Skaktu þig, Skurbeinn!
Það rann upp fyrir mér á kóræfingu í kvöld að frasinn hér að ofan, úr Æfintýravísum Jóns Leifs sem við erum að æfa fyrir tónleika 23. nóv. nk., er ágætis útlegging á "Shake it baby". Gunnsteinn, kórstjórinn okkar, lagði til að fyrri frasinn yrði nafnið á disk Háskólakórsins næsta vor og að sá enski yrði undirtitill í sviga. Tillagan hlaut góðar undirtektir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli