þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Wikileaks og Þjóðkirkjan

John Pilger skrifar: Why Wikileaks Must Be Protected

Það er meiri viðbjóðurinn sem Ólafmálið er. Vantrú fjallar um það hér og víðar.

Lesið einnig Prestar telja sig hafna yfir lög.
Réttara væri þó að kalla greinina "Sumir prestar telja sig hafna yfir lög" því glöggt má sjá við lestur greinarinnar að það er það sem við er átt. Einum presti sem telur sig hafinn yfir lög er hins vegar einum ofaukið. Þessum sömu prestum þykir sjálfsagt að vera á spena ríkisins og hafa afskipti af stjórnsýslu en sleppa því að hlýða landslögum þegar það hentar ekki kreddufestu þeirra.
Því fyrr sem ríki og kirkja verða aðskilin, því betra.
Ég hvet fólk til að nota tækifærið og skrá sig úr Þjóðkirkjunni, hafi það ekki þegar gert það.

Jóhanna Sigurðardóttir telur kirkjuna í kreppu, segir það sorglegt að horfa upp á vandræðagang kirkjunnar í þessu máli og að það hafi stundum hvarflað að sér að segja sig úr Þjóðkirkjunni.

Ég tek undir henni með þetta og sé ekki hvað stöðvar hana í því. Ekki get ég sagt að traust mitt á Þjóðkirkjunni sé mikið, enda sagði ég mig úr henni fyrir nokkrum árum og sé ekki eftir því.
Svona, ef út í það er farið gæti Jóhanna í leiðinni beitt sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Alltént sé ég ekki hvers vegna Jóhanna ætti að vilja vera skráð í söfnuð sem mismunar henni og öðrum samkynhneigðum á grundvelli kynhneigðar þeirra og hvers stofnun hylmir yfir níðinga, hvað þá að greiða fé til þeirrar stofnunar, fremur en aðrir sem láta sig mannréttindi einhverju varða.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.