mánudagur, október 31, 2011

Fæddur þar, fæddur hér


Þá er ég öllu spenntari fyrir I Was Born Here, I Was Born There eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Barghouti en bókinni að neðan. ég pantaði mér Bók Barghoutis og hún ætti að vera komin í kringum sjöunda til níunda nóvember. Hlakka mikið til að lesa hana. Fyrri bókin hans, I Saw Ramallah, er hreint afbragð og með því allra besta sem ég hef lesið um ástandið.
Ég fjallaði um fyrri bókina hans í Frjálsri Palestínu árið 2010. Greinin, sem ég nefndi "En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland" (tilvísun í Stephan G. Stephansson), er á bls. 16 -17 í blaðinu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.