mánudagur, ágúst 23, 2010

Fésbókarvesen

Ég segi mínar farir ekki sléttar af facebook. Eftir að síðunni minni var lokað (sjá færsluna "Fjarskiptavesen", sem ég ritaði hér þann 18. þessa mánuðar) hef ég frá 15. ágúst nú alls sent facebook 9 tölvupósta. Þar skýri atburðarásina eins og hún horfir við mér, svo hljóðandi:

Recently someone broke into my facebook account. I reported it to facebook and the account was temporarily suspended. I was then able to change my password and access my account again. Then everything was fine and whoever broke into my account couldn't access it again, as far as I've been able to tell.
However some days later the account got suspended again, after the security issue had in fact been resolved. I therefore kindly request that facebook reinstate my facebook account.


Ég hef ég beðið teimið að svara mér, gefa skýringu á lokuninni og síðast en ekki síst að opna síðuna mína aftur. Enn sem komið er hefur mér ekki borist neitt svar, og hef ég því ekki séð annað í stöðunni en að halda áfram að senda pósta og þrýsta á um svar.
Ég sendi beiðnirnar á netfangið info+y275lu5@support.facebook.com
Geti einhver bent mér á annað netfang sem bæri vænlegra til svars, eða langi einhverja aðra að leggja mér lið við að þrýsta á facebook að opna síðuna mína aftur, væri það vel þegið.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.