miðvikudagur, júlí 02, 2008

Í minningu Guðrúnar Guðjónsdóttur, enskukennara í Hagaskóla:

When I'm Sixty-Four með Bítlunum:


Ég á góðar minningar um Guðrúnu frá Hagaskóla. Ég játa að maður var e.t.v. eilítið smeykur við hana fyrst í stað og ímyndaði sér að hún væri afar ströng en svo kynntumst við bekkurinn henni og maður fann að hún hafði stórt hjarta en sárnaði ólæti og metnaðarleysi, þar sem hún vildi veg nemenda sinna sem bestan og hafði metnað fyrir þeirra hönd. Þegar kynnin urðu nánari eftir því sem leið á veturinn urðu samskiptin með besta móti og minnir mig að bekkurinn hafi sömuleiðis vandað sig betur, svona almennt allav. Okkur varð vel til vina. Mér er t.d. sérlega minnistætt þegar hún spáði í lófa fyrir okkur (þó að ég muni ekkert hver mín spá var) og þegar hún spilaði þetta, eftirlætis Bítlalagið sitt, fyrir bekkinn og bað okkur, þegar fram liðu stundir, að minnast samferð okkar þegar við heyrðu lagið.
Það geri ég svo sannarlega og þakka fyrir ánægjulega samfylgd. Hvíl í friði.

...

Út er komið fyrsta tölublað nítjánda árgangs Frjálsrar Palestínu og óska ég öllum félagsmönnum til hamingju með það. Blaðið þykir mér sérlega veglegt og það spannar nú 24 síður. Þar má m.a. á bls. 7-10 finna viðtal sem undirritaður tók við palestínska mannréttindaaktívistann Ali Zbeidat, en hann hefur verið framarlega í baráttu gegn niðurrifi Ísraela á palestínskum húsum, nokkuð sem hann þekkir af eigin raun. Ég þýddi jafnframt grein Uri Avnery um 1948 og hans reynslu af því, en á þeim tíma barðist hann í Frelssisstríðinu/Naqba (Hörmungnum) með vélvæddu herdeildinni Refum Samsons, en greinin er á bls.22-23. Ég mæli sterklega með báðum sem og fjölda annara áhugaverðra greina og viðtala í blaðinu.
Grein Avnery má einnig finna hér á ensku.

Ég mæli einnig með þremur nýlegum greinum um skammlíft vopnahléið á Gaza: Rays of hope from the Gaza ceasefire, eftir Ali Abunimah sem birtist 20. júní sl. á Electronic Intifada (s.s. áður en Ísraelar rufu vopnahléið) og tvær greinar Avnery;All Quiet on the Gaza Front og Ole- Ole, Ole, Ole, sú fyrri rituð áður- og sú síðari eftir að vopnhléið var rofið.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.