Harpa
Varð þeirra forréttinda aðnjótandi að vera við hljómburðarprufu í Hörpu. Þar var leikin sinfónía eftir Shostakovich, fyrsti hluti 9. sinfóníu Beethovens og 2. sinfónían eftir Sibelius. Stórkostlegt. Hef svo í kvöld notið þess að hlusta á píanókonsert eftir Edward Grieg, Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns og 9. sinfónían er í þann mund að hefjast. Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson greip mig aftur á móti ekkert sérstaklega, en það var svona "god nok" í mínum eyrum. Ómstríðari og módernískari verk Þorkels hafa reyndar sjaldnast höfðað sérstaklega til mín. Allir hafa sinn smekk og sjálfur hef ég verið hrifnari af verkum hans á borð við Heyr, himasmiður, en það þykir mér dásamlegt kórverk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli