miðvikudagur, janúar 07, 2009

Mótmælum stuðningi BNA við fjöldamorðin á Gaza

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi 21 á morgun, fimmtudaginn 8. janúar kl. 5, þar sem stuðningi ríkistjórnar BNA við fjöldamorðin á Gaza verður mótmælt. Flutt verður stutt ræða og lesin upp yfirlýsing sem svo verður afhent starfsfólki sendiráðsins.

...

Ron Asheton, gítarleikari The Stooges er látinn. Það þykir mér miður. Hann var fantaflottur gítarleikari og gífurlega áhrifamikill í rokksögunni ásamt félögum sínum í The Stooges. Ekki endilega alltaf flóknustu riffin en djöfull andkoti voru þau töff. Ég nefni sem dæmi opnunarriffið í Now I Wanna Be Your Dog,1969, 1970 og No Fun.
Mæli með að fólk sem vill heiðra minningu hans skelli fyrstu tveimur plötunum með upprunalegu The Stooges, þeirri samnefndri sveitinni og Funhouse á fóninn og spili á góðum styrk. Hrátt Detroitbílskúrsblússprotopönkrokk eins og best verður á kosið. Þriðja platan, Raw Power er líka góð, en þá var Ron kominn á bassa og James Williamsson tekinn við. Hann er góður líka, bara öðruvísi og sándið þar með.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá The Stooges með upprunalegri liðsskipan (að bassaleikaranum Dave Alexander undanskildum, hann var dáinn) með Ron í Listasafni Reykjavíkur árið 2006 og er það með magnaðri rokktónleikum sem ég hef farið á. Ég þakka fyrir mig.

Lag dagsins: Dirt með The Stooges af plötunni Funhouse.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.