laugardagur, janúar 24, 2009

Í byltingu er barn oss fætt...

Barn oss fætt
því fagnar gjörvöll Vésteins/Rósu ætt


Aðfaranótt laugardagsins 24 janúar fæddist Vésteini bróður mínum og Rósu yndisleg lítil dóttir. Hún vegur 17 merkur og er 52 cm.
Fór eftir vinnu og heimsótti nýbakaða foreldrana og dótturina. Fröken Vésteinsdóttir er stór og falleg og undurspök (ég verð líka alveg meyr þegar kemur að krúttlegum kornabörnum). Sé fram á að ég muni fljótt vera skikkaður í pössun og bleyjuskipti (á dótturinni, sumsé, ekki mér). Stefni á að dekra krílið og vera skemmtilegi frændinn, "go'e gamle onkel Einar" sem lætur henni eftir það sem hún fær ekki heima fyrir. Foreldrarnir sitja svo uppi með afleiðingarnar, hehe. Svo mun ég auðvitað móta hana í minni mynd. Það gengur ágætlega með hin 2 míní-míin hennar Jórunnar systur. ;)

...

Hér er svo einn góður sem mamma sendi mér, hann er auðskiljanlegri þeim sem eldri eru:

Blonde goes to work after many years:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.