þriðjudagur, júlí 01, 2008

Hetjan Ignaz Semelweiss

Í dag eru 190 ár liðin frá fæðingu eðlisfræðingsins og hetjunnar Ignaz Semelweis. Hann benti læknum á að þrífa hendur sínar þegar þeir unnu með barnshafandi konum. Margir læknarnir höfðu t.a.m. komið beint af líkhúsum á fæðingardeildirnar. Dauðshrinum á fæðingardeildinni lauk í kjölfarið.
Læknastéttin hæddist að Semelweiss og reiddist honum og tókst að flæma hann úr starfi. Hann féll fyrir eigin hendi árið 1865. Framlag hans til læknavísindanna verður seint ofmetið.
Meira um hann hér.

"Vort líf, vort líf, Jón Pálsson..."
Þá er ég helst að hugsa um línur á borð við "vor list var lítils metin/ og launin eftir því" fremur en að verk Semelweis hafi í raun verið lök, þvert á móti. Sumt í fyrri erindunum á því síður við en þegar líður á ljóðið passar það betur við:

Vér áttum kannske erfitt
og athvörf miður hlý.
Og naumt varð oft að nægja
til næsta dags. Ojæja,
vor list var lítils metin,
og launin eftir því.

Um það er bezt að þegja
og þreyta ei fánýtt hjal.
Það snertir einskis eyra,
og öðrum bar víst meira,
því það er misjafn máti,
hve mönnum gjalda skal.

Og sízt vér munum syrgja,
hve smátt að launum galzt.
Án efa í æðra ljósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt


Mönnum svipar svo sannarlega enn í Súdan og Grímsnesinu, svo vitnað sé í skáldið Tómas Guðmundsson.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.