Ég bendi lesendum á nýja og fróðlega grein Noam Chomsky um Íraksstríðið; It's the oil, stupid!
Lög dagsins eru nokkur: Lean on Me með Bill Withers, Sirenesangen með Gasolin' og Midt om natten með Kim Larsen, I Heard it Through the Grapevine og Long as I Can See the Light með Creedence Clearwater Revival.
Ég hafði verið að skeggræða fyrr um gærdaginn við Skúla um ágæti hljómsveitarinnar Joy Divison og sameiginlegt dálæti okkar á sveitinni og um kvöldið las ég með hryllingi, sorg og reiði fréttirnar um raskið á gröf Ian Curtis, fyrrum söngvara Joy Division. Legsteininum hans var s.s. stolið. Ég hef áður tjáð mig hér á blogginu um dapurleg örlög hans og aðdáun mína á honum sem tónlistarmanni og á Joy Division Eftir að hafa átt svo stormasama æfi, eftir að hafa hellt sér af lífi og sál í tónlistina og gefið heiminum svona mikið með tónlistinni sinni, eftir að hafa bundið endi á eigið líf með því að hengja sig aðeins 24gjra ára gmall, má hann þá fjandakornið ekki einu sinni fá að hvíla í friði???!!!
Ég er ekki vanur að óska öðrum ófarnaðar en get ekki annað en hugsað þessum grafarröskurum þegjandi þörfina. Ég meina, hvers konar menn gera annað eins, djöfulinn hafi það?! Helvítis andskotans ræflar. Ég myndi alltént vilja beita Bowel Disruptor á þá, á la Transmetropolitan:
...handheld "bowel disruptor," which uses brown noise to cause instant and painful loss of bowel control, with various settings that allow him to vary the level of pain and discomfort the device will inflict, ranging from simple diarrhea to complete rectal prolapse. At a much harsher level, the victim has a bowel movement so dramatic and agonizing that it induces unconsciousness. While never used in the series, it is revealed through dialogue that the gun can be set to 'Fatal Intestinal Maelstrom'. Spider prefers this weapon because, despite being illegal, it is (usually) non-lethal and its effects are untraceable. His assistants, Channon and Yelena, have also been armed with bowel disruptors during The Cure arc. (tekið af Wikipediu)
Mér finnst raunar einnig fáránlegt að gæslan í garðinum hafi ekki verið betri.
Ég minni á lagið Decades með Joy Division, sem ég vísaði í í marsfærslunni, af plötunni Closer. Frábært lag.
Mæli sömuleiðis eindregið með Transmetropolitan fyrir hvern þann sem ekki hefur lesið þá ágætu myndasögu.
Að endingu ítreka ég löngun mína til að sjá þessa heimildamynd um Joy Division, samnefnda sveitinni:
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli