föstudagur, janúar 02, 2009

Góðar og athyglisverðar greinar sem varpa ljósi á atburðina á Gaza

Hátt í 500 Palestínumenn hafa nú verið drepnir í árásum Ísraela, meira en 2000 særst og 4 Ísraelar hafa dáið af völdum Qassam-eldflauga Palestínumanna, þegar þessi færsla er skrifuð og Ísraelar hyggst herða árásirnar til muna, segja að þetta sé "bara forsmekkurinn".
Hvað þurfa margir að deyja í viðbót áður en Ingibjörg Sólrún og ríkisstjórn Íslands "geta komið auga á rök fyrir að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael", eins og sú fyrrnefnda sagðist ekki geta í viðtali?
Ég minni svo á það að þar sem sjúkrahúsin á Gaza skortir rafmagn, lyf og aðrar nauðþurftir þá eru ekki miklar líkur á að þeir sem eru alverlega særðir lifi lengi.

The Gaza Strip Fact Sheet
Stutt en gott yfirlit um Gaza og íbúa svæðisins frá Palestine Monitor, uppýsingaveitu frjálsra félagasamtaka í Palestínu (Palestinian NGO Network)

Það var þess virði að bíða í viku eftir nýrri og frábærri grein Uri Avnery um Gaza; Molten Lead. Mæli alveg sérstaklega með þessari grein;

"...As a matter of fact, the cease-fire did not collapse, because there was no real cease-fire to start with. The main requirement for any cease-fire in the Gaza Strip must be the opening of the border crossings. There can be no life in Gaza without a steady flow of supplies. But the crossings were not opened, except for a few hours now and again. The blockade on land, on sea and in the air against a million and a half human beings is an act of war, as much as any dropping of bombs or launching of rockets. It paralyzes life in the Gaza Strip: eliminating most sources of employment, pushing hundreds of thousands to the brink of starvation, stopping most hospitals from functioning, disrupting the supply of electricity and water.
Those who decided to close the crossings – under whatever pretext – knew that there is no real cease-fire under these conditions.
That is the main thing. Then there came the small provocations which were designed to get Hamas to react..."


ATH! Hér kemur m.a. fram að ráðamenn í Ísrael hófu undirbúning að alþjóðlegri PR/fjölmiðlavinnu fyrir árásina á Gaza fyrir sex mánuðum, þrátt fyrir að tilgreind ástæða núverandi árása sé sú að Hamas hafi neitað að endurnýja vopnahlé í síðasta mánuði.
Israel claims success in the PR war
Anshel Pfeffer, The Jewish Cronicle.

ATH ATH! Ísraelska dagblaðið Ha'aretz fjallar um hvernig byrjað var að skipuleggja núverandi aðgerðir á Gaza fyrir sex mánuðum síðan. Greinin staðfestir að aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki neyðar- og skyndiviðbrögð við smáskærum Hamas. Þetta var allt saman þaulskipulagt og vopnahléð bara sýndarmennska og blekkingarleikur af hálfu Ísraels.

Það væri óskandi að þetta yrði til þess að Ingibjörg Sólrún kyngdi tuggunum um "rétt Ísraels til að verja sig" og "svör við eldflaugaárásum" og taki upp nýja stefnu, og það sama má segja um fjölmiðla sem einatt éta þessar tuggur eftir áróðursmaskínu Ísraelsstjórnar. Hvort það gerist getur maður samt ekkert vitað, og því miður má vel vera að það haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.

The Rotten State of Egypt is too powerless and corrupt to act og
Why Bombing Ashkelon is the Most Tragic Irony
Robert Fisk, The Independent

Gaza: the logic of colonial power
Grein bandaríska blaðamannsins Nir Rosen, Guardian, birt mánudaginn 29. desember 2008.

To be in Gaza is to be trapped
Grein frá Peter Beaumont, ritstjóra erlendra frétta hjá Guardian.

Palestine's Guernica and the Myths of Israeli Victimhood
Dr. Mustafa Barghouti

Israel's War Crimes
Richard Falk, Mannréttindatalsmaður Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum

Party to Murder
Chris Hedges, commodreams.com

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.