persons who would stop me enjoying this if they could. But luckily they can't. So long as you are not actually ill, hungry, frightened or immured in a prison or a holiday camp, spring is still spring. The atom bombs are piling up in the factories, the police are prowling through the cities, the lies are streaming from the loudspeakers, but the earth is still going round the sun, and neither the dictators nor the bureaucrats, deeply as they disapprove of the process, are able to prevent it.“
-- Niðurlag greinarinnar Some Thoughts On The Common Toad eftir George Orwell (rituð 1946)
„,If there were none of this magnamity in warfare, then we would only undertake it when, as now, it was a matter for which it was worth while to meet one's death. Then there would not be war because Pavel Invanitch had insulted Mikhail Ivanitch. But if there must be a war like the present one, let it be war. Then the zeal and intensity of the troops would always be what it is now. Then all the Westphalians and Hessians whom Napoleon had brought with him would not have come against us to Russia, and we would never have gone to fight in Austria and Prussia without knowing why. War is not sweetness and light, but the dirtiest thing in the world, and it is necessary to understand it as such and not play at war. It is neccessary to take this frightful necessity sternly and seriously. This is the core of the matter; avoid falsehood, let war be war, and not sport. For otherwise war becomes a favorite pasttime for idle and frivolous men. The military are the most honoured of any class. But what is war, and what is necessary for its sucess, and what are the laws of military society? The end and aim of war is murder; the weapons of war are espionage, and treachery and the encouragement of treachery, the ruin of the inhabitants, and the pillage and robbery of their posessions for the maintenance of the troops; deception and lies which pass under the name of military finesse. The privilages of the military class are the lack of freedom, that is, discipline, idleness, ignorance, rudeness, debauchery and drunkenness. And yet this is the highest caste in society, respected by all. All rulers exept the Emperor of China wear military uniforms, and the one who has killed the greatest number of men gets the greatest reward. Tens of thousands of men meet, just as they will tomorrow, to murder one another; they will massacre and maim; and afterwards thanksgiving will be celebrated, because many men have been killed , the number is always exaggerated , and victory will be clamed on the supposition that the more men killed, the greater the credit. Think of God looking down and listening to them!” exclaimed Price Andrei, in his sharp, piping voice. Ah, my dear fellow, of late life has been a heavy burden. I see I have obtanied too deep an insight into things. It is not for man to taste the knowledge of good and evil, well, it is not for long now, he added. However, it is your bedtime; and it is time for me to turn too. Go back to Gorki!' suddenly exclaimed Prince Andrei...“
-- úr Stríði og frið eftir Leo Tolstoy, í enskri þýðingu Alexöndru Kroptokin prinsessu.
„He knows nothing and thinks he knows everything. That points clearly to a political career.“
--George Bernard Shaw
„Fools rush in where angels fear to tread.“
-- Alexander Pope
„History teaches us that men behave wisely once they've exhausted all other alternatives“
--Hughie (Billy Connolly) í kvikmyndinni Still Crazy
„,Taktu aldrei mark á ófullum Íslendingi' sagði hann. ,Íslendíngum var af miskunnsömum guði sendur aðeins einn sannleiki og hann heitir: brennivín.' Þeir sungu Ójón ójón og aðrir gestir horfðu á þá með hrolli og viðbjóði."
--Jón Marteinsson við Jón Hreggviðsson, þar sem þeir sitja að sumbli í Kristínar doktors kjallara í Kaupinhafn í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness
"It's difficult to get a man to understand something if his salary depends upon him not understanding it"
--Upton Sinclair
„Hvað er ég? Aðeins örsnauður einstæðingur, skinhoraður og skítugur kokkræfill, áreiðanlega snauðastur allra hinna snauðu, lingerður og ónýtur til allra líkamlegra stritverka, hjartabilaður síðan ég var á öðru ári æfinnar. Eini auður minn er spekin. Eina stolt mitt er viskan.“
-- úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson
„We declare our right on this earth to be a human being, to be respected as a human being, to be given the rights of a human being in this society, on this earth, in this day, which we intend to bring into existence by any means necessary.“
-- Malcolm X
„We are not wholly bad or good Who live our lives under Milk Wood, And Thou, I know, wilt be the first To see our best side, not our worst.“
-- Reverend Eli Jenkins í leikritinu Under Milk Wood eftir Dylan Thomas
„Don't try to be a great man, just be a man and let history make its own judgments.“
-- Zefram Cochrane í Star Trek: First Contact
„The artist, like the God of creation, remains within or behind or beyond or above his handiwork, invisible, refined out of existence, indifferent, paring his fingernails“
-- James Joyce
„The degree of civilization in a society can be judged by entering its prisons.“
--Fjodor Dostojveskí
„Það tekur tuttugu ár fyrir mann að rísa upp úr grænmetisástandinu sem hann er í í legi móður sinnar og upp úr hinu hreina ástandi dýrsins sem er hlutskipti frumbernsku hans, yfir að ástandinu þegar þroski skynseminnar tekur að birtast. Það hefur þurft þrjátíu aldir til að fræðast um uppbyggingu hans. Það þyrfti heila eilífð til að kynnast nokkru um sál hans. Það þarf ekki nema örskotsstund til að drepa hann.“
-- Voltaire
„Rise like lions after slumber
In unvanquishable number.
Shake your chains to earth like dew.
Which in sleep has fallen on you.
Ye are many - they are few“
-- úr ljóðinu The Mask of Anarchy eftir Percy Bysshe Shelley
„Life is no way to treat an animal“
-- Kurt Vonnegut
"We are here on earth to fart around. Don't let anybody tell you any different"
-- Kurt Vonnegut
"There is no reason why good can't triumph over evil, if only angels would get organized among the lines of the mafia."
-- Kurt Vonnegut
"Personally, I have no bone to pick with graveyards"
-- Samuel Beckett
"Duty is what one expects from others, it is not something one does oneself"
-- Oscar Wilde
"Dancing is a perpendicular expression of a horizontal desire"
-- George Bernard Shaw
"Satire is a sort of glass wherein the beholders do generally discover everybody's face but their own"
-- Jonathan Swift
"I will not serve that in which I no longer believe, whether it call itself my home, my fatherland or my church: and I will try to express myself in some mode of life or art as freely as I can and as wholly as I can, using for my defence the only arms I allow myself to use - silence, exile and cunning"
-- James Joyce
„While there is a lower class I am in it, while there is a criminal element I am of it, and while there is a soul in prison, I am not free“
-- Eugene Victor Debs
„You can fool some people some time, but you can't fool all the people all the time.“
-- úr laginu Stand up for Your Right með Bob Marley and the Wailers
"Þrælarnir munu selja herra sína og þeim* mun vaxa vængir"
*þrælunum
-- úr kvikmyndinni Cobra Verde eftir Werner Herzog
„Hold fast to dreams
For if dreams die
Life is a broken-winged bird
That cannot fly
Hold fast to dreams
For when dreams go
Life is a barren field
Frozen with snow.“
-- Langston Hughes, „Dreams“.
„Perhaps, when we remember wars, we should take off our clothes and paint ourselves blue and go on all fours all day long and grunt like pigs. That would shurely be more appropriate than noble oratoryand shows of flags and well-oiled guns.“
-- úr ræðu Horlick Minton, sendi herra Bandaríkjanna í San Lorenzo í minningarathöfn í San Lorenzo um "hina 100 píslarvotta lýðræðisins" í skáldsögunni Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut.
„Tónlist veitir heiminum sál, huganum vængi og lífinu allt “
--Platón
„Take care of the people, and god almighty will take care of himself“
--Kurt Vonnegut
„All our songs are anti-war„“
--John Lennon, þegar hann var spurður hvers vegna Bítlarnir hefðu ekki samið nein and-stríðslög.
"One of the most horrible features of war is that all the war-propaganda, all the sreaming and lies and hatred, comes invariably from people who are not fighting"
-- George Orwell, Homage to Catalonia.
Beano (Timothy Spall): "It was that quite old-fashioned Scottish phrase again: "If at first you don't succeed..."
Hughie (Billie Connolly): „Pull your foreskin over your head“*
*borið fram "heed"
-- úr kvikmyndinni Still Crazy
"Niðurlægðu aldrei lítinn unga. Hann getur síðar meir orðið að reiðum tígri"
-- Mongólskt spakmæli
"I don't know if god exists, but it would be better for his reputation if he didn't."
-- Jules Renard
"One of its charming miracles is that through its form, poetry can resist the content of authoritarian discourse. By resorting to understatement, concrete and physical language, a poet contends against abstraction, generalization, hyperbole and the heroic language of hot-headed generals and bogus lovers alike... Poetry remains one of the astonishing forms in our hands to resist obscurantism and silence. And since we cannot wash the polluted words of hatred the same way we wash greasy dishes with soap and hot water, we the poets of the world, continue to write our poems to restore the respect of meaning and to give meaning to our existence."
-- Mourid Barghouti, palestínskur rithöfundur og ljóðskáld.
"If someone thinks that love and peace is a cliché that must have been left behind in the sixties, that's his problem. Love and peace are eternal."
-- John Lennon
„Life is what happens to you when you're busy making other plans“
-- John Lennon
Trillian: „Can we drop your ego for a moment? This is important“
Zaphod: „If there's anything more important than my ego around, I want it caught and shot now“
-- The Hitchhiker's Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams
"Að elska er að yrkja fegursta ljóð í víðri veröld"
-- Þórbergur Þórðarson
"Það er rokk alls staðar, ef maður bara vill hafa það"
-- Óttarr Proppé
"Ég er ekki einn þeirra sem segja að vegna þess að allir okkar draumar á sjöunda áratugnum rættust ekki, hafi allt sem við sögðum eða gerðum verið marklaust. Nei, það ríkir ekki friður í heiminum þrátt fyrir allt okkar erfiði, en ég trúi því samt að barátta hippanna fyrir friði og kærleika hafi verið ómaksins verð. Ef einhver stendur upp og brosir, og er svo kýldur í andlitið, þá ógildir það ekki brosið. Það var."
-- John Lennon
"I'd rather have a bottle in front of me than a frontal lobotomy"
-- Tom Waits
"When I was 5 years old, my mother always told me that happiness was the key to life. When I went to school, they asked me what I wanted to be when I grew up. I wrote down "happy". They told me I didn't understand understand the assignment and I told them they didn't understand life".
-- John Lennon
"We all know sucess when we we all find our own dreams
And our love is enough to knock down any wall
And the future's been seen as men try to realize
The simple secret of the note in us all... in us all"
-- úr laginu Pure and Easy með The Who.
„And in the end, the love you take is equal to the love you make.