Ekki sá skarpasti
Sannreyndi áðan að máfar eru ekki skörpustu dýr í heimi. Vinur minn setti brauð á svalirnar hjá sér í von um að geta myndað máf, þeir flykktust svo þangað í hrönnum. Þeir voru mislengi að fatta að þeir kæmust ekki í gegnum öryggisglerið sem girðir svalirnar af, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Einn þeirra tók sér eina og hálfa mínútu á glerið áður en honum hugkvæmdist að snúa sér í hina áttina og fljúga upp í loftið. Félagi hans tók sér aftur á móti tíu og hálfa mínútu í þetta, og það eftir að við strákarnir höfðum meira að segja sett stól hjá honum sem hann gæti þess vegna notað sem flugpall, í von okkar um að hann færi eitthvað að setja saman tvo og tvo. Myndband væntanlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli