mánudagur, janúar 12, 2009

Gaza á Íslandi

Uppfært mánudaginn 12. janúar kl. 7:32 - Aðgerðin hefst kl 8:00 að morgni

Ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að fordæma fjöldamorð Ísraela á þann hátt sem Ísraelska ríkisstjórnin skilur. Á mánudagsmorgun ætlar aðgerðahópurinn "Gaza á Íslandi" að sýna ráðamönnum það sem þeir vilja ekki sjá. Aðgerðin verður við stjórnarráðið kl. 8 núna um morguninn, mánudaginn 12. janúar.

Beinskeytt mótmæli.
Komum öll með hvít lök í bögglum eða dúkkur í barnastærð, rauðan matarlit eða annað gerviblóð eða annað til að búa til sterka mynd af slátruninni sem nú stendur yfir í Gaza.

Þeir sem eiga afganga af kínverjabeltum eða þvíumlíku, geta komið með þá til að búa til þann hljóðheim sem fólk á Gaza býr við hvern einasta dag. Blys má nota til að búa til reyk.

Þeir sem hafa áhuga á að leika mæður, feður eða lík vinsamlegast sendið mér skilaboð.

Þetta eru beinskeytt en friðsamleg mótmæli. Við hvetjum alla sem ekki vilja taka beinan þátt í gjörningnum til að sýna stuðning með því að mæta sem áhorfendur.

Tímasetningin er lauslega miðuð við að ráðamenn þurfi að ganga gegnum átakasvæðið, en þeir sem þurfa að mæta í vinnu geta mætt snemma og hjálpað til við undirbúning gjörningsins.

Stöðvum morðin!


Sendið skilaboð hingað: http://www.facebook.com/profile.php?id=634356211 eða á netfangið
jonth@hive.is ef þið viljið leika hlutverk.
http://www.facebook.com/profile.php?id=634356211

...

Lag dagsins: Where to the Children Play? með Cat Stevens. Hér tekur hann það á tónleikum árið 1976:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.