Innifundur í vegna fjöldamorðanna á Gaza - Sýnum samstöðu - stöðvum fjöldamorðin
Félagið Ísland-Palestína boðar til fundarins og hann verður í Iðnó, Vonastræti 3, kl. 16:00 á morgun.
Dagskrá:
* Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, segir frá lífi og starfi bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie sem lét lífið á Gaza-svæðinu 16. mars 2003 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana. Þóra Karítas fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie“ sem frumsýnt verður 19. mars.
* Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, flytur ræðu.
* Nokkrar staðreyndir um Gaza.
* Tekið verður viðal við Jean Calder, ástralska konu sem býr og starfar í Khan Younis á Gaza-ströndinni. Jean Calder hefur unnið í þrjá áratugi að endurhæfingu fatlaðra á vegum Palestínska rauða hálfmánans í Líbanon, Egyptalandi og á Gaza síðustu 13 árin.
* Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, flytur ræðu.
* Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Von er á frumflutningi lags um fjöldamorðin á Gaza.
* Kertafleyting á Tjörninni til minningar um fórnarlömb fjöldamorðanna á Gaza.
Fundarstjóri:
* Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli