Samstöðufundur með Palestínu í Norræna húsinu mánudaginn 29. nóvember kl. 17
Alþjóðlegur samstöðudagur til stuðnings palestínsku þjóðinni er haldinn 29. nóvember ár hvert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og Félagið Ísland-Palestína var stofnað á þessum degi árið 1987. Félagið hefur alla tíð gert þennan dag að baráttudegi fyrir grundvallarréttindum palestínsku þjóðarinnar.
Dagskrá:
Árni Þór Sigurðsson alþingismaður, formaður utanríkismálanefndar Alþingis flytur ræðu.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður félagsins segir frá nýlegri ferð til Gaza í máli og myndum.
Kristín Sveinsdóttir syngur nokkur íslensk lög við undirleik Jóns Stefánssonar.
Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndargerðarmaður og stjórnarmaður FÍP sýnir tvær stuttmyndir frá Gaza.
Fundurinn er öllum opinn - ókeypis aðgangur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli