mánudagur, janúar 19, 2009

Bush og Obama

Þökk mun gráta þurrum tárum brottför Bush. Þar held ég að flestir muni vera sammála mér. Það er sannarlega erfitt að vera verri forseti en fráfarandi fosetadrusla. Í sjálfu sér er ekkert að því að drekka hestaskál yfir að 8 hryllileg ár Bush-stjórnarinnar sé loks á enda.
En er víst að breytingarnar verði jafn miklar og er búið að lofa okkur? John Pilger er meðal þeirra sem hafa fylgt kosningabaráttunni eftir og hann færir góð rök fyrir því í greinum sínum að rétt sé að vera á varðbergi og fagna ekki of snemma. Ekki er áframhaldið sýnna en svo. Maður hefur á tilfinningunni að hann verði meira í líkingu við Clinton. Clinton komst upp með margt misjafnt út af sjarmanum "he knew better how to cover his ass" eins og menn myndu orða það þar vestra og ekki ólíklegt að Obama gæti þetta líka, ef honum sýndist svo. Ekki get ég sagt að mér þyki skipan ríkisstjórnar hans lofa góðu, svo vægt sé til orða tekið , eða þögn hans vegna Gaza.
Á morgun hættir Bush og Obama verður foseti. Lesið í millitíðinni grein Pilgers frá 11. desember; Beware of Obama's Ground Hog Day.

Stephen Colber(t) fer svo yfir forsetatíð Bush.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.