fimmtudagur, janúar 29, 2009

"Ró færist yfir Gasa á ný"

...er fyrirsögn fréttar í Fréttablaðinu í dag.

"Síðdegis virtist sem ró væri að komast á á nýju" segir svo fréttamaðurinn knái hjá Fréttablaðinu um stríðsástandið.

Öllu má nú nafn gefa. Sér er nú hver róin. Þvílíkt og annað eins endemis kjaftæði.

Gaza er hertekið svæði. Innviðir Gaza eru í molum. Rúmlega þúsund hafa verið myrtir, þar af þriðjungur börn. Enn fleiri særðir. Gaza er í herkví og skortir lífsnauðsynjar, svo sem mat, rafmagn og lyf, en allur aðgangur að slíku er háð duttlungum Ísraels. Ísraelsher áskilur sér svo rétt til að ráðast á Gaza reglulega til að sýna þeim hver ráði og þannig hyggjast jafnframt stjórnmálamenn krækja sér í auka atkvæði.
Þangað til þessu ástandi linnir verður engin ró á Gaza.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.