þriðjudagur, júlí 08, 2008

Eillítið meira um flóttafólk

Við mál Pauls Ramsesar má bæta að mér þykir skömm að því að frá upphafi virðist aðeins einn maður hafa fengið pólitískt hæli á Íslandi. Það er greinilega ekki það sama Jón og séra Jón, annar var skásnillingur og staðfesti okkur á kortinu en hinn er nottla bara einhver halanegri. Að sjálfsögðu skipta reglugerðir og formsatriði líka meira máli en mannúðarsjónarmið.

Og ef út í það er farið þá finnst mér líka skömm að því hve maldað er í móinn með að hleypa palestínsku flóttafólki frá Írak hingað til lands. Við berum náttúrulega enga ábyrgð, hafandi stutt innrásina í Írak. Þess má annars geta að það var fulltrúi Íslands, Thor Thors sem lagði fram tillöguna um skiptingu Palestínu í tvö ríki; ríki gyðinga og ríki araba hjá Sameinuðu þjóðunum. Eflaust hefur hann gert það af góðum hug, í ljósi sögu gyðinga, ofsókna á hendur þeim og nýafstaðinnar helfarar, en í ljósi þess sem síðar hefur gerst má alveg líka spyrja sig hvaða ábyrgð Ísland beri gagnvart Palestínumönnum. Á heimasíðu Samfélags trúaðra má finna fína umfjöllun um aðkomu Íslands að stofnun Ísraelsríkis.

Ég vona að sem flestir hafi horft á Kastljósið í gær. Lögfræðingur Pauls stóð sig vel að mínu mati og það var hreinlega sárt að hlýða á Paul Ramses lýsa ástandinu í Kenýa og þeim örlögum sem geta beðið hans. Steingrímur stóð sig líka fínt. Sigurður Kári undirstrikaði sig þar einnig sem þann smjörkúk sem hann er.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.