Mótmælafundur í Háskólabíói- Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza - Sunnudagurinn 18. janúar - kl. 15
Fjölmörg félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök gangast fyrir mótmælafundi í Háskólabíói á sunnudaginn undir kjörorðinu: ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDMORÐUNUM Á GAZA.
Ræður flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur
Fundarstjóri er Arnar Jónsson leikari
Fjölbreytt tónlistardagskrá verður á fundinum:
Barnakór Kársnes
Lay Low
Hulda Björg Garðarsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Trio Nordica
... og fleiri
Eftirtaldir hafa nú þegar staðfest aðild að fundinum:
ASÍ
BSRB
Félagið Ísland-Palestína
Frjálslyndi flokkurinn
KÍ
Landssamband sjálfstæðiskvenna
SFR
Samiðn
Samfylkingin
Starfsgreinasambandið
Vinstri-Grænir
Boð um aðild að fundinum hefur verið sent fjölda félagasamtaka og búist er við að fleiri eigi eftir að tilkynna þátttöku, enda öll félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök hvött til að vera með.
>> Mótmælin á Facebook (látum erindið berast, sendum áfram): http://www.facebook.com/event.php?eid=44664483250
Engin ummæli:
Skrifa ummæli