sunnudagur, janúar 11, 2009

Viðtal við Dr. Nurit Peled-Elhanan og eiginmann hennar, Rami

Ég fékk sendan hlekk á viðtal við Dr. Nurit Peled Elhanan og eiginmann hennar, Rami í gegn um póstlistann The Other Israel, sem ég er áskrifandi að. Dr. Nurit Peled-Elhanan er prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem. Dóttir hennar, Smadar var myrt í sjálfsmorðsárás í september árið 2007. Nurit og eiginmaður hennar, Rami er meðal stofnanda Harmsleginna fjölskyldna í Palestínu og Ísrael fyrir friði.
Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim hjónum, sbr. fyrri skrif mín um Nurit, hlekkinn á fyrirlestur hennar í Conneticut-Hákólanum og þýðingu mína á fyrirlestri hennar, Menntun eða hugsýking, sem birtist á bls. 8-10 í júníhefti Frjálsrar Palestínu árið 2007.

Mér fannst þess virði að lesa viðtalið út frá því sem þau höfðu að segja.Viðtalið sjálft er hins vegar afar illa tekið. Blaðamaðurinn gerir sitt besta við að reyna að gera hana tortryggilega með ýmis konar dylgjum strax frá upphafi, draga upp mynd af henni sem anti-semíta, Palestínusleikju, uppstökkann og móðursjúkan fanatíker, draumóramanneskju o.s.rfv. og ekki fær maðurinn hennar mikið betri útreið. Þau láta hins vegar ekki slá sig út af laginu.
Það getur verið erfitt að vera rödd skynsemi, friðar og réttlætis, hvað þá sannleika. Í tilfelli Elhanan-hjónanna kemur bæði til þeirra eigin harmsaga og viðhorf samfélagsins.
Blaðamaðurinn leyfir sér líka að hagræða sannleikanum þegar lýtur að stuðningi við stríðið. Ég er ekki viss hvort hans eigin fordómar valdi eða ekki, s.s. hversu meðvitað þetta er eður ei, en ég kem með nokkur dæmi um þessi vinnubrögð hans:

"She grew up in a home with a staunchly leftist outlook"
Kommúnistadjöfull

Dr. Peled Elhanan is a fervent and active representative of a minority that belongs to the margins of the margins of the radical left. Since the beginning of the action in Gaza her positions have been perceived as particularly utopian. “
og “There will be those who will disagree with you historically. “

Gamla Fox-aðferðin. “People are saying...”.


"Why not? They are guests in a state that is defending itself. "
Endurtekur sömu tuggur og ríkisstjórnin.

“At this stage of the interview Peled Elhanan’s tone rises. She is getting agitated, angry, her eyes blaze angrily at the questions. The tension reaches its height”
Reið var þá Freyja og fnasaði. Ólíkt yfirvegaða prófesjónal blaðamanninum. :P

“After a few soothing words, Peled Elhanan was placated.”
Karlinn að róa hysterísku kerlinguna. Viljið þið ekki bara gefa henni rítalín líka?

“Your identification with them is total. What is happening to the residents of the south does not seem to interest you. It’s just them, them and them. “
Elhanan hjónin misstu sjálf dóttur sína á táningsaldri í sjálfsmorðsárás. Sýndu smá háttvísi.

"You seem like people who do not at all know where you live. It seems to me that you are living on another planet and do not recognize that the world is much less ideal than your meetings with the Forum."
Þetta eru bara krútt.

"At this point Rami’s temper rose. He pointed a threatening finger at me. “Now open your ears well,” he said in a half-violent tone.

I haven’t finished talking.

“No, no. Be quiet a moment and listen.”

You see, now you are turning violent.

“Because you have finally irritated me.”

I’m very glad."

Hvur andskotinn. Ég held að þessi sena útskýri sig nú bara sjálfa.

I understand your anger, but you are using a weapon that I have no ability to contend with.

“I hope you never have such weapons.”


To them it is permitted
"Vopnið" sýnist mér s.s. vera morðið á barninu þeirra. Jamm, hann er smekklegur, blaðamaðurinn.
Í lokin furðar svo blaðamaðurinn sig á því að Nurit hafi svona mikla trú á farsælli sambúð með Palestínumönnum þegar hún hafi enga trú á blaðamanninum.
Það er sannarlega skrýtið...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.