fimmtudagur, júlí 03, 2008

Andaktungurinn er farinn til Siglufjarðar yfir helgina, en þar mun Háskólakórinn koma fram á þjóðlagahátíð.

Hin frábæra sveit Creedence Clearwater Revival er mikið í spilun hjá andaktungnum og lag dagsins er jafnframt með henni; Who Will Stop The Rain?

Ég hvet lesendur til að kynna sér mál Paul Ramses Odour, en Aggi er meðal þeirra sem hefur ritað um málið á bloggsíðunni sinni. Á morgun, 4. júl, á milli 12:00 og 13:00, verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Þar verður þess krafist að Paul Ramses verði snúið aftur til Íslands og fjallað um mál hans hér. Mætið og látið í ykkur heyra.

Sjálfur verð ég farinn úr bænum, eins og áður er getið, en ég sendi hugheilar baráttukveðjur.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.